Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 16
Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201716
Mikil umræða
hefur verið á
Vesturlandi, líkt
og í öðrum lands-
hlutum, um að
efla matvælafram-
leiðslu og þá sér-
staklega framleiðslu minni framleið-
enda sem oftar en ekki tengist ferða-
þjónustu á svæðinu. Verkefnið hef-
ur sterka tengingu við Sóknaráætl-
un Vesturlands og sett markmið eru
í takt við áætlunina og þá framtíðar-
sýn Vestlendinga sem Sóknaráætlun
endurspeglar.
Markmið Matarauðs Vesturlands
eru að;
efla matvælaframleiðslu, •
fullvinnslu hráefnis í héraði, •
sölu beint frá býli, •
hráefnisnotkun úr heimahéraði á •
veitingastöðum og
matartengda upplifun á Vestur-•
landi.
Vinna að ofangreindum markmið-
um er í gangi og hefur verkefnastjóri
Matarauðs Vesturlands ásamt verk-
efnastjóra áfangastaðaáætlunar Vest-
urlands og Matarauði Íslands, unnið
að kortlagningu tækifæra og áskorana
á Vesturlandi. Sú vinna mun halda
áfram með heimsóknum til fram-
leiðenda og veitingahúsa á Vestur-
landi fram á haust. En við látum ekki
þar við sitja. Matarauður Vesturlands
stendur fyrir viðburðum og stefnu-
móti ásamt fræðslu og samvinnu við
ýmsa opinbera aðila til að vinna að
settum markmiðum í vetur.
Þú ert að lesa blað sem er liður í
því að sýna hvað er í boði af mat og
matartengdri upplifun á Vesturlandi.
Hér eru því engan veginn gerð tæm-
andi skil, en efnistök blaðsins eru fjöl-
breytt og safarík eins og matarauður-
inn okkar.
Nýttu tækifærið og njóttu kræsing-
anna og þeirra viðburða sem í boði
verða og eru kynntir í blaðinu. Við
hvetjum þig til að geyma blaðið og
smjatta á innihaldinu út októbermán-
uð eða eins lengi og þig lystir.
Ef þú villt vita meira um verkefnið
Matarauður Vesturlands þá er hægt
að lesa um það á heimasíðu Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi undir
ahersluverkefni.ssv.is
Með góðri kveðju fyrir
hönd verkefnisstjórnar,
Signý Óskarsdóttir
Við njótum þeirrar gæfu að búa við
matarauð sem byggir á dýrmætri
frumkvöðulshefð sem gengið hef-
ur kynslóða á milli. Tilgangur Mat-
arauðs Íslands er að nýta matarauð-
inn okkar sem sóknarfæri til frekari
verðmætasköpunar t.d. í tengslum
við matarferðaþjónustu, vöruþróun
og ímyndaruppbyggingu með sjálf-
bærni að leiðarljósi. Ætlunin er að
draga Íslendinga og erlenda gesti að
hlaðborði íslenskra krása, upplýsa
um hollustu og heilnæmi þeirra og
tefla fram sögu Íslendinga sem birt-
ist í matarmenningu og hefðum.
Matarhefðir, rétt eins og tungu-
mál og trúarbrögð, spegla sérkenni
hverrar þjóðar og eru samofin nátt-
úru og tíðarfari. Þessi hefð í bland
við aukna þekkingu og skapandi
hugsun hefur leitt af sér úrval matar
á heimsmælikvarða.
Matarauður Íslands er verkefni
sem heyrir undir sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra og er ætlað
að ljúka í desember 2021. Sjávarút-
vegs- og landbúnaðarvörur eru und-
irstaða Íslands sem matvælalands og
gegna stóru hlutverki í sjálfbærri
þróun. Án matar væri ekkert líf og
eigum við bændum og sjómönnum
mikið að þakka að brauðfæða þjóð-
ina. Mikilvægi norðurslóða sem
matvælauppspretta mun aukast á
komandi árum og því er mikilvægt
að við hlúum að þeim skilyrðum og
auðlindum sem við búum við. Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna (FAO) telur að
landbúnaðarframleiðslan verði að
aukast um 60% á heimsvísu til að
fæða jarðarbúa árið 2050.
Sem þjóð er mikilvægt að búa
að fjölbreyttu mannlífi og byggð
um land allt og til að stuðla að at-
vinnuþróun vilja stjórnvöld vinna
þvert á greinar tengdum matarauði
okkar því að samvinna og þekk-
ingaryfirfærsla eru drifkraftar ný-
sköpunar og framþróunar. Til að
mynda hefur verkefnastjóri Mat-
arauðs Vesturlands ásamt verkefna-
stjóra áfangastaðaáætlunar Vestur-
lands unnið að kortlagningu tæki-
færa og áskorana með Matarauði
Íslands. Er nokkuð víst að metnað-
arfull verkefni munu fæðast upp úr
því samstarfi.
Matur er öflugt markaðsafl og
mikilvægt að nýta aukinn áhuga á
matarferðaþjónustu með því að setja
meiri slagkraft í uppbyggingu og
markaðssetningu þeirra matarsér-
stöðu sem hver landshluti býr yfir.
Ef gert er ráð fyrir að tvær milljón-
ir erlendra ferðamanna sæki Ísland
heim og hver dvelur að meðaltali í
sjö daga og borðar tvisvar á dag má
reikna með að daglega bætast 77.000
máltíðir við neyslu Íslendinga.
Orðræðan um íslensk matvæli
þarf að hverfast meira um stolt og
þekkingu. Verð og gæði þurfa að
haldast í hendur og bregðast þarf við
aukinni gæða- og umhverfisvitund
neytenda í matvörum. Aukin krafa
er um lífræna ræktun, rekjanleika og
upprunavottun og meiri ásókn er í
svæðisbundin matvæli sem gefa af
sér minna sótspor.
Við njótum öll góðs af því að deila
reynslu, þekkingu og sögum hvert
með öðru og sameiginlega styrkjum
við ímynd íslensks matar og matar-
menningar.
Matarauðurinn er okkar,
okkur að góðu.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri
(Erum á Facebook og Instagram og
fljótlega fer vefurinn okkar í loftið).
Matarauður Íslands
Á myndinni er brot af úrvali mat-
ar af Vesturlandi. Meðal annars
ærkjöt frá Ytra-Hólmi I, þorsk-
ur frá G.Run í Grundarfirði,
kræklingur og þang frá Bláskel
í Stykkishólmi, smágúrkur frá
Laugalandi, salat og jarðarber
frá Sólbyrgi, lífrænt súrdeigs-
brauð frá Matarbúri Kaju, bygg
frá Ásgarði og sitthvað fleira.
Um matseld sá veitingastaðurinn
Galitó á Akranesi en hönnun og
framsetningu Emilía Ottesen og
Guðbjörg Ólafsdóttir.
Gefið út í samstarfi Skessu-
horns og verkefnisstjórnar Matar-
auðs Vesturlands / Sóknaráætlun-
ar Vesturlands. Ábm. Signý Ósk-
arsdóttir verkefnisstjóri.
Ljósm. Guðmundur
Bjarki Halldórsson.
Matarauður Vesturlands
Heimasíða Matarauðs Vesturlands
fer í loftið í lok árs og á þeirri síðu
verður hægt að markaðssetja mat-
armenningu og matarupplifun á
Vesturlandi. Einnig verða á þeirri
síðu upplýsingar um matarmarkaði
og viðburði sem tengjast á einhvern
hátt mat úr héraði. Öllum sem
tengjast matvælaframleiðslu, full-
vinnslu hráefnis í héraði, sölu beint
frá býli, hráefnisnotkun úr heima-
héraði á veitingastöðum og matar-
tengdri upplifun á Vesturlandi er
boðið að vera með á síðunni.
Heimasíðan kemur til með að efla
markaðssetningu á vörum úr héraði
og mun haldast í hendur við mark-
aðssetningu Matarauðs Íslands.
Heimasíða Matarauðs Vesturlands
Við Samkomuhúsið
á Arnarstapa.
Matarauður Vesturlands
Í febrúar 2015
skrifuðu Sam-
tök sveitarfélaga
á Vesturlandi
undir samning
við stjórnvöld
um Sóknaráætl-
un Vesturlands fyrir árin 2015-2019.
Markmið sóknaráætlunar er að ráð-
stafa þeim fjármunum sem varið er af
ríkinu til atvinnu-, byggða- og menn-
ingarmála á Vesturlandi í samræmi við
stefnu sem landshlutinn mótar sjálfur
á þessum sviðum.
Sóknaráætlun á að stuðla að já-
kvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir
menningar og auka samkeppnishæfni
Vesturlands. Vinnan við sóknaráætl-
un er þríþætt; að móta framtíðarsýn,
markmið og aðgerðir fyrir Vestur-
land sem ráðstöfun fjármuna tekur
mið af, að setja upp uppbyggingarsjóð
sem styður við nýsköpun í atvinnu-
lífi og menningarmálum og að skil-
greina áhersluverkefni fyrir Vestur-
land sem endurspegla framtíðarsýn-
ina og markmiðin.
Framtíðarsýn Vestlendinga er
grunnurinn í sóknaráætlun, sem öll
önnur verkefni byggja á. Sýnin er út-
færð með markmiðum og aðgerðar-
áætlun. Kjarninn í þeirri sýn sem unn-
ið er eftir, og stefnu sóknaráætlunar í
heild sinni, eru áherslur sem komu
fram á stórum fundi sem haldinn var í
Hjálmakletti í Borgarnesi vorið 2015.
Tæplega 100 aðilar á Vesturlandi, frá
öllum sveitarfélögum og úr hinum
ýmsu starfsgreinum komu að mótun
stefnunnar.
Verkefnið „Matarauður Vestur-
lands“ sem sérstaklega er kynnt í
þessu blaði er eitt af fimm áherslu-
verkefnum sem unnið er að á árinu
2017. Hin verkefnin eru;
Nýsköpun, frumkvöðlar og •
tækninám
Efling ferðaþjónustu•
Samstarf og markaðssetning •
safna á Vesturlandi
Ungmennaþing •
Öll eiga þessi verkefni sér grunn í að-
gerðaráætlun Sóknaráætlunar Vestur-
lands og eru í raun ákveðin útfærsla
á þeim aðgerðum sem Vestlendingar
telja mikilvægar til þess að stuðla að
jákvæðri samfélagsþróun og aukinni
samkeppnishæfni.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
sem er þriðja stoð sóknaráætlunar
hefur starfað frá því vorið 2015. Sjóð-
urinn úthlutar styrkjum til verkefna
sem lúta að nýsköpun í atvinnumál-
um og eflingu menningarlífs á Vest-
urlandi. Sjóðurinn hefur úthlutað um
160 m.kr. til á þriðja hundrað verk-
efna frá stofnun.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
halda utan um rekstur Sóknaráætlun-
ar Vesturlands, en samráðsvettvangur
Vesturlands sem í sitja 30 aðilar vítt
og breytt úr landshlutanum eru ráð-
gjafandi varðandi áætlunina og val á
áhersluverkefnum.
Páll S Brynjarsson.
Sóknaráætlun Vesturlands
Matarauður
Vesturlands