Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201724 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 52 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Spakmæli.“ Vinningshafi er Emilía Líndal Gísla- dóttir, Suðurgötu 43, 300 Akranesi. Offylli Til- gerð Svefn Læti Ílát Botn- flötur Rödd Handa- vinna Ögn Stjórn Mál Óhljóð Magn Keyrði Rölt Sk.st. Næði Gufa Afi Faldi Þreytir Fipast 2 Óðfús Gerast 5 Ræða Kannski Öruggar 8 Púki Borgari Hellti Útvega Rótar 4 Eins Nauð Angan Land- bára Dáð Korn Reipi Upptök Reifi Kjarr Heiti Amboð Hermir Einn Dögun Prjál Duft Sýl Féll Glaum- ur Spil Epjast 4 Mið- depill Viss 6 Einn Fjörður 1 Mælir 2 Eins Manar Vík Erna Hljóp Kelda Víma Álit Píla Ótti Þörf Þófi Upp- skera Ókunn Fenið Klæði Bað Gleði Getur Hylur Samhlj. Hópur Stólpi Fjörið Faðmur Reykur Mála Stía Vont skap Sérhlj. Lítil skonsa Glitrar 7 Verma Hólmi Galti 3 Tónn Titill Hætta Yndi Í vexti 1 2 3 4 5 6 7 8 H A L D U R N Ý J U N G O R F Á R M J Ó R S A U P R E S Æ B Ú I F L U G Ú Ð I E R M U F S I R I T G Æ Ð R A U N A T L Æ T I N U Ð K R Ú N A N Á N A R R Ú Þ Ó R O L A D Ú N D R A R A S K A S Á R I Ð A R Á T Ð Æ S T I Ð A P A Á L A Ó L U A F L M M K S Á I R R Ó R V Á B Ó T E K R A S L Ó O G T Ú R M V L Ó Þ I Ð N A V A N IE E L A U N F Á R Á S L Á Ð H Á L S F L J Ó T N A Æ Ð I Æ T I Ú A Ð I N Æ R U N G A N A K L I F Ó G N R V A R K A L L A I Ð A S P A K M Æ L IL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Um tíma voru kenning- ar mjög ríkjandi í íslenskri vísnahefð en þó vísnagerð sé að nokkru að rísa upp úr þeirri deyfð sem um tíma ríkti á því sviði hef- ur ekki borið mikið á nýsmíði kenninga. Ísleif- ur Gíslason gerði á sínum tíma nokkuð af slíku og þó þær kenningar séu að nokkru úreltar er ekki úr vegi að líta aðeins á það sem ég hef undir höndum af því andans verkstæði: Ástar fífan fauk af stað fyr´ legghlífa - njerði. Bónorðshrífu ýtti hann að undirlífa gerði. Undirlífasólin sæt sveiflaði hrífuskafti. Raka þýfi mundi mæt með legghlífa rafti. Kærleiksamboð upp hann tók, ástargambri hreyfði. En hárkamba eyjan klók engin sambönd leyfði. Sé ég vappa á síðkvöldum, síst þó happ að verði, í ástarpappa umbúðum iljatappa gerði. Labbar ettir lágfættur laus að prettum hniginn, sígarettusoghólkur sem hér fléttar stiginn. Rýmdi klókur vonavöll viður smoking spjara, þegar brókar blúnduþöll brosin tók að spara. Hlynur kvarða kostarýr komst í skarðið vona, en andlitsfarða eikin hýr aldrei varð hans kona. Höfuðskuplu hrundin smá hélt af leynifundum. Pokabuxna baldri hjá bjó hún mörgum stundum. Gæti verið að þetta unga og ágæta fólk sem um er kveðið hafi gert einhverjar tilraunir til að hafa gaman af lífinu og jafnvel fengið sér út í svo sem einn kaffibolla af heimagerðum vín- anda eins og Skagfirðingar áttu til að framleiða á þessum árum. Slík framleiðsla fékk á þeim tíma og fær enn misjöfn viðbrögð bæði neytenda og aðstandenda neytenda en sá hefur ekki verið neitt óánægður sem kvað: Skaða ei vinnur vínið hót vekur innra fjörið. það hefir minna meina bót mörgum sinnum verið. Samt er það nú svo með áfengið sem fleira að allt er best í hófi eða eins og gamla máltækið segir; „Hóflega drukkin kona gleður mannsins hjarta.“ Allavega hafði Björg Bjarnadóttir skoð- anir á hlutunum: Þegar menn sér kaupa kút kemur upp gamli vandinn: Vínið fer inn en vitið út og velgengnin í sandinn. Oft hefur það komið fyrir menn sem flytjast búferlum að sakna útsýnisins frá gamla staðnum. Sigurður Jónsson (Siggi skytta) sem var mikill vinur Arnarvatnsheiðar og byggði sér reyndar nýbýli þar þó stutt yrði í þeim búskap, flutti síð- ar að Þaravöllum. Eftir hann mun þessi vísa: Þó hér skyggi útsýn á, oft og sárt til finni, mín ég fögur fagna’ að sjá fjöll, í eilífðinni. Siggi var þekkt refaskytta og eitt sinn er hann var að koma ofan af Kjarardal varð þessi til: Þótt mér fyndist ferðin rýr fjalls í breiða salnum Kem ég enn með átta dýr onaf Kjarardalnum. Þegar þær breytingar voru gerðar á Almanna- tryggingalögunum, að fjölskyldubætur voru auknar að mun, kváðu bændur fyrir norðan: Stjórnin okkur gjafir gaf getur létt af mörgum tollum, og nú er meiri arður af ungri konu en hundrað rollum. Fimmtugri konu á Suðurlandi líkaði ekki þessi kveðskapur enda konan nýtin og óvön því að henda vart hálfslitnum hlutum og sagði: Bændur auknar byrðar fá, en bætur ef eignast þeir sonu, og meta sem gelda gamalá góða fimmtuga konu. Stundum hef ég í þessum þáttum minnst á Símon í Goðdölum sem var orðhákur nokkur og umtalsfrómur í hófi. Hann var um tíma liðs- maður Lúðvíks Kemp við vegagerð um Siglu- fjarðarskarð og trúlegt að þar hafi fallið mörg gullkornin. Eftir að Lúðvík var orðinn aldrað- ur og farinn að hafa hægt um sig á Skagaströnd frétti hann að Símon væri staddur í þorpinu og vonaðist að sjálfsögðu til að sá gamli vinnufélagi liti við hjá sér og orti í biðtímanum: Ligg ég svona í leiðindum lon og don í sóffanum, brátt er von á blindfullum Bangsímon úr Hórdölum. En Símon nefndi nágranna sína í Austur- og Vesturdal Skagafjarðar gjarnan Hórdælinga. Sigurður Sigurðsson á Brúnastöðum var maður vel hagorður en flíkaði því ekki mikið. Um Sím- on orti hann: Gætinn varstu orðum í aldrei mæltir hnjóð um granna. Enda hlaustu allt að því ást og virðing guðs og manna. Önnur mannlýsing eftir Elías Þórarinsson frá Hrauni: Dæmi fáum gott hann gaf gripinn fláum vonum. Kuldastráum kominn af, kaldur náungonum. Einu sinni var sú tíð að menn ortu nafnagátur í erg og gríð og koma hér tvær slíkar. Eitt karl- mannsnafn bundið í hvorri. Þeir sem nenna geta alveg sent mér ráðningar annað hvort á Facebo- ok eða í tölvupósti og ef liggur vel á mér getur verið að ég verði rausnarlegur og gefi eins og eina bók í verðlaun. Silkiborða siðuð skorð, svona orðum hreytir; Ýta morð og yndæl storð. Eygið korðar heitið. Og svo þessi: Heiti mitt er hringur lands. Hefi eg fáa nafna, hálfu því í hildar dans herkóngarnir safna. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Vínið fer inn en vitið út - og velgengnin í sandinn!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.