Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Side 11

Skessuhorn - 26.07.2017, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 11 Næstu blöð af Skessuhorni Skessuhorn kemur út samkvæmt venju miðvikudaginn 2. ágúst. Vegna sumarleyfa kemur ekki út blað miðvikudaginn 9. ágúst, en þann dag kemur starfsfólk úr fríi. Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Tvö skemmtiferðaskip voru í Grundarfirði síðasta fimmtudag. Bundið við bryggju lá Le Soleal, sem gert er út af fyrirtækinu Pont- ant og tekur 264 farþega. úti á firð- inum lá síðan Star Legend við an- keri, en það er 212 farþega snekkja sem gerð er út af Windstar Crui- ses. Ferðalangar á Le Soleal höfðu arkað yfir landganginn og brugðið sér í bæjarferð. Á meðan voru far- þegar Star Legend ferjaðir til og frá landi á litlum farþegabátum. Margmenni var á hafnarsvæðinu og í miðbæ Grundarfjarðar, kaffi- hús bæjarins þétt setin enda ekki á hverjum degi sem tvö skemmti- ferðaskip heimsækja bæinn á sama tíma þó það komi vissulega fyrir. kgk Unglingalandsmót Ungmenna- félags Íslands er árviss viðburður á verslunarmannahelgi, ætlað ung- mennum á aldrinum 11 til 18 ára. Mótið var fyrst haldið á Dalvík árið 1992 og því verður mótið í ár 25 ára afmælismót. Jafnframt verð- ur það tuttugasta árlega mótið, en fyrst um sinn var unglingalandsmót haldið á tveggja ára fresti. Móts- haldari Unglingalandsmóts UMFÍ 2017 er Ungmenna- og Íþrótta- samband Austurlands og verður mótið haldið á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir því að vel á ann- að þúsund keppendur skrái sig til leiks og búast má við um og yfir tíu þúsund gestum í heildina. Keppt verður í meira en 20 íþróttagrein- um á mótinu og hægt verður að prófa sig í fjölmörgum öðrum. Til viðbótar við íþróttakeppnir verð- ur margs konar afþreying í boði á meðan mótinu stendur fyrir kepp- endur og aðra gesti, s.s. kvöldvökur þar sem landsþekktir tónlistarmenn munu troða upp. Unglingalandsmótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og stendur til sunnudagsins 6. ágúst. Mótið er opið öllum frá aldrinum 11 til 18 ára og geta allir skráð sig til leiks, sama hvort þeir séu skráðir iðkend- ur í íþróttafélagi eður ei. kgk Le Soleal við bryggju til vinstri í mynd. Fjær má sjá Star Legend við ankeri úti á firðinum og litla farþegabáta ferja farþegana til og frá skipinu. Skip við skip í Grundarfirði Frá keppni í hástkökki á Unglingalandsmóti UMFÍ í fyrra, sem haldið var í Borgar- nesi. Ljósm. úr safni. Unglingalandsmót á Egilsstöðum um verslunarmannahelgi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.