Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 2

Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 20172 Til að auka hættu á slysum í vax- andi umferð um þjóðvegi landsins er til dæmis hægt að gera eins og bílstjóri þessa hópferðabíls sem var á leið sinni um Stafholtstungur í Borgarfirði á sunnudaginn. Nokk- ur hross frá Bakkakoti eru þarna á beit utan við veggirðinguna. Rút- an er stöðvuð við óbrotna línu og stuttu framar eru vegamót þar sem ekið er áleiðis upp í Þverárhlíð. Stór hópur fólks var svo úti í vegkanti að skoða hestana. Vegfarandi á leið um Borgarfjörð sendi Skessuhorni þessa mynd og hvatti til að vakið yrði máls á háttarlaginu og sagði það skapa óþarfa áhættu. Nú væri auk þess hægt að koma við á bæjum sem beinlínis bjóða upp á að ferða- fólk geti hitt hross í návígi, tekið af þeim myndir og jafnvel farið á bak. Einn slíkur staður var opnaður í vor, er nokkru ofar í héraðinu, á Sturlu- Reykjum í Reykholtsdal. Ástæða er til að hvetja ferðaskrifstofur til að nýta slíka þjónustu. mm Bæjarhátíðin Brákarhátíð verður haldin í áttunda sinn í Borgarnesi um næstu helgi. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla ald- urshópa eins og sjá má í auglýsingu í blaðinu í dag. Þá verður Norðurálsmót í knattspyrnu polla haldið á Akranesi um helgina og fjöldi fólks væntanlegur í bæ- inn af því tilefni. Í næstu viku hefst síðan Fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi. Enginn hörgull er því á skemmtilegri af- þreyingu í landshlutanum. Á morgun verður fremur hæg suðlæg átt og skúrir, einkum síðdegis, en austlæg átt 8 - 13 við norðurströndina og rigning. Hiti á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast norðaustan til. Á föstudag snýst í norðaustlæga átt 5 - 13 norðanlands og tekur að rigna seinnipart- inn. Hægari suðaustlæg átt sunnan heiða og vætusamt, einkum suðvestan til. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugar- dag verður norðaustan 5 til 13 m/s, hvass- ast austast síðla kvölds. Rigning og kóln- andi veður norðaustan til en birtir til vest- anlands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast suðvest- anlands. Á sunnudag spáir norðaustlægri átt, 5 til 10 m/s. Skýjað með köflum og þurrt norðan og austan til en annars bjart að mestu. Hiti breytist lítið. Á mánudag er útlit fyrir hægan vind og þykknar smám saman upp á vestanverðu landinu með dálítilli vætu en léttir til norðaustan lands. Hiti 7 til 14 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Er fastlínutengdur heimasími á þínu heimili?“ Langflestir svarenda, eða 72%, svöruðu þeirri spurningu játandi. 22% sögðu „Nei, hefur ekki verið lengi“en 5% svarenda eru nýlega hættir með fastlínu- tengdan heimasíma. Í næstu viku er spurt: Hversu oft ferðu í sund? Þremenningarnir Örn Hjörleifsson og hjónin Þóra Olsen og Skúli Óskarsson hafa undanfarin misseri staðið fyrir upp- byggingu á Sjóminjasafninu á Hellissandi og gert það í sjálfboðavinnu. Þau eru Vest- lendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Strandveiðum lokið á A svæði SNÆF: Síðasti dagur strand- veiða á svæði A, frá Arnarstapa til Súðavíkur var í gær, þriðju- dag. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu voru veiðidag- ar á A-svæði tíu í þessum mán- uði, þremur dögum fleiri en í fyrra í sama mánuði. 214 bátar hafa verið þar á veiðum, fjór- tán fleiri en í fyrra. Á öðrum strandveiðisvæðum við landið er talvert í land með að veiðist upp í leyfilegt heildarmagn í mánuðinum. Samtals hafa 526 bátar róið á strandveiðum á þessu ári og meðalafli í róðri hefur verið 607 kíló. -mm/ Ljósm. hs. Sóttu slasaðan ferðamann SNÆF: Björgunarsveit- ir Slysavarnafélagsins Lands- bjargar voru um miðjan dag á mánudaginn kallaðar út vegna konu sem slasast hafði á gönguleiðinni að Eldborg á Snæfellsnesi. Var hún stödd um hálfan annan kílómeter frá vegi. Konan reyndist slösuð á hné og ökkla og því ógöngu- fær. Hún var flutt undir lækn- ishendur. -mm Reikigjöld falla niður LANDIÐ: Frá og með degin- um í dag, 15. júní, munu sér- stök gjöld á reiki innan EES- svæðisins falla niður. Eftir að sú breyting tekur gildi munu símnotendur frá þeim lönd- um sem tilheyra svæðinu borga það sama fyrir símanotk- un og gagnamagn á ferðalög- um innan EES-svæðisins og þeir greiða heima fyrir. Þetta er samkvæmt reglugerð ESB sem tekin hefur verið inn í EES-samninginn og innleidd hér á landi. í reglugerðinni eru sett ákvæði um sanngjörn hámarksnot á reikiþjónustu miðað við venjuleg ferðalög, svokölluð „fair use“ ákvæði. Heimilt verður að leggja álag á notkun sem er umfram það sem telst til sanngjarnrar notk- unar, svo sem þegar dvalið er langdvölum eða flust til ann- ars ríkis á svæðinu. Hvað varð- ar símtöl og SMS skeyti gildir heimaverðskrá um alla notkun. Sama verðskrá gildir í reiki og gildir um notkun innanlands. Innifaldar mínútur og innifal- in SMS eru þar meðtalin, einn- ig ef viðkomandi áskrift býður ótakmarkaðar mínútur og/eða SMS skeyti. -mm Verkfræðistofan Efla var í vor fengin til að gera úttekt á húsnæði Grunn- skólans í Borgarnesi. Nú liggja nið- urstöður þeirrar úttektar fyrir og voru kynntar á fundi byggðarráðs í síðustu viku. í ljós kemur að af fjór- um sýnum sem tekin voru á stöðum þar sem raka hefur orðið vart, fannst í þremur þeirra myglu- og bakteríu- vöxtur. í úrvinnslu sýna á Náttúru- fræðistofnun íslands greindist mygla í sýnum sem tekin voru í stofum 16 og 30 og á kaffistofu starfsfólks. Sveitarfélagið mun strax bregðast við og láta hefja lagfæringar á þeim stöðum þar sem mygla hefur ver- ið staðfest. Jafnframt verður gerð heildstæð úttekt á skólanum til að kortleggja nákvæmlega þá staði í húsinu sem myglu er mögulega að finna á og í framhaldinu af því vinna að tafarlausum úrbótum. Fram kemur í skýrslu Eflu að um sé að ræða staðbundin vandamál m.a. vegna leka meðfram gluggum. Á fundi byggðarráðs lagði Gísli Kar- el Halldórsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fram fyrstu drög að aðgerðaáætlun vegna málsins. Gera þarf ítarlega úttekt á húsnæði skól- ans í heild til að kortleggja nákvæm- lega þá staði í byggingum hans sem myglu er mögulega að finna. Á fundi sínum ræddi byggðarráð ítarlega niðurstöður skýrslunnar og fram- komnar upplýsingar. „Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri stöðu sem upp er komin á ábyrgan og fag- legan hátt. Vinna þarf áætlun um að- gerðir með tilheyrandi kostnaðar- greiningu. Byggðarráð samþykkti að hefja nú þegar lagfæringar á þeim stöðum þar sem mygla greindist. Ákveðið var að sviðsstjóri umhverf- is- og skipulagssviðs gæfi byggðar- ráði reglulega yfirlit um framgang málsins meðan unnið er að úrbót- um,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs í samtali við Skessuhorn. Geirlaug segir að sínu mati sé lán í óláni að undanfarin misseri hafi verið í gangi undirbúningur að við- byggingu við grunnskólann og end- urbætur á eldra húsnæði. „Á fram- kvæmdaáætlun sveitarfélagsins eru eyrnamerktir fjármunir sem búið var að samþykkja að verja í endurbætur á húsnæði grunnskólans og auðveldar það sveitarfélaginu að bregðast við þessari leiðinlegu niðurstöðu hratt og örugglega.“ Geirlaug segir að Grunnskólinn í Borgarnesi hafi verið byggður í fjórum áföngum og húsið eigi sér nokkra lekasögu. „Vatnsleki hefur komið inn í gegnum sprungur á útveggjum og með gluggum sér- staklega á suður- og vesturhlið. Við- haldsfé hefur á undanförnum árum verið af skornum skammti og hús- eignir sveitarfélagsins eru auk þess margar og viðhaldsþörf sumra þeirra orðin umtalsverð. Fyrirtækið Hús og heilsa gerði árið 2013 úttekt á byggingum Grunnskólans í Borgar- nesi m.t.t. innivistar og loftgæða. í framhaldi þeirrar vinnu var ráðist í framkvæmdir utandyra til að sporna við leka, en augljóslega hafa þær ekki dugað til.“ Geirlaug segir að allt verði gert til að lagfæra skemmdir, hreinsa húsnæðið og koma því í gott lag fyrir upphaf skólastarfs í haust. mm Myglusveppur greinist í Grunnskólanum í Borgarnesi Rakaskemmd í lofti í skólahúsinu. Ljósm. úr skýrslu Eflu. Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljósm. mm. Stoppað þar sem hentar - sumum! Álfheiður H. Gunnsteinsdóttir, íbúi á bænum Höfn 1 í Melasveit í Borgar- firði og Eiríkur fimm ára sonur henn- ar fundu kjálkabein af manni í fjöru- ferð á sunnudaginn. „Við vorum bara að veiða, tína steina og krabba í fjöru- ferð undir Hafnarfjalli skammt frá litla vitanum nær Borgarnesi þegar við fundum kjálkabeinið efst í fjör- unni. Ég var ekkert að spá í hvað þetta væri, enda ekki vanalegt að finna slíkt. Sonur minn fór að leika sér með þetta. Maður er ekki óvanur að finna kjálka úr kindum eða því um líkt í fjöruferð- um. Sonur minn var meira að segja að reyna að berja tennurnar úr með steini sem tókst sem betur fer ekki. Kjálkinn fór svo heim í poka með öll- um steinunum og kröbbunum,“ seg- ir Álfheiður í samtali við Skessuhorn. „Það var svo um kvöldið sem ég fór að skoða beinið betur að ég sá að það færi ekki á milli mála að þetta væri mannabein. Mér brá hreinlega enda er það svolítið óhugnanlegt að finna mannabein,“ segir Álfheiður í samtali við Skessuhorn.“ Hún kveðst hafa farið með kjálka- beinið á lögreglustöðina í Borgarnesi en fann þar engan sem gat tekið við því svo hún hafði samband við lög- regluna á Akranesi. Lögreglumenn þar sóttu beinið á heimili hennar og hún sýndi þeim hvar hún hafi fund- ið það. í samtali við visi.is segir Jón Ólafsson yfirlögregluþjónn á Vestur- landi að beinið verði sent til grein- ingar hjá Kennslanefnd en ekki er vitað hvenær niðurstöður liggja fyrir. Svæðið sem beinið fannst á verður nú skoðað nánar og athugað hvort fleiri bein leynast í fjörunni. bþb Fann mannskjálka í fjöruferð Kjálkabeinið sem Álfheiður og Eiríkur fundu. Á myndinni sést að enn eru tveir heillegir jaxlar eftir. Ljósm. Álfheiður H. Gunnsteinsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.