Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Síða 15

Skessuhorn - 21.06.2017, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 15 www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 158. fundi þann 8. júní 2017, samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög: Flatahverfi Hvanneyri - nýtt deiliskipulag Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag fyrir íbúðasvæði og leikskóla í Flatahverfi á Hvanneyri. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinar- gerð dags. 26. maí 2017. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgar- braut 14 í Borgarnesi frá 23. júní til 4. ágúst 2017 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 4. ágúst 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Kveldúlfsgata 29 – lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010–2022 Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Lýsingartillaga tekur til breytingar á nýtingarhlutfalli fyrir Kveldúlfsgötu 29 innan íbúðarsvæðis Í5. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 1,0. Lýsing er sett fram í greinargerð dags 23.05.2017. Málsmeðferð verður í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 23. júní til 21. júlí 2017 og verður einnig aðgengi- leg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, ef einhverjar eru, skal komið á framfæri bréflega eða með tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 21. júlí 2017. 25% afsláttur af öllum vörum frá ZHENZI og ZE-ZE vikuna 19.-24. júní Jónas Sig og hljómsveit hans, Rit- vélar framtíðarinnar, ætla að endur- taka leikinn frá því í fyrrasumar og fara í útilegutúr hringinn í kringum landið. Að þessu sinni verða fleiri dagar og fleiri staðir sem kom- ið verður við á. „Eftirvæntingin er mikil enda finnst þessari hljóm- sveit fátt skemmtilegra en að heim- sækja bæi, þorp og sveitir hringinn í kringum landið, hitta frábært fólk og drekka í sig íslenska náttúru. Síðasta sumar komust oftar en ekki færri að en vildu svo það borgar sig að tryggja sér miða í forsölu. Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á tón- leikum og því ætti enginn að missa af þessu,“ segir í fréttatilkynningu. Jónas og ritvélarnar munu spila við upphaf Ólafsvíkurvöku í Frystiklef- anum í Rifi í Snæfellsbæ föstudag- inn 30. júní nk. mm Hið árlega Norðurálsmót í fótbolta fer fram á Akranesi um næstu helgi, dagana 23. - 25. júní. Mótið er fyr- ir drengi sem spila með 7. flokki, á aldrinum sex til átta ára. Það verð- ur sett í Akraneshöll á föstudaginn klukkan 12 á hádegi, eftir skrúð- göngu sem hefst klukkan 11:15 við bæjarskrifstofur Akraneskaupstað- ar. Að sögn Huldu Birnu Baldurs- dóttur framkvæmdastjóra knatt- spyrnufélags íA verður mótið með hefðbundnu sniði í ár. „Undirbúningur hefur gengið vel. Þetta er náttúrulega mitt fyrsta Norðurálsmót í skipulagningu en ég hef komið þrisvar sinnum sem foreldri með ungan knattspyrnu- kappa á mótið,“ segir hún. Hulda segir fjölda þátttakanda vera svip- aðan og í fyrra en engin erlend lið eru með á mótinu í ár. „Þetta eru í kringum fimmtán hundruð kepp- endur og mikil eftirvænting í liðun- um sem eru að koma. Þetta eru 180 lið frá 31 félagi, að íA meðtöldu.“ Líkt og undanfarin ár er áætlað að þúsundir gesta sæki Akranes heim í tengslum við mótið. „Ef við ger- um ráð fyrir því að það komi for- eldrar og eitt systkini með hverjum iðkanda, eru þetta um fimm þús- und manns sem koma í kringum mótið. Svo eru oft afar og ömmur og frænkur og frændur sem koma, svo það má búast við margmenni á Akranesi um helgina,“ segir Hulda Birna að endingu. grþ íbúum á Ólafsvíkurvelli hef- ur fjölgað, en tjaldarnir sem þar hafa haldið til eru búnir að fá tvo unga úr eggjunum sínum. Hafa þeir við það orðið nokkuð ágengari við leikmenn þegar þeir hafa verið á æfingum. Þeir fylgj- ast alla vega mjög vel með öllu sem fram fer á vellinum og láta þá sem koma of nálægt finna fyr- ir sér. þa Tjaldurinn á Ólafsvíkurvelli búinn að unga út Norðurálsmót á Akranesi um helgina Jónas Sig og ritvélarnar starta Ólafsvíkurvöku 180 sjö manna lið frá 31 félagi munu keppa á Norðurálsmótinu 2017.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.