Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Side 13

Skessuhorn - 21.06.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 13 Hátíðarhöld á 17. júní í Borgar- nesi fóru fram á nokkrum stöðum í Borgarnesi. Þar var m.a. boðið upp á andlitsmálningu, hátíðarguðsþjón- usta var í kirkjunni, skátar voru með fánaborg og skrúðgöngu og þá fóru fornbílafjelagsmenn í ökuferð. Há- tíðardagskrá fór fram í Skallagríms- garði. Það setti stóran svip á sam- komuna að þessu sinni að listaverk- ið Hafmeyjan var formlega end- urvígt í gosbrunni garðsins. Geir- laug Jóhannsdóttir sveitarstjórnar- fulltrúi flutti tölu og sagði frá verk- inu og sögu þess. Að því loknu skrúf- aði Steinunn Pálsdóttir frá vatninu og endurvígði styttuna þannig með táknrænum hætti. Kvenfélag Borgarness gaf styttuna af Hafmeyjunni á sínum tíma árið 1962, á 25 ára afmæli kvenfélagsins. Félagið fagnar því 90 ára afmæli á þessu ári. Steinsmiðurinn Gerhard König hefur að undanförnu unnið að viðgerð styttunnar sem er eftir Guð- mund Einarsson frá Miðdal. Það var Yngvi sonur Guðmundar frá Miðdal sem kom sveitarfélaginu í samband listamanninn. Hafmeyjan var ein af fjórum gerðum hafmeyja sem Guð- mundur frá Miðdal hannaði til nota í gosbrunnum. Hún var vígð á fyrstu lýðveldishátíðinni sem haldin var í Skallagrímsgarði 17. júní árið 1954 og stóð sína pligt þar í um hálfa öld. í kringum aldamótin síðustu var hún farin að láta verulega á sjá, var brotin og talið óvíst hvort hægt væri að gera við hana. Hún var því fjarlægð úr garðinum og komið fyrir til að byrja með í áhaldahúsinu og síðar slökkvi- stöðinni þar til hún fór í vörslu Safna- húss Borgarfjarðar. Á hundraðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar árið 2013 var samþykkt að láta gera við styttuna. mm/ Ljósm. gj/hlh Hafmeyjan mætt að nýju í Skallagrímsgarð SK ES SU H O R N 2 01 7 Störf við sundlaugar Borgarbyggðar Annars vegar er um að ræða 60% prósent starf á Kleppjárnsreykjum. Unnið er í fimm daga en frí í tvo daga. Vantar bæði karl og konu. Hins vegar er um að ræða 100% starf í sundlauginni í Borgarnesi, frá 12. júlí 2017. Störfin felast í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörfum, aðstoð við viðskiptavini og þrifum. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Standast hæfnispróf sundstaða Vera með góða þjónustulund Nánari upplýsingar: ingunn28@borgarbyggd.is Minnum á óbreyttan skilafrest auglýsinga Auglýsingar í Skessuhorn þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudögum á netfangið auglysingar@skessuhorn.is. Auglýsendum er einnig bent á heimasíðuna www.skessuhorn.is þar sem boðið er upp á helstu stærðir vefborða. Nánari upplýsingar í síma 433-5500. Kvenfélagskonur úr Borgarnesi slógu hring utan um styttuna, sem upphaflega var gjöf félagsins. Ljósm. gj Unnur Helga Vífilsdóttir var í hlutverki fjallkonunnar í Borgarnesi og flutti ljóð eftir Matthías Jochumsson. Ljósm. gj. Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur var ræðumaður dagsins. Ljósm. gj. Upprunalega verkið, Hafmeyjan í Skallagrímsgarði. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri og Steinunn Pálsdóttir umsjónarkona með Skallagrímsgarði, en Steinka hleypti á þjóðhátíðardaginn vatni að nýju á Hafmeyjuna. Ljósm. gj. Listafólk úr heimabyggð sá um að skemmta gestum við góðar undirtektir. Hér flytja Steinunn Pálsdóttir og Sara Guðfinnsdóttir lag fyrir hátíðargesti. Ljósm. hlh. Kaffisala Kvenfélags Borgarness var að sjálfsögðu á sínum stað í Skallagrímsgarði. Hér gæða Dóra Axelsdóttir, Sigurður Páll Jónsson og Trausti Jónsson sér á vöfflum kvenfélags- kvenna. Ljósm. hlh. Geirlaug Jóhannsdóttir sagði sögu Hafmeyjunnar og endur- gerð hennar. Þess má til gamans geta að amma Geirlaugar og nafna, Geirlaug Jónsdóttir, var formaður garðnefndar Kvenfélags Borgarness í nærfellt hálfa öld. Ljósm. gj. SK ES SU H O R N 2 01 7 Félagsráðgjafi eða sálfræðingur óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar að félagsráðgjafa eða sál- fræðingi til starfa. Um er að ræða 100% starf. Helstu verkefni eru að annast greiningu og meðferð barna- verndarmála, félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð, þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun, þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu og forvarnarstarf og fræðsla. Menntun og hæfniskröfur: Starfsréttindi sem félagsráðgjafi eða sálfræðingur Reynsla á sviði barnaverndar æskileg Lipurð í mannlegum samskiptum Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttar- félags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt starfsmannastefnu Borgarbyggðar er lögð áhersla á starfsþróun og sveigjanlegan vinnutíma og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 10. júlí 2017. Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri í síma 433 7100, netfang: vildis@borgar- byggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- sviðs í síma 840 1522, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is. Fáist ekki félagsráðgjafi eða sálfræðingur til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.