Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201726 allar bækur sem ég las. Hugmynd- in af Álfabókunum varð kannski til vegna þess að velti fyrir mér hvern- ig ég gæti minnkað bókasafnið mitt. Ég átti íslendingasagnaútgáfuna í 42 bindum og þær urðu kveikjan. Ég ákvað að reyna að láta þessi 42 bindi rúmast í vindlapakkanum mínum ef ég þyrfti að flytja þær á milli landa, þannig gat ég tekið þær með mér í flug án þess að bogra yfirvigt,“ segir Gulli léttur í bragði. „Það tókst og síðan vatt þetta upp á sig. Bókasafnið mitt varð minna og minna og þegar ég var kominn með flestar bækurnar sem ég átti í form Álfabóka þá gaf ég stærstan hlutann af safninu.“ Vill alltaf bæta sig Gulli Ara segist ætla að halda áfram að gera Álfabækur næstu árin, hann eigi margt ógert, margar hugmynd- ir sem þurfi að leysa. „Ég hef verið að gera Álfabækur sleitulaust und- anfarin átta ár, þær eru mikil ögrun og halda mér við efnið. Ég er alltaf að reyna að bæta mig, reyna að gera betur í dag en í gær,“ segir Gulli en eitt verk tekur býsna langan tíma. „Á meðan ég er að vinna er tími ekki til fyrir mér. Það tekur drjúga stund að búa til grunninn að verkinu; smíða, skera út, mála, saga, prenta og líma. Ég er alltaf með mörg verk í takinu hverju sinni.” Gulli vinnur oftast ekki út frá eig- inlegu þema. „Það er ekkert sérstakt þema í verkum mínum nema hvað ég er alltaf með lítinn álf sem er eins konar verndari verksins. Síðan reyni ég að muna eftir að hafa eina bók eftir mig. Verkin eru eingöngu með bókum sem ég á sjálfur og í sum- um þeirra eru lítil málverk sem eru smækkaðar myndir af mínum eigin málverkum. í einu verkanna á Bóka- safni Akraness eru allar bækur sem ég hef átt og tengjast Halldóri Lax- ness með einum eða öðrum hætti. Síðan hef ég gert nokkur þemaverk, til dæmis verk með öllum bókum Vigdísar Grímsdóttur og annað með bókum Þorsteins frá Hamri auk þess sem Vestmannaeyjabær keypti verk sem innihélt bækur sem tengdust bæjarfélaginu.“ Býr eins og fordekraður sígauni Gulli býr í húsbílnum sínum á tjald- svæðinu á Akranesi meðan á sýn- ingu stendur á Bókasafni Akraness. „Ég kann vel við mig í húsbílnum þar sem ég ætla að halda til í sumar. Eftir sýninguna hér á Akranesi dóla ég norður á bóginn og sýni heima á Dalvík í ágúst. Það verður síðasta sýning mín á íslandi í bili. Ég kann vel við flökkulífið en ég ferðast nátt- úrlega eins og fordekraður sígauni í lúxushúsbíl,“ segir Gulli og brosir. Hann segist kunna vel við sig á Akra- nesi og fer fögrum orðum um bóka- safnið. „Ég hef aðallega sýnt verk mín á bókasöfnum sem er í sjálfu sér ágætt. Eini ókosturinn er sá að söfnin eru oftast lokuð um helgar. Bókasafn Akraness er frábær stað- ur og mjög öflugt bókasafn. Kraft- urinn í starfseminni er mikill og þar er valinn maður í hverju rúmi. Ég er ánægður með hversu vel er hugað að börnum, hér eru námskeið í skap- andi skrifum sem margir sækja og ýmislegt fleira. Það kæmi mér ekk- ert að óvart þótt næstu Nóbelsverð- laun íslendinga færu til Akraness.“ Framhaldið hjá Gulla eftir sumar- ið er að fara til Danmerkur. „Ég hef fengið mikla hvatningu frá fólki sem ég þekki í Danmörku um að sýna verkin mín og ég stefni að því að reyna fyrir mér þar. Ég þekki Dan- mörku vel og hef búið þar um lang- an tíma allt frá 1974. Ég hlakka mik- ið til að komast í burtu frá þessari íhaldseyju sem ísland er, segir Gulli að endingu og brosir. Hægt er að fylgjast með Gulla Ara á Facebo- ok, bæði undir Gudlaugur Arason Gulli Ara og einnig Garason. bþb Skákhátíð í Árneshreppi verður haldin dagana 7. til 9. júlí næst- komandi. Þar gefst áhugamönn- um kostur á að spreyta sig gegn sumum af bestu skákmönnum ís- lands. Meðal þeirra sem þegar eru skráð til leiks eru Guðmundur Kjartansson nýbakaður íslands- meistari, stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova og landsliðs- konan Guðlaug Unnur Þorsteins- dóttir. Hátíðin hefst með tvískákar- móti og brennu í Trékyllisvík föstudagskvöldið 7. júlí kl. 20. í tvískák eru tveir saman í liði og iðulega afar heitt í kolunum. Há- punktur hátíðarinnar verður laug- ardaginn 8. júlí í félagsheimilinu, minningarmót Jóhönnu Krist- jónsdóttur 2017. Jóhanna, sem lést 11. maí síðastliðinn, var með- al ötulustu liðsmanna Hróksins og hafði jafnframt sterk tengsl við Árneshrepp. Yfirskrift hátíðarinnar er sótt í kjörorð Jóhönnu: „Til lífs og til gleði“. Minningarmótið hefst klukkan 14 og verða tefldar átta umferðir, með 10 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun á mótinu eru í senn veg- leg og óvenjuleg, m.a. listaverk sem Guðjón Kristinsson frá Dröng- um og Valgeir Benediktsson í Ár- nesi vinna sérstaklega af þessu til- efni. Þá verða ýmsir munir úr fjar- lægum löndum, vegleg gjafabréf og fleiri vinningar. Á laugardags- kvöldið verður hátíðarkvöldverður í félagsheimilinu, þar sem ýmislegt verður til skemmtunar og verðlaun á minningarmóti Jóhönnu afhent. Hátíðinni lýkur með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði sunnudaginn 9. júlí kl. 12. Þar verða tefldar 5 mínútna skákir, 7 umferðir, og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Norðurfjarðarmeistarinn 2017. Hrókurinn hefur um árabil efnt til skákviðburða í Árneshreppi og þangað hafa flestir bestu skák- menn landsins og fjölmargir áhugamenn lagt leið sína á skák- mót og hátíðir. Árneshreppur er afskekktasta og fámennasta sveit- arfélag á íslandi, en jafnframt eitt hið fegursta og stórbrotnasta. Það er Hróknum mikið gleðiefni að geta nú boðað til hátíðar und- ir kjörorðunum: „Til lífs og til gleði.“ Áhugasamir ættu að skrá sig sem fyrst hjá hrafnjokuls@ hotmail.com eða chesslion@ hotmail.com. -fréttatilkynning Minningarmót Jóhönnu hápunktur skákhátíðar í Árneshreppi Svipmynd frá Árneshreppi á Ströndum, sem er afkekktasta og fámennasta sveitarfélag á Íslandi, en jafnframt eitt það fallegasta. Jóhanna Kristjónsdóttir lést 11. maí síðastliðinn. Um þessar mundir sýnir Guðlaug- ur Arason, eða Gulli Ara, myndverk- in sín Álfabækur á Bókasafni Akra- ness. Sýningin var opnuð 2. júní og mun standa fram til næstu mánaða- móta. Verkin eru nokkuð óvenju- leg en í einu verki af Álfabókum eru oft yfir tvöhundruð pínulitlar bæk- ur, útgáfur af þekktum bókum inn- lendum og erlendum, auk þess sem einn álfur er í öllum verkunum til að gæta bókanna. „Þetta er ný tegund af myndlist sem hefur ekki sést áður hér á landi. Ég fékk hugmyndina suður í Sviss þar sem ég bjó í nokkur ár, en í Suður Evrópu er gömul hefð fyrir gerð smábóka af ýmsu tagi. Þær bækur eru flestar lófastórar og fólk getur lesið í þeim. En Álfabækurnar mínar eru miklu minni, sumar ekki stærri en nögl á fingri,“ segir smá- bókasmiðurinn. Tvö bréf sama daginn réði nafninu Nafn verkanna, Álfabækur, má segja að sé nokkuð framandi en Gulli seg- ir söguna bakvið nafnið nokkuð sér- staka. „Ef ég á að reyna rekja þá sögu í eins stuttu máli og ég get þá var ég að skrifa skáldsögu fyrir átta árum sem tengdist álfum. Á meðan ég var að skrifa fékk ég hugmyndina af Álfa- bókunum. Ég vissi ekki hvað ég ætti að kalla verkin því þau voru öðruvísi en hin hefðbundna smábókagerð. Ég velti þessu mikið fyrir mér, ég var í nánum bréfaskrifum við Tove vinkonu mína í Danmörku, vegna skáldsögunnar, en sú kona þekkir heim álfa betur en aðrir sem mér er kunnugt um. Hún er mjög næm; er berdreymin, skyggn og talar við álfa. Hún á ekki sjónvarp, tölvu eða önn- ur raftæki, hún verður fárveik ef hún er í námunda við slík tól. Öll okkar bréfasamskipti voru því upp á gamla mátann með umslagi og vel sleiktum frímerkjum. Tove var vel kunnugt um að ég var að fást við þessar litlu bækur, ég sendi henni alltaf eitt ein- tak í hverju bréfi. Einn góðan veður- dag datt mér í hug að ég ætti að kalla bækurnar Álfabækur. Ég skrifaði Tove bréf og bar nafnið undir hana. Örfáum dögum síðar fékk ég bréf frá Tove sem var skrifað sama dag og ég hafði sent henni mitt bréf. Þar stóð aftast í bréfinu: “P.S. Gulli, af hverju kallar þú bækurnar þínar ekki bara álfabækur? Eftir þetta var ekki aftur snúið,“ segir Gulli og brosti. Vildi koma Íslendinga- sögunum í vindlapakka Áður en Gulli hóf að búa til Álfa- bækurnar fékkst hann mikið við rit- störf og sendi meðal annars frá sér tvær verðlaunaskáldsögur áður en hann var þrítugur; Víkursamfélagið og Eldhúsmellur. Þótt hann segist alltaf vera að skrifa eitthvað, einbeiti hann sér þó einkum að annars konar bóka- gerð þessa dagana. „Bækur hafa ver- ið mitt líf og yndi nær alla tíð, það breytist ekki. Ég nýt þess að skapa bækur og útlit bóka skiptir miklu máli. Bækur eru líka stofustáss; fólk getur lesið vonda og illa skrifaða bók en sett hana síðan upp í hillu því hún er svo falleg á kjölinn. Bókasafnið mitt var orðið mjög umfangsmikið fyrir átta árum, þúsundir bóka sem ég kom hvergi fyrir, ég þurfti að eiga Sýnir Álfabækur á Akranesi og býr í húsbíl á meðan Guðlaugur Arason við hluta af verkunum sem sýnd eru í Bókasafni Akraness. Guðlaugur við húsbílinn sem er heimili hans í sumar. Sýnishorn úr verki eftir Guðlaug.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.