Skessuhorn - 26.07.2017, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 26. JúLÍ 2017 23
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á
krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á
netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið
að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut
56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið
verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá
Skessuhorni.
Alls bárust 49 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin
var: „Rómantík.“ Vinningshafi er Jóna Kristrún Sigurðardóttir, Höfðagrund
14c, 300 Akranesi.
Máls-
háttur
Viðbót
Næði
Aldur
Ról
Til
Strax
Hnýti
Dag-
leið
Étandi
Farm-
rúm
Gróður
Yrkja
Stríðir
Ras
Eld-
stæði
Metnar
Gáll
Tónn
Öf.tvíhlj
Kássa
Borð-
stokkur
Mjög
Ötular
Vel-
gengni
Glæran
5 8 Tóm
Krúsin
Ójafna
Slæm
Fæddu
Sumbl
Skortur
Skæði
Geta
Góður
Hvílir
Samhlj.
Otar
fram
Skán
Kögur
Temur
Linir
Æstar
Ilmjurt
Hraði
7 Skýr
Teppi
Plat
Hlýt
Á fæti
2 Ágóða
Dimma
Óvild
Kona
Bundið
Terta
100
4
Glufan
Röstin
Þátt-
taka
Grá
Heitir
Skylda
Sálir
Eind
Beljak-
ar
Læti
Form
Kúla
Loft-teg
Sýl
Úlf
Vökvar
Greiða
Tölur
Hélt
Átt
Hól
6 Tölur
Hafrót
Tangi
1
Ílát
Vesæll
Karl
Eink.st.
Berg-
mála
50
Koss
Taut
Korn
Rödd
Svik
Tónn
Sk.st.
Þjappa
Lögg
Sæti
Sunna
Slöpp
3 Eins
150
Sæti
Ílát
Afinn
Vigt-
aði
Hita-
svækja
Veð
3
Viðmót
Átt
Hvíldi
1 2 3 4 5 6 7 8
S J A R M E R A N D
Á L A A F A R E I
Y L U R T R A F
R A S K I L R Á S
G Ð A T R I Ð I N
A N D I E I R Æ L L U N I
M Ó R A L M I K I L R Ó T
A T A A F T A N U T A N T
L A G Ó A R T N R M Á T A
D A L A R Ú F U R T A
A Ð A E I R A Á S A T S A
G A P Ó N T R É N A K K
S L Ó A D A M R Ú R A K
L A E I M A R L I A A
B E R A F T U R E L D I N G
B Ó G Í A G L Æ S I L E G T
N A T I N N L Ó M Ó A R
O R Ð G Á L L S K I L R V
R Ó M A N T Í K
L
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Vísnahorn
Enn hef ég ekki fengið
nein viðbrögð við beiðni
minni um vísur eftir Dala
Jóa eða Jóhann Kristjáns-
son frá Bugðustöðum.
Veit þó að töluvert er til eftir hann af hesta-
vísum og örugglega eitthvað af annars konar
kveðskap sem nú gæti verið í glathættu. Hér
koma samt nokkrar hestavísur eftir Jóa ef þær
gætu orðið til að hreyfa við einhverjum:
Fremur stutt ég fer á Gorm.
Finnst hann vanta þorið.
En gaman væri að fá í form
folann undir vorið.
Svo nálgast vorið og breytingarnar láta ekki
á sér standa:
Það er að heyra af hófagamm
heldur meira fer hann,
komin eyrun eru fram
eitthvað fleira sér hann.
Upplitið er orðið kátt
ekkert fát við tauminn,
ófeiminn með höfuð hátt
horfir beint í glauminn.
Og svo ein vetrarlegri:
Makkann hringar, hækkar brá
hátt við syngur skóinn.
Svellin springa, flísar frá
falla kringum jóinn.
Heiti ég nú á aldraða Dalamenn og aðra þá
sem yfir fróðleik kynnu að búa að duga mér
nú drengilega og láta ekki kveðskap Jóa glat-
ast.
Pétur Georg var um skeið í útvarpsráði. Eitt-
hvað fannst honum stundum orðalag í til-
kynningum og fleiru undarlegt og nýtti sér
það til framleiðslu eftirfarandi vísu:
Samkvæmt heimild háeff Ver
Hörður emmbé fundinn er,
sást frá essess Esjunni,
ennennvaff af Straumnesi.
Ýmsir hafa spreytt sig á sléttuböndum í tím-
ans rás og vafalaust misjafn árangur eins og
gengur. Þessi eru eftir Pétur Sigurðsson og
engin ástæða til að finna neitt að þeim:
Stækkar njóli, hlíðar hól
heiðblá fjóla klæðir,
hækkar sóley, bygðar ból
blessuð sólin græðir.
Margir kannast eða að minnsta kosti könnuð-
ust við orðalagið „Maður guðs og lifandi“. Nú
hef ég enga hugmynd um hvernig það er til
komið en til er gömul vísa þar sem þetta kem-
ur fyrir og kveðið um konu sem notaði þetta
orðalag ósparlega:
Heyra myndirðu hjá mér orð,
hefði ég verið skrifandi.
Margoft sagði menjaskorð:
„Maður Guðs og lifandi.“
Hinsvegar veit ég ekki betur en það hafi verið
Anna frá Steðja sem orti:
Það er margt sem móti blæs,
maður lifandi.
Ég er orðin illa læs
og ekki skrifandi.
Guðjón á Hermundarstöðum var um tíma
vinnumaður norður í Hrútafirði á yngri árum.
Þar var samtíða honum stúlka sem Guðrún
hét og hafði á orði að aldrei myndi hún gift-
ast Sunnlendingi hvað sem á dyndi. Af því til-
efni kvað Guðjón:
Af kærleiksbrunni beyskist öl
baugarunnum slyngum,
ef hún Gunna er ekki föl
okkur Sunnlendingum.
Þessi mun líka vera eftir Guðjón en ekki skal
ég fullyrða neitt um það hvort hún hefur
fæðst af sama tilefni eða þá hver alvara hefur
fylgt hafi svo verið:
Enginn skal neitt á mér sjá,
eða merki finna,
þó ég horfi hrundar á
hallir vona minna.
Einu sinni var það talið gáfumerki að hafa
hátt enni. Svo getur þó farið að ennið hækki
örlítið með árunum jafnvel án þess gáfurn-
ar vaxi merkjanlega en það er þó erfiðara að
standa uppi í hárinu á viðkomandi. Sigurjón
Þorgrímsson skaut eftirfarandi vísu að sessu-
naut sínum á fundi en gáfulegur maður var í
ræðustól:
Varaðu þig á beiti brands,
við brögðin er hann kenndur
og framan til á höfði hans
í hárinu enginn stendur.
Eftirfarandi vísur eru æði gamlar orðnar en í
fullu gildi enn og geta sem best átt við bæði þá
sem einhverra hluta vegna hafa náð sér í sinn
ríflega skerf af gjaldmiðlum heimsins nú eða
bara þá sem eru orðnir leiðir á rigningunni.
Höfundur mun vera Júlíus Rafn Símonarson:
Marga sá ég meinakind
metum ná hjá flónum
uppi á háum heillatind
hampa gljáum krónum.
Met ég fátt við mannkynið,
má þó sáttur una,
mér er grátt í geði við
guð og - náttúruna.
Nú eru flestir hættir að yrkja rímur en einn
þátturinn í þeim menningararfi var mansöng-
urinn sem var á undan efnisþætti hverrar rímu
fyrir sig. Svona sambærilegt við auglýsingar á
milli þátta í sjónvarpinu nema skáldið ávarp-
aði þar nærliggjandi heimasætur og vinnukon-
ur og reyndi kannske örlítið að spreka þeim til
– Ef ske kynni? Eftirfarandi mansöngur mun
þó vera til þess að gera nýlegur og eftir Þórar-
inn M Baldursson:
Ef þú vildir vera svo
væn að þagna góða,
eg skal kveða á við tvo
obba minna ljóða.
Gleðja mun þig mærin best
minna stefja kliður
ef þú gætir aðeins sest
örstund hjá mér niður.
Brátt frá mansöng mér ég vík,
mína spyr ég vinu:
Væri hugmynd slæm, sem slík,
að slökkva á sjónvarpinu?
Heyrðu bjarta baugalín,
byrjar núna ríman.
Litla hjartans ljúfan mín,
leggðu frá þér símann.
Ég hef verið beðinn um að spyrjast fyrir hvort
nokkur kannist við eftirfarandi vísu og viti þá
um höfund? Ætli við látum það ekki verða
lokaorðin að sinni:
Þú sem málar mærðarklið
mann ókenndan viður,
stattu á nálum firrtur frið,
fáðu sálar kafaldið.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Litla hjartans ljúfan mín - leggðu frá þér símann!