Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Síða 11

Skessuhorn - 21.06.2017, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 11 Árlegum vorleiðangri Hafrann- sóknastofnunar lauk 31. maí síð- astliðinn. Farið var á rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn var liður í langtíma- vöktun á ástandi sjávar, næringar- efnum, gróðri og átu á hafsvæð- inu við ísland og þannig verið að kanna ástand þessa fyrsta hlekkj- ar í fæðukeðju sjávar. í samantekt um niðurstöðu leiðangursins segir að hiti og selta í efri sjávarlögum í hlýsjónum sunnan við landið hafi verið nokkru lægri en verið hefur að jafnaði síðustu tvo áratugi. Hiti og selta efri laga voru yfir meðal- lagi úti fyrir Norðurlandi. Yfir- borðslög fyrir norðaustan og aust- an land voru vel yfir meðallagi í hita og seltu. Vorkoma gróðurs var víðast vel á veg komin, nema djúpt út af Vesturlandi. „Vorblómi svif- þörunga hafði átt sér stað í Faxa- flóa, en gróður var annars rýr vest- an lands og styrkur næringarefna líkt og að vetrarlagi, ef grunn- slóð Faxaflóa og Vestfjarða er und- anskilin,“ segir í samantektinni. Áberandi samfelldur gróðurflekk- ur náði nánast yfir allt landgrunn- ið út af Norðuraustur- og Austur- landi og vestur með allri Suður- ströndinni. Átumagn var nálægt langtímameðaltali. mm Hlýr sjó norðan og austan við land SK ES SU H O R N 2 01 7 TÆKNIMAÐUR BORGARNESI Laust er til umsóknar starf tæknimanns á tæknideild Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Deildin hefur umsjón með verklegum framkvæmdum á sviði nýframkvæmda, viðhalds á slitlögum, efnisvinnslu, styrkingum og endurbótum á vegamannvirkjum. Um 100% starf er að ræða. Starfssvið Umsjón og eftirlit með nýframkvæmdum og öðrum • framkvæmdum Umsjón undirbúnings og útboðs framkvæmdaverka• Gerð útboðs- og verðkönnunargagna• Landmælingar vegna verkhönnunar og undirbúnings• Annast önnur tæknileg úrlausnarverkefni• Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði eða önnur • sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af ámóta störfum er kostur• Góð íslenskukunnátta• Færni í notkun á algengum tölvuforritum• Nákvæmni og öguð vinnubrögð• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Hæfni í mannlegum samskiptum• Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætlun Vegagerðarinnar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 3. júlí 2017. Umsóknir berist til Vegagerðarinnar á netfangið starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir, þar með talin menntunar- og starfsferilsskrá. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin veitir Pálmi Þór Sævarsson í síma 522-1000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.Ferðamálastofa, markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vinna nú að því að endurskoða upplýs- ingaveitu til ferðamanna. í því felst m.a. breytt skipulag upplýs- ingamiðstöðva og almennt hvern- ig upplýsingum er miðlað til ferða- fólks. Af því tilefni var á dögunum haldið málþing í Borgarnesi þar sem stefnt var saman þeim sem eiga aðkomu að málaflokknum með ein- um eða öðrum hætti. Unnur Valborg Hilmarsdótt- ir, formaður Ferðamálaráðs, setti málþingið og fjallaði í ræðu sinni um mikilvægi vandaðrar og sam- ræmdrar upplýsingamiðlunar um land allt. Unnur benti jafnframt á hve sterkt vönduð upplýsinga- miðlun tengist Vegvísi um ferða- þjónustu. Hún sé mikilvæg til að tryggja upplifun og ánægju ferða- mannsins og með góðum upplýs- ingum um vegalengdir, staðhætti, veður, færð og fleira sé ýtt undir að ferðamenn fari sem víðast um landið. „Vönduð upplýsingamiðl- un til ferðamanna mun einnig kalla á aukna fagmennsku og þjálfun starfsmanna sem svo eykur hæfni og gæði ferðaþjónustunnar í heild sinni,“ sagði Unnur Valborg. Sérstakur gestur á málþinginu var hinn írski Gary Breen sem kynnti starfsemi Fáilte Ireland. Á ír- landi var kerfið sem heldur utan um upplýsingamiðstöðvar tekið í gegn fyrir nokkrum árum. Breen fór nokkuð ítarlega yfir þær breytingar sem gerðar voru, hvert markmiðið var og hver reynsla íra er af þjón- ustu við ferðamenn sem leita til Endurskoða upplýsingaveitur til ferðamanna upplýsingamiðstöðvanna. Að loknum erindum voru haldnar vinnustofur þar sem farið var dýpra í einstök málefni verkefnisins; ör- yggismál, hæfni og gæði, og sam- starf og samræmingu. Unnið hefur verið að verkefninu frá árinu 2015 en áætlað er að nýju kerfi verði komið á í upphafi ársins 2019. mm Svipmynd frá fundinum sem haldinn var í Hjálmakletti, sal Menntaskóla Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.