Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 20178
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips klipptu á borðann.
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 10. - 16. júní.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 17 bátar.
Heildarlöndun: 52.580 kg.
Mestur afli: Engey RE:
18.800 kg í einni löndun.
Arnarstapi 25 bátar.
Heildarlöndun: 54.789 kg.
Mestur afli: Rún AK: 5.162
kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður 13 bátar.
Heildarlöndun: 121.612
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
53.822 kg í einni löndun.
Ólafsvík 32 bátar.
Heildarlöndun: 109.245
kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 24.085 kg í fjórum
löndunum.
Rif 18 bátar.
Heildarlöndun: 58.317 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
11.058 kg í þremur lönd-
unum.
Stykkishólmur 29 bátar.
Heildarlöndun: 97.318 kg.
Mestur afli: Sunna Rós
SH: 9.355 kg í fimm lönd-
unum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
53.822 kg. 14. júní.
2. Helgi SH - GRU:
45.979 kg. 10. júní.
3. Egill SH - ÓLA:
20.691 kg. 14. júní.
4. Engey RE - AKR:
18.800 kg. 13. júní.
5. Ólafur Bjarnason SH -
ÓLA: 8.720 kg. 14. júní.
-grþ
Um klukkan hálf sex fimmtudag-
inn 15. júní lagði ferjan Akranes af
stað í jómfrúarsiglingu sína til Akra-
ness. Ferjan hóf svo áætlunarsigl-
ingar á milli Reykjavíkur og Akra-
ness mánudaginn 19. júní og með
því hófust fyrstu ferjusiglingar á
milli sveitarfélaganna frá því Akra-
borgin hætti siglingum 1998. Mikill
hátíðarbragur var yfir jómfrúarsigl-
ingunni og tók mikill fjöldi Skaga-
manna á móti ferjunni þegar hún
lagði að gömlu Akraborgarbryggj-
unni. Á bryggjunni var boðið upp á
grillaðar pylsur, hoppukastala og þá
lék þjóðlagasveitin Slitnir strengir
nokkur lög.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri í Reykjavík tók til máls í til-
efni dagsins og sagði að ferjan, sem
hann vildi kalla Akraborg, boðaði
mikil tímamót. Hann talaði um að
ferjan tengdi Reykjavík og Akranes
enn frekar saman og bætti því við
að Reykjavík ætti ekki í samskipt-
um við neitt sveitarfélag í jafnmiklu
bróðerni og Akranes og benti í því
samhengi á fyrirtækin Orkuveitu
Reykjavíkur og Faxaflóahafnir. Þrátt
fyrir að litið sé á siglingarnar sem
tilraunarverkefni til sex mánaða lítur
Dagur björtum augum á framhaldið
og segir ferjuna vera fyrsta liðinn í
vatnastrætó sem tengja á svæði við
Faxaflóa miðbæ Reykjavíkur. Hug-
myndir eru uppi um að hægt sé að
tengja Grafarvog við miðbæinn með
sambærilegum siglingum.
Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi
á Akranesi sagði ferjuna mikla sam-
göngubót fyrir Skagamenn enda
tekur siglingin að miðbæ Reykja-
víkur aðeins 25 mínútur en í bíl tæki
ferðin tæpan klukkutíma. ítrekaði
Rakel fyrir Skagamönnum að Sæ-
ferðir, fyrirtækið sem sér um ferju-
siglingarnar, hafi lofað að hlusta á
raddir fólks á svæðinu hvernig ferjan
yrði best nýtt. Hún sagði að fólkið
á svæðinu ætti að koma skoðunum
sínum á ferðum ferjunnar á fram-
færi.
Að loknum ræðuhöldum á Akra-
nesi bauðst bæjarbúum að fara í
stutta siglingu með ferjunni. Margir
voru spenntir fyrir því og fórum um
300 manns í siglingu í þremur ferð-
um. Allir virtust vera sammála um að
það kæmi þeim á óvart hversu hrað-
skreið ferjan væri.
Ferjan tekur 110 farþega og komst
Dagur B. svo að orði að ferjan væri
eins og félagsheimilið í Með allt á
hreinu; þar sem hún virðist lítil að
utan en plássið inni í henni væri
mjög mikið. Fyrst um sinn eru þrjár
áætlunarferðir alla virka daga; frá
Reykjavík klukkan 6:30, 10:30 og
17:30 en frá Akranesi kl. 7:00, 11:00
og 18:00. bþb
Hátíðleg jómfrúarsigling Akraness
Skagamönnum bauðst að fara í prufusiglingu með ferjunni. Margir nýttu sér það og um 300 manns fóru í prufusiglingu í
þremur ferðum. Fjær eru svo öllu stærri farþegaskip. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Ferjan var keypt frá Noregi og kom til landsins í síðustu viku. Norskur fáni blakti við
hún á skipinu en honum var skipt fyrir íslenska fánann fyrir jómfrúarsiglinguna.
Dagur B. Eggertsson hélt ræðu þar
sem hann horfði björtum augum á
ferjusiglingar framtíðarinnar. Hann
sagði Akranes vera fyrsta liðinn í
vatnastrætó sem gæti meðal annars
tengt Grafarvog við miðbæinn.
Mikill fjöldi Skagamanna tók á móti ferjunni þegar hún lagði að bryggju á
Akranesi.
Liðsmenn Eimskips í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon voru fyrstu farþegar
Akraness. Fólk er hvatt til þess að taka með sér hjól í ferjuna.
Lúðrasveit lék fyrir gesti við Reykjavíkurhöfn áður en ræðuhöld hófust.Hluti af þjóðlagasveitinni Slitnum strengjum spilaði á bryggjunni á Akranesi.
Ferjan er rúmgóð að innan. Dagur B. Eggertsson sagði hana líkjast félags-
heimilinu í Með allt á hreinu, lítið að utan en stórt að innan.