Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 23 Lýðveldisdagur íslendinga var haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi eins og annars staðar á landinu. Hátíðarhöldin hófust klukkan eitt með skrúðgöngu frá Tónlistar- skóla Stykkishólms að Hólmgarði. Lúðrasveit Stykkishólms fór fyrir skrúðgöngunni með fögrum tón- um. Hátíðardagskrá var í Hólm- garði með hefðbundnu sniði þar sem fjallkonan flutti ávarp og ræðumaður dagsins hélt erindi. Að þessu sinni var Kolbrún Ösp Guð- rúnardóttir fjallkonan og Gísli Sveinn Grétarsson ræðumað- ur dagsins. Einnig voru flutt tón- listaratriði frá lúðrasveit Stykkis- hólms, kór Stykkishólmskirkju og hljómsveitinni Astron. Skemmti- dagskrá var við útivistarsvæði grunnskólans þar sem var karnival- stemning. Þar gat fólk sest á hest- bak, skátarnir voru með kassaklifur og fleira og slökkviliðið sýndi tæki sín og tól. Rúsínan í pylsuendan- um var svo froðurennubraut sem slökkviliðið bjó til í Hótelbrekk- unni og skemmtu börnin sér vel þegar þau renndu sér niður brekk- una. Nokkuð fjölmennt var í bæn- um og þá sérstaklega eftir að það stytti upp. bþb/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir hef- ur nýlega lokið kokkanámi, en hún útskrifaðist sem kokkur í maí og er strax komin í kokkalandsliðið. „Ég hef alltaf haft áhuga fyrir mat- reiðslu og kem úr mikilli matarfjöl- skyldu,“ segir Fanney Dóra sem þó fór ekki beint í kokkanám þrátt fyr- ir áhugann. „Mamma og pabbi eru mjög góðir heimakokkar og það er bara mikill áhugi á mat heima,“ seg- ir Fanney Dóra sem er alin upp í Ólafsvík. Ekki aftur snúið eftir Noregsferðina „Matur og matargerð hefur lengi verið mitt áhugamál og ég les mat- reiðslubækur og horfi á heimilda- myndir um mat,“ segir Fanney Dóra sem starfaði sem kokkur í rúm fimm ár áður en hún ákvað að ljúka kokk- anáminu. Hún sótti um að komast í kokkalandsliðið og fékk inngöngu áður en hún útskrifaðist sem kokk- ur. „Starfstími kokkalandsliðsins er eitt ár og byrjar í júní. Þannig að ég er útskrifuð sem kokkur, en var val- in áður en ég útskrifaðist,“ útskýrir Fanney Dóra. Hún byrjaði á að læra félagsráð- gjöf eftir stúdentspróf, kláraði það nám og vann við það í einhvern tíma eftir útskrift. Samhliða því vann hún sem kokkur. Henni bauðst að fara sem kokkur til Noregs eitt sumar í kringum árið 2012 og hún segir að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir tvær vikur úti ákvað ég að fara ekki aftur í félagsráðgjöf.“ Hugarfarsbreyting gagnvart iðnnámi Matargerðin er henni ástríða og það heyrist á öllu tali Fanneyjar Dóru að hún er komin á rétta hillu. Hún stefnir á frekara nám í matargerð og ætlar í meistarnám næsta haust. Hún segir að kokkanámið sé langt frá því að vera auðvelt, það sé stremb- ið en hún hafi svo gaman að þessu að henni finnst allt koma mjög auð- veldlega. Hún les kokkabækur sér til skemmtunnar og elskar að ræða um mat og matargerð. Umhverf- ið í skólanum hafi getað sameinað þetta allt fyrir hana. Samnemendur og kennarar voru alltaf til í að ræða um matargerð. Kennararnir í skól- anum hafi einnig verið með ástríðu fyrir starfinu. „Þeir eru himnasend- ing til fagsins, Ragnar Wessman og Sigurður Daði. Allt sem ég er að gera finnst mér rosalega skemmtilegt og lang- ir vinnudagar eru ekkert sem angr- ar mig. Mér finnst ég ekki vera að vinna allan daginn,“ segir Fanney Dóra sem spjallar við blaðamann Skessuhorns að morgni eftir sextán klukkustunda vinnudag daginn áður. Hún segir að þegar hún var á sín- um tíma að velja sér framtíðarstarf hafi henni verið bent á þessa löngu vinnudaga. Þeir væru ekki mjög fjöl- skylduvænir. Þess utan gætti þess ör- lítið að iðnnám hefði yfir sér einhver blæ að vera verra nám þegar hún var að velja sér framtíðarstarf. „Það hef- ur orðið einhver hugarfarsbreyting varðandi iðnnámið,“ segir Fanney Dóra og bendir á að það sé mikil- væg þekking í iðnnámi sem ekki má glatast. Íslenskt hráefni í matargerð Eftir Noregsdvölina fór Fann- ey Dóra til Brighton í Englandi og starfaði á veitingastað í tvö ár sem heitir Jamie‘s Italian, áður en hún kom heim til íslands aftur fyr- ir ári síðan. Hún fékk vinnu sem kokkur á veitingastaðnum Slippn- um í Vestmannaeyjum síðasta sum- ar, þar sem hún starfar enn. Slipp- urinn er í hópi fjögurra bestu veit- ingastaða Norðurlandanna sam- kvæmt White Guide Nordic, sem velur bestu veitingastaði á Norður- löndunum. Matreiðslan þar sé allt önnur en hin ítalska matreiðsla sem hún stundaði í Brighton. Hún hafi í raun uppgötvað hvað það er mik- ið af hráefnum í íslenskri náttúru. „Eftir að ég fór að vinna þarna þá sé ég hvað það er mikið í boði, til dæmis bara í heimabyggðinni,“ seg- ir hún. Það sé eitthvað sem hafi ekki hvarflað að henni þegar hún flutti frá Ólafsvík aðeins 16 ára gömul til að stunda nám við Menntaskólann á Akureyri. „Ég vildi bara flytja til Reykjavíkur, þar sem var bíó og allt að gerast,“ segir Fanney Dóra og hlær. íslendingar hafi ekkert síðri hráefni en aðrar þjóðir, til dæmis jurtir og söl. „Fólk nýtti sér þetta hér áður. En svo missti það niður þekkinguna þegar innfluttur matur fór að vera meira áberandi.“ í dag finnst henni ekkert óvenjulegt að fara út í náttúruna fyrir vinnu til að tína jurtir sem á að nýta til matar- gerðar. „Hér í Vestmannaeyjum er mikið í boði af náttúrunnar hendi, ekki síður en á Snæfellsnesi,“ segir hún að endingu. klj Með ástríðu fyrir matargerð Fanney Dóra Sigurjónsdóttir frá Ólafsvík var valin í kokkalandsliðið Hér safnar Fanney Dóra hráefni beint úr íslenskri nátturu fyrir kvöldið. Þar kemur hvönnin sterkt inn. Veitingastaðurinn sem hún starfar á notar mikið af fersku íslensku hráefni. Fanney Dóra nýútskrifuð sem kokkur í vor. Líf og fjör á sautjánda júní í Stykkishólmi Selurinn sem sést á myndinni fangaði athygli barna sem virtu hann fyrir sér af áhuga. Það var mikið stuð í Hótelbrekkunni þar sem slökkviliðið hafði komið upp froðurennibraut. Gísli Sveinn Grétarsson var ræðumaður dagsins. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir var fjallkonan í ár og flutti ávarp í Hólmgarði. Það er alltaf jafn vinsælt að setjast á hestbak og sumir gerðu það eflaust í fyrsta sinn á 17. júní.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.