Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201726 um ásamt öðrum stjórnarmönnum. Hann segir ástand Ólafsvíkurvallar gott. „Völlurinn er í fínu standi og það verður ekkert vandamál með hann ef það hættir að rigna,“ seg- ir Hilmar í samtali við Skessuhorn. „Það gerði um daginn smá kulda- kast og þá sá maður að völlurinn hægði aðeins á sér. Þetta var svo sem enginn svakalegur kuldi, fór niður í kannski eina til tvær gráð- ur á nóttunni en hlýnaði aftur þeg- ar sólin kom upp,“ segir hann. „En mestu skiptir að við sluppum alveg við næturfrostið sem gerði vart við sig á sumum öðrum stöðum á land- inu,“ bætir hann við. Hann kveðst engar áhyggjur hafa af vellinum fyrir upphaf mótsins og fyrstu leikina en vonast til að hætti að rigna. „Það þyrfti að vinna að- eins í vellinum en það verður ekki gert á meðan hann er svona blaut- ur. Vonandi styttir almennilega upp á þessari rúmu viku sem er í fyrsta leik hér í Ólafsvík,“ segir hann. „Völlurinn er alltaf fljótur að ná sér. Eitt ár var svolítið vesen með hann, árið 2014, eins og reyndar nánast alla velli á landinu. Þá gerði kal í velli eftir umhleypingasaman vetur. En síðan þá hefur ekki verið neitt vesen með völlinn og ekkert sem bendir til annars en að hann verði góður í sumar,“ segir Hilmar að lokum. Skallagrímsvöllur í fínu standi Loks er ónefndur einn völlur í landshlutanum; Skallagrímsvöllur í Borgarnesi. Hann er að sögn Har- aldar Más Stefánssonar í fínu standi eftir veturinn. Völlurinn var sleg- inn í fyrsta skipti 22. apríl og búið er að bera tvisvar á hann auk ann- arra aðgerða sem nauðsyn krefur. Fyrsti leikur sumarsins fór fram á aðalvellinum 28. apríl, sem er vel rúmum mánuði fyrr en þekkst hef- ur. Skallagrímsvöllur er á góðri leið eftir umfangsmiklar endurbætur en hann var dæmdur ónýtur fyrir 4-5 árum síðan. kgk Lokakvöld þriggja kvölda keppni Opna Borgarfjarðarmótsins í tví- menningi í bridds fór fram á Akra- nesi síðastliðinn fimmtudag. Mótið var jafnframt Vesturlandskeppnin í tvímenningi. Fyrri keppniskvöldin voru spiluð í Logalandi. Talsverð- ar sviptingar voru á mótinu en að endingu lönduðu öruggum sigri strákarnir úr Hvalfjarðarsveit, þeir Guðmundur Ólafsson og Hall- grímur Rögnvaldsson. Skor þeirra var 59% og nokkuð örugg forysta. Í öðru sæti urðu Skagamennirn- ir Guðmundur Sigurjónsson og Magnús Magnússon með 56,5%. Í þriðja sæti Borgfirðingarnir Jón H Einarsson og Ingimundur Jónsson með 55%, Rúnar Ragnarsson og Unnsteinn Arason úr Borgarnesi fjórðu með 54,8% og Skagamenn- irnir Tryggvi Bjarnason og Karl Alfreðsson fimmtu með 53,5%. mm/ Ljósm. se. Opna Borgarfjarðar- mótinu lokið Síðustu fórnarlömb meistaranna Guðmundar og Hallgríms voru Ásgeir á Þorgautsstöðum og Guðmundur á Grímsstöðum. Þrjú efstu pörin á mótinu. F.v. Magnús og Guðmundur, Hallgrímur og Guðmundur, Jón og Ingimundur. Knattspyrnusumarið 2017 er hafið og fyrstu leikir Pepsi deildar karla fóru fram á sunnudaginn var. Sem kunnugt er leika tvö Vesturlands- lið í efstu deild karla þetta keppn- istímabilið, ÍA og Víkingur Ólafs- vík. Nánar um úrslit leikja þeirra á öðrum stað í blaðinu. Þessi félög senda einnig lið til keppni í 1. deild kvenna, en þar hefst mótið ekki fyrr en 12. maí. Í upphafi knattspyrnu- sumarsins er hins vegar vert að taka stöðuna á völlunum sem leik- ið verður á í efstu deildum karla og kvenna, Akranesvelli og Ólafs- víkurvelli. Skessuhorn ræddi við Halldór Brynjar Þráinsson, vallar- stjóra á Akranesvelli og Hilmar Þór Hauksson, stjórnarmann í Víkingi, um ástand vallanna tveggja síðast- liðinn föstudag. Loks má bæta því við að Skallagrímsvöllur í Borga- nesi kemur afar vel undan vetri, en hann hefur stórbatnað á síðustu árum með ýmsum aðgerðum eftir að hafa verið dæmdur ónýtur fyrir fjórum til fimm árum síðan. Akranesvöllur oft verið betri Leikið var á Akranesvelli fyrsta leik- dag Pepsi deildar karla, sunnudag- inn 30. apríl þegar ÍA mætti FH. Að sögn vallarstjórans hefur ástand vallarins oft verið betra. „Staðan á vellinum mætti vera betri og hef- ur oft verið betri. Það er lítill gró- andi í honum og eins og fólk get- ur ímyndað sér þá er hann alveg á floti,“ sagði Halldór Brynjar Þrá- insson, vallarstjóri á Akranesvelli í samtali við Skessuhorn. „Þannig að völlurinn gæti verið í mun betra standi. Hann var til dæmis grænni í febrúar en hann er núna. Þar er um að kenna frostnóttum í síðustu viku þar sem fór alveg niður í þriggja til fjögurra stiga frost. Við slíkar að- stæður er grasvöxtur enginn,“ segir hann. „Ekki er hægt að segja að að- stæður undanfarið hafi verið góð- ar. Það vantar hlýrra veður og all- an sólarhringinn. Það er ekki nóg að það sé hlýtt á daginn, næturn- ar þurfa að vera hlýjar líka,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið hægt að gera til að bæta ástand vall- arins. „Við setjum fræ og sand í öll sár og viðgerðir. Völlurinn er allt- af fljótur að jafna sig ef það þorn- ar og hlýnar í veðri. Þá tekur hann strax við sér og þolir strax meira ef hann nær að þorna. Vonandi styttir upp og hlýnar fyrir mótið, þá verð- ur hann ekki eins viðkvæmur. Því miður sýnist mér spárnar ekki vera þannig en við verðum bara að vona það besta,“ segir Halldór. Því má við þetta bæta að nú er spáð hlý- indum um allt land í þessari viku og því má fastlega búast við að Akra- nesvöllur verði fljótur að þakka fyr- ir þær aðstæður. Ólafsvíkurvöllur í fínu standi Víkingur Ó. lék fyrsta leik sinn í mótinu á útivelli gegn Val sunnu- daginn 30. apríl. Viku síðar, sunnu- daginn 7. maí, tekur liðið á móti KR og verður það fyrsti leikur sum- arsins á Ólafsvíkurvelli. Hilmar Þór Hauksson situr í stjórn knattspyrnu- félagsins og hefur lengi sinnt vellin- Misjafnt ástand knattspyrnuvalla Akranesvöllur hefur oft litið betur út, að sögn Halldórs Brynjars Þráinssonar vallarstjóra. Ólafsvíkurvöllur er blautur en í fínu standi að öðru leyti að sögn Hilmars Þórs Haukssonar, stjórnarmanns knattspyrnufélags Víkings. Vonast hann til að stytti upp áður en fyrsti leikurinn fer þar fram sunnudaginn 7. maí næstkomandi. Hér er svipmynd frá leik Víkings Ó. og Víkings R. á rennblautum Ólafsvíkurvelli síðasta haust. Ljósm. af. Skallagrímsvöllur í Borgarnesi var sleginn 22. apríl síðastliðinn og kemur afar vel undan vetri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.