Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.07.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 201716 Nýverið var séra Hjálmar Jóns- son, fyrrum sóknarprestur í Dóm- kirkjunni og alþingismaður, ráðinn sóknarprestur í Staðastaðarpresta- kalli til fjögurra mánaða. Hjálmar er einn reynslumesti prestur lands- ins en hefur að mestu leyti starfað sem prestur í fjörutíu ár ef frá eru talin árin hans á Alþingi. Ástæð- an fyrir skipun Hjálmars til bráða- birgða í sóknina, er sú að séra Páll Ágúst Ólafsson, fyrrum sóknar- prestur á Staðastað, var færður til í starfi og tók við sem héraðsprest- ur Vesturlandsprófastsdæmis 1. júlí síðastliðinn. „Ég baðst lausnar frá embætti mínu við Dómkirkjuna fyrr í vetur og hélt kveðjumessu mína í maílok. Ég hafði í hyggju að taka því rólega í sumar og spila golf,“ segir Hjálmar sem orðinn er 67 ára. „Það var fyrir skömmu síðan að biskup bað mig að taka við sem sóknarprestur á Staða- stað um tíma og ég féllst á það. Hlýjar móttökur Staðastaður er sögufrægur stað- ur bæði á Íslandi sem og í íslenskri kirkjusögu. Ari fróði Þorgilsson var vígður til prests af Gissuri bisk- upi Ísleifssyni og settist að á Stað á Ölduhrygg, sem nú heitir Staða- staður. Mögulega var Íslendingabók þar rituð. „Ég þekki staðinn ekki mikið en ég tengist Snæfellsnesinu nokkuð. Konan mín, Signý Bjarna- dóttir, er frá Bjarnarhöfn og báð- ar dætur mínar búa á Snæfellsnesi; Sigríður í Grundarfirði og Ásta Sól- veig í Stykkishólmi. Ég þekki nokk- uð af fólki í þessu víðfeðma presta- kalli og hef þessar vikurnar verið að fara um og hitta fleiri. Ég hef hitt margt fólk úr sóknarnefndunum og hef kynnst nýju fólki á þeim skamma tíma sem ég hef starfað hér. Það er fólk sem ann sínum kirkjum og vill hafa kirkjulífið í góðum skorðum sem þátt í tilveru sinni. Hér hafa allir boðið mig velkominn og ég hef fengið hlýjar móttökur. Prestssetrið er reyndar ekki laust eins og er en þau mál hljóta að eiga sínar lausn- ir eins og öll mál. Ég ætla mér þó að búa í sveitinni hvar sem það mun vera. Að undanförnu hef ég hald- ið til á Arnarstapa og þar er gott að vera. Ég fékk elskulega kveðju frá vísnavini mínum í Borgarfirði, Dagbjarti Dagbjartssyni í Hrísum, um daginn, en hún hljómar svo: Víða tvinnast vinaband, virðast fáir tálmar. Velkominn á Vesturland vertu, séra Hjálmar. Vill gera upp kirkjurnar í sókninni Í Staðastaðarprestakalli eru sjö kirkjur og hver sókn því fámenn. Hjálmar hefur undanfarið skoð- að kirkjurnar og ástand þeirra. „Í sókninni eru kirkjur sem hafa þjón- að mörgum kynslóðum og eiga stað í hjarta margra. Viðhaldið á þeim er hins vegar örðugt og kostnaðarsamt fámennum sóknum. Ég vil gjarnan skoða það með heimafólki hvernig megi lagfæra og fegra þar sem þess er þörf. Ég veit að heimafólk hefur fullan hug á því. Geti ég orðið að liði þykir mér vænt um það,“ segir Hjálmar sem vill einnig opna kirkj- urnar fyrir almenningi. „Erlendir ferðamenn sem hingað koma vilja gjarnan kynnast menningu og sögu þjóðarinnar. Kirkjurnar eru dýr- mætur þáttur í því. Falleg kirkja í vel hirtum garði er staðarprýði. Kirkju- garðarnir og rækt við minningu fyrri kynslóða skiptir máli. Vissulega er alltaf einn og einn ferðamaður sem gengur yfir ákveðin mörk í opnum kirkjum en yfirgnæfandi meirihluti hagar sér skikkanlega. Á Íslandi eru kirkjur mikið til lokaðar almenn- ingi þegar ekki eru guðsþjónustur. Ég er hins vegar hlynntur því að opna kirkjur meira eins og þekkist víða erlendis. Ég sé tækifæri í því í Staðastaðarsókn að opna kirkjurnar og finnst það í raun skynsamlegt og eðlilegt.“ Ætlar ekki að blanda sér í deilur Undanfarin misseri hefur verið mikill urgur í Staðastaðarprestakalli sem engum hefur dulist. Var sókn- arfólk óánægt með að sr. Páll Ágúst Ólafsson, fyrrum sóknarprestur, hafi ekki búið á svæðinu. Sr. Páll Ágúst flutti upphaflega af staðnum vegna myglu í prestsbústaðnum en flutti ekki aftur inn þrátt fyrir kostnaðar- samar endurbætur sem gerðar voru á bústaðnum. Sr. Páll Ágúst tók í byrjun þessa mánaðar við starfi hér- aðsprests Vesturlandsprófastsdæm- is. Hjálmar segist ekki vera að taka tímabundið við starfi sóknarprests til að leysa þær deilur sem uppi hafa verið. „Ég ætla að stunda prests- þjónustuna svo vel sem ég get en ég hef lítinn áhuga á að blanda mér inn í deilur. Það á ekki að taka gam- alt mál inn í nýtt. Hins vegar vil ég segja svona almennt að allar deilur hafa sínar lausnir og svarið við þess- um lausnum liggur hjá málsaðilum. Eitt af því sem ég lærði helst í starfi mínu sem alþingismaður var að nið- urstöðu þarf í hvert eitt mál. Oft á tíðum vorum við í þinginu mjög ósammála um ákveðna hluti og hvað gera skyldi. Þau erfiðu verk- efni sem lágu fyrir þurfti að leysa og þau voru leyst. Oft voru ekki all- ir sáttir með niðurstöðuna en dag- inn eftir heilsaðist fólk og tókst á við verkefni nýs dags í sameiningu. Við erum ekki alltaf sammála en ef aðilar ætla að leysa vandamál þarf að sýna auðmýkt. Samræðulistin er merkilegt fyrirbæri og skilar oft góðum árangri þar sem fólk nær að kynnast öllum sjónarmiðum máls- ins,“ segir Hjálmar. Hjálmar vill meina að krist- indómurinn sé mjög einfaldur í grunninn en hann sé oft á tíðum flæktur óþarflega. „Kjarni kristn- innar er mjög einfaldur en í mann- heimum getur flækjustigið orðið mjög hátt. Það sem er erfiðast við deilur innan kirkjunnar er sú stað- reynd að fólk veit að deilurnar eru andstæðar kristninni. Sérstaklega er það þó andstætt kristindómi að leiða ekki deilur til lykta.“ Karabíska hafið og Sauðárkrókur Þrátt fyrir að hafa sagt starfi sínu sem sóknarprestur Dómkirkjunnar lausu fyrr á þessu ári mun Hjálm- ar þó ekki slá slöku við á næst- unni. Hann hefur tekið að sér far- arstjórn í karabíska hafinu eftir að hafa lokið erindi sínu á Staða- stað. Frá næstu áramótum mun hann svo þjóna sem sóknarprestur á Sauðárkróki í námsleyfi núver- andi prests. „Þegar ég sagðist ætla að hætta störfum fyrr á þessu ári trúðu mér ekki margir og sögðu sumir að ég gæti það ekki. Eflaust er eitthvað til í því. Ég hef starf- að nokkrum sinnum sem farar- stjóri og er ekki ólíkt prestsstarf- inu að því leyti að maður er bæði að leiða og þjóna, ég kann því vel,“ segir Hjálmar. Hann segist alls ekki hafa verið viss um hvort hann væri maður í starfið í upphafi fer- ilsins sem fararstjóri. „Fyrst þegar það var borið undir mig að verða fararstjóri sagði ég við ferðaskrif- stofufólkið að ég hefði aldrei ver- ið fararstjóri áður og spurði hvern- ig í ósköpunum ég ætti að leið- segja fólki um staði sem ég hefði aldrei sjálfur komið til. Þau svör- uðu því til að það yrði nú lítið mál fyrir mig þar sem ég hafði unnið í áratugi við að leiðbeina fólki til himnaríkis án þess að hafa nokk- ur tímann komið þangað. Ég hafði þá ekki fleiri mótbárur uppi,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Fermingarbörnin stýra nú samfélaginu „Áður en þetta kom til með Staða- stað hafði biskup spurt mig hvort ég hefði hug á að þjóna á Sauð- árkróki. Því tók ég fegins hendi. Ég var sóknarprestur Sauðár- króksprestakalls í fimmtán ár, frá 1980-1995, og prófastur Skagfirð- inga frá 1982 þangað til ég fór á þing. Ég hlakka til þess og þar mun ég hitta fyrir gamla og góða vini. Það verður einnig gaman að sjá og kynnast því að börnin sem ég skírði og fermdi stjórna nú sam- félaginu í ríkum mæli. Mér þyk- ir mjög vænt um að eiga þess kost að þjóna Skagfirðingum aftur. En eins og staðan er núna er ég að einbeita mér að Staðastað og ég hlakka mjög til þess að takast á við það verkefni. Ég hef fengið hlýj- ar móttökur í sveitinni og ég held að þetta verði góður tími,“ segir Hjálmar að endingu. bþb „Ég hef fengið hlýjar móttökur í sveitinni og ég held að þetta verði góður tími“ Hjálmar Jónsson, fyrrum dómkirkjuprestur og alþingismaður, mun þjóna Staðastaðarprestakalli næstu mánuði Hjálmar Jónsson fyrrum sóknarprestur í Dómkirkjunni mun taka tímabundið við Staðastaðarprestakalli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.