Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 20178 Þegar líður á þessa viku tekur að hlýna um landið allt og má bú- ast við að hiti verði upp undir 20 gráðum víða um landið. Það er með fyrra fallinu að hitastig nái þetta hátt. Í dag er spáð suðaustan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi, skýjað með köflum og þurrt að kalla og hiti 10 til 16 stig. Hægari suðlæg átt á Norður- og Austur- landi, yfirleitt léttskýjað og hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag, föstudag og laugardag verður hæg breytileg átt, víða léttskýjað og hiti 13 til 20 stig víða um land en þá hefur hæð- arsvæði tekið völdin yfir landinu. Sums staðar verður þokuloft við sjávarsíðuna og mun svalara veður þar sem aðstæður verða með þeim hætti. mm Janúar arfaslakur í aflaverðmæti LANDIÐ: Í samantekt Hagstof- unnar kemur fram að aflaverð- mæti íslenskra skipa var 1,9 millj- arðar króna í janúar, sem er 81% minna en í sama mánuði 2016. Setur verkfall sjómanna þar mest strik í reikninginn. Engum upp- sjávarafla var landað í mánuðinum. Verðmæti botnfisks, flatfisks og skeldýra var verulega mikið minna í janúar á þessu ári. Þá var enginn afli sjófrystur eða fluttur út í gám- um í janúar. Á tólf mánaða tímabili frá febrúar 2016 til janúar 2017 var aflaverðmæti tæpum 26 milljörð- um króna minna en á sama tíma- bili árið áður, sem reiknast sem 17,1% samdráttur. -mm Samfylking heldur kjördæmis- ráðsþing NV-KJÖRD: Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvest- urkjördæmi boðar til aðalfund- ar sunnudaginn 7. maí kl. 12-16 í húsnæði Samfylkingarinnar Still- holti 16-18 á Akranesi. „Á að- alfundi verða hefðbundin aðal- fundarstörf. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Már Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum. Stjórn kjör- dæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á aðalfundinn og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna komandi sveitarstjórnar- kosninga á næsta ári,“ segir í til- kynningu frá stjórn kjördæmis- ráðs. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 22. - 28. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 13 bátar. Heildarlöndun: 75.440 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 33.867 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 8 bátar. Heildarlöndun: 52.219 kg. Mestur afli: Bárður SH: 29.390 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 244.479 kg. Mestur afli: Hringur SH: 63.445 kg í einni löndun. Ólafsvík 26 bátar. Heildarlöndun: 511.794 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 58.229 kg í fimm löndun- um. Rif 25 bátar. Heildarlöndun: 757.691 kg. Mestur afli: Magnús SH: 87.552 kg í þremur löndunum. Stykkishólmur 10 bátar. Heildarlöndun: 281.090 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 216.443 kg í sjö löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Rifsnes SH - RIF: 70.321 kg. 27. apríl. 2. Þórsnes SH - STY: 66.771 kg. 22. apríl. 3. Hringur SH - GRU: 63.445 kg. 26. apríl. 4. Örvar SH - RIF: 48.769 kg. 25. apríl. 5. Helgi SH - GRU: 47.514 kg. 24. apríl. -grþ Íþróttamót Faxa og Skugga BORGARNES: Móta- nefnd hestamannafélaganna Faxa og Skugga stendur fyr- ir opnu íþróttamóti á félags- svæði Skugga í Borgarnesi dagana 6. og 7. maí. Mótið nefnist Arionbankamót Faxa og Skugga. Mótshald hefst klukkan 10 á laugardegin- um. Keppt verður í Polla- tölti en í Barnaflokki verður keppt í fjörgangi V2 og tölti T3. Í Unglingaflokki verður keppt í fjórgangi V2 og Tölti T3. Í Ungmennaflokki verð- ur keppt í fjórgangi V2 – tölti T1, tölti T4 og fimmgangi F2. Í 2. flokki verður keppt í fjórgangi og tölti T3. Í Opn- um flokki verður keppt í fjór- gangi V2 – tölti T1 – tölti T4 – fimmgangi F2 – 100 m. skeiði P2, 150 m og í 250 m. skeiði. Skráning á mótið fer fram í gegnum Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verð- ur skráningu lokað á miðnætti miðvikudaginn 3. maí. -fréttatilk. Strandhreinsun á laugardaginn SNÆFELLSNES: Norræni strandhreinsunardagurinn verður á Snæfellsnesi laugar- daginn 6. maí, en sama daga verða hreinsaðar strand- lengjur víða á Norðurlönd- unum. Björt Ólafsdóttir um- hverfisráðherra mun taka þátt í hreinsunarstarfinu. Á Íslandi varð Snæfellsnes fyr- ir valinu þar sem Snæfell- ingar eru þekktir fyrir frum- kvöðlastarf sitt við að vekja athygli á og efla umhverf- isvitund. Snæfellingar eru hvattir til að kynna sér verk- efnið og taka þátt en skrán- ing er á hreinsumisland. is. Í lok dags verður slegið upp veislu í félagsheimilinu Breiðabliki og þátttakendum boðið í fiskisúpu og að hlusta á ljúfa tóna. -mm Ný ráðuneyti tekin til starfa LANDIÐ: Ný ráðuneyti tóku formlega til starfa á mánudaginn, 1. maí. Dóms- málaráðuneyti annars veg- ar og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti hins veg- ar. Koma þau í stað innan- ríkisráðuneytisins. Breyt- ingin byggist á ákvörðun ríkisstjórnarinnar og sam- þykki Alþingis á þingsálykt- un um skiptingu innanrík- isráðuneytisins. Í framhaldi af þessu staðfesti forseti Ís- lands þann 7. apríl síðastlið- inn tillögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnar- ráðs Íslands og gefnir voru út þrír forsetaúrskurðir, um skiptingu Stjórnarráðs Ís- lands í ráðuneyti, um skipt- ingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta og um skiptingu starfa ráðherra. Ráðherrar í nýjum ráðuneytum verða Sigríður Á Andersen dóms- málaráðherra og Jón Gunn- arsson samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra. -mm Verkfræðistofan Verkís hefur opn- að starfsstöð á Borgarbraut 2 í Stykkishólmi í húsi lögreglu og Sýslumannsins á Vesturlandi. Með opnuninni hyggst Verkís styrkja net starfsstöðvanna í þeirri við- leitni að auka þjónustu fyrirtæk- isins á Snæfellsnesi og nærliggj- andi sveitarfélögum. Starfsstöð- in í Stykkishólmi mun styðja við aðra starfsemi verkfræðistofunn- ar á landsbyggðinni en Verkís er nú þegar með starfsemi á Akra- nesi, Borgarnesi, Ísafirði, Patreks- firði, Akureyri, Húsavík, Egils- stöðum og Selfossi. Útibússtjóri Verkís í Stykkishólmi er Gísli Kar- el Halldórsson en auk hans vinn- ur á starfsstöðinni í Stykkishólmi Dóra Lind Pálmarsdóttir, bygg- ingatæknifræðingur. Bæði Dóra Lind og Gísli Karel eru innfæddir Snæfellingar. mm Verkís opnar starfsstöð í Stykkishólmi Hitabylgja í kortunum Hér er skjáskot af hitakorti á landinu um nónbil næstkomandi föstudag. Heimild: Veðurstofa Íslands. Dóra Lind Pálmarsdóttir og Gísli Karel Halldórsson. Matvælastofnun og Hafrannsókna- stofnun vakta þörungaeitur í bláskel- inni, en svo er kræklingurinn einnig nefndur. Nú bregður svo við að var- að er við neyslu á skelfiski úr Hval- firði þar sem svonefnd DSP-eitur- efni eru yfir viðmiðunarmörkum. Al- menna þumalputtareglan þegar far- ið er í kræklingafjöru er að óhætt sé að tína kræklinginn í þeim mánuð- um sem hafa „r“ í nafninu. Þetta er vegna þess að þörungablómi og eit- urefni honum fylgjandi aukast yfir sumarmánuðina þegar hitastig sjáv- ar hækkar. Þörungaeitrið hefur hins vegar verið viðvarandi í Hvalfirðin- um í vetur sem er afar óvenjulegt. Fylgjast má með mælingum Mat- vælastofnunar og Hafrannsókna- stofnunar fyrir Hvalfjörð á vöktun- arsíðu síðarnefndu stofnunarinn- ar: http://www.hafro.is/voktun/hval. htm Þar má sjá að frá 25. maí 2016 hefur verið varað við neyslu skelfisks á svæðinu ýmist vegna hættu á DSP eða/og PSP eitrunar. Ástæða er til að undirstrika að eit- urefni hafa til dæmis ekki mælst í kræklingi í Breiðafirði síðustu mán- uði. Jafnframt er allur kræklingur sem ræktaður er til sölu alltaf mældur og vottaður öruggur til neyslu áður en hann fer í verslanir. mm Þörungaeitrun hefur verið við- varandi í vetur í Hvalfirði Íslandspóstur skrifaði föstum við- skiptavinum sínum bréf 10. apríl síð- astliðinn þar sem tilkynntar voru breytingar á þjónustu fyrirtækisins frá og með 1. maí 2017 og nýtt umsýslu- gjald að auki. Varðandi árituð blöð og tímarit er kynnt að ef þau berast eft- ir klukkan 17 daginn fyrir dreifingar- dag verður innheimt sérstakt vinnslu- gjald fyrir hvern hafinn klukkutíma sem tekur að vinna úr sendingunni, að upphæð 6.100 krónur auk virðis- aukaskatts. Enn meiri breytingar eru þó gerðar á þjónustu vegna dreifing- ar fjölpósts. Eingöngu verður í boði tveggja daga dreifing á landsbyggð- inni, að undanskildu höfuðborgar- svæðinu og Akureyri. Á þeim svæð- um verður fimmtudagsdreifing áfram í boði samkvæmt gæðaviðmiðum. Sömuleiðis ef fjölpóstur berst Ís- landspósti eftir klukkan 17 daginn fyrir dreifingardag, verður innheimt 6.100 króna gjald fyrir hafinn klukku- tíma við vinnslu fjölpósts. Þá verður innheimt sérstakt brotgjald fyrir fjöl- póst sem er stærri en A4, grunngjald 5000 krónur en auk þess 1,45 krón- ur á hvert eintak. Útgefendur fríblaða utan höfuðborgar- og Akureyrar- svæðisins fá ekki lengur aldreifingu á sínum blöðum eftir þessa breytingu. Af þeim sökum þurfa þeir í einhverj- um tilfellum að flýta útgáfudögum til að viðtakendur fái póstinn sendan fyrir næstu helgi. Breytingar þessar hefur augljósan kostnaðaðarauka í för með sér fyr- ir viðskiptavini Íslandspósts og um hreina kostnaðarhækkun að ræða. Fram til þessa hefur sú þjónusta sem að framan greinir verið innifalin í gjaldskrá Íslandspósts. mm Íslandspóstur dregur úr þjónustu og hækkar verð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.