Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Síða 24

Skessuhorn - 27.09.2017, Síða 24
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201724 Saga matarmarkaða nær langt aftur í tímann. Einn elsti matar- markaður heims er Borough Market sem staðsettur er í miðbæ Lundúna. Hann hefur verið starfræktur í meira en þúsund ár. En þangað fóru íslenskir framleiðendur fyrir tveimur árum til að kynna, selja og segja frá sínum vörum. Þar á meðal voru tveir framleiðendur af Vesturlandi, Bjarteyjarsandur og Hundastapi, sem kynntu sína framleiðslu og um leið sögu og matarhefðir Ís- lands. Það er ekki löng hefð fyrir matarmörkuðum á Íslandi. Saga okkar í verslun og þjónustu inniheldur ekki blómlega tíma mat- armarkaða. Hins vegar höfum við alltaf búið að góðum mat og skemmtilegum matarhefðum. Nú hefur orðið mikil vakning um gamlar matarhefðir. Fleiri og fleiri bændur hafa verið að selja hluta sinnar framleiðslu beint til neytenda. Einnig hefur smá- framleiðendum með ýmsar matvörur fjölgað hratt á síðustu árum. Allt hefur þetta hjálpast að við að búa til frjóan jarðveg fyrir matarmarkaði. Fátt sameinar fólk eins vel og matur Matarmarkaðir gefa neytendum möguleika á að nálgast einstak- ar vörur sem stundum eru nefndar matarhandverk og fást ekki í stórmörkuðum. Á matarmörkuðum geta neytendur komið sín- um óskum á framfæri, sagt sína skoðun og kynnst framleiðend- anum að baki vörunni. Þannig myndast gagnkvæmt traust milli kaupenda og seljanda. Framleiðendur hafa að sama skapi möguleika á að kanna hug neytenda gagnvart vörunni. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og með auknu aðgengi að upplýsingum, þökk sé int- ernetinu, getum við nú sjálf aflað okkur upplýsinga. Neytendur vilja í auknum mæli vita hvað stendur að baki vörunni. Ein feg- ursta leiðin er sala sem er beint frá frumframleiðenda til neyt- anda, það á oftast við á matarmörkuðum. En internetið vinn- ur ekki bara með neytendum. Í raun eru framleiðendur komnir með markaðstæki heim í stofu og allur heimurinn er undir. Á mörkuðum hafa framleiðendur tækifæri til að koma sín- um áherslum á framfæri og hvað þeim finnst skipta máli í fram- leiðslunni. Framleiðandinn getur með þessum hætti líka tekið til sín fleiri hlekki úr virðiskeðjunni. Með því standa sjálfur að baki vörunni sinni og selja beint fær framleiðandinn meira fyrir sinn snúð. Það má segja að matur sé manns gaman og sést það vel á mat- armörkuðum. Þar er samankominn fjöldi framleiðenda sem eru tilbúnir að standa stolt á bak við sína framleiðslu, segja frá því hvaðan varan er, hvernig hún var unnin og gefa þannig eitthvað sérstakt til neytandans, sögu og sérstöðu. En þó að matarmarkaðir snúist í grunninn um samtal fram- leiðenda og neytenda er mannlífið ekki síður mikilvægur þáttur. Iðandi mannlíf og einstök stemning verður til á mörkuðum. Það verða alltaf til einhverjir töfrar á staðnum. Á Vesturlandi eru reglulega starfræktir matar- og handverks- markaðir sem skipulagðir eru af heimafólki sem vill koma vöru sinni á framfæri. Dæmi um slíka markaði er sveitamarkaðurinn í Nesi í Reykholtsdal og sveitamarkaðurinn í félagsheimilinu Breiðabliki, en hann fagnaði einmitt tíu ára afmæli í sumar. Afraksturinn meira en tífaldast Markaðurinn á Breiðabliki spratt upp úr verkefninu Lifandi landbúnaður sem grasrótarhreyfing kvenna. Frá því fyrsti mark- aðurinn var haldinn, í grenjandi rigningu, hefur afraksturinn meira en tífaldast. Í upphafi þurfti að hafa mikið fyrir þátttöku framleiðenda á markaðnum en í dag rennur skipulagið ljúft og félagsheimilið er fullt af mat og handverki í hvert sinn. Stjórn markaðarins stendur vörð um gæði þeirra vara sem eru seldar á markaðnum. Kjarna- hópur markaðarins telur um 30 framleiðendur og eru flest- ir þeirra kvenkyns. Á þessum tíu árum sem markaðurinn hefur verið að þróast hefur margt verið reynt og stundum hefur hrein- lega verið slegið upp sveitahátíð í samstarfi við fyrirtæki og félög á Snæfellsnesi. Á Breiðabliki er vottað eldhús sem framleiðendur geta nýtt og hvetur það til nýsköpunar og vöruþróunar. Í takt við aukna umhverfisvitund er markaðurinn burðarplast- pokalaus, margnota pokar eru keyptir af Ásbyrgi í Stykkishólmi og Smiðjunni í Ólafsvík og seldir á kostnaðarverði. Ferðaþjónusta er orðin öflug heilsársatvinnugrein og stór- kostleg tækifæri fólgin í að samþætta enn betur starfsemi mark- aða og þjónustu við ferðafólk. Nýjasta barn sveitamarkaðarins er verslunin Búsæld, sem sel- ur mat og handverk. Þar gefst framleiðendum af öllu Snæfells- nesi kostur á að selja sínar vörur að uppfylltum gæðakröfum. Næstu skref verða vonandi heilsársrekstur á Búsæld með góðri kynningu framleiðenda og markaðssetningu varanna á nokkrum tungumálum. Næsti matarmarkaður verður haldinn sunnudaginn 29. októ- ber á Breiðabliki þar sem við fögum haustuppskerunni. Matarmarkaðir á Vesturlandi Greinarhöfundar hafa verið duglegir að þræða matarmarkaði á Vesturlandi í gegnum tíðina og það er gaman að sjá hve víða er nýsköpun og framþróun í framleiðslu á gæðamatvælum úr hreinu vestlensku hráefni. Matarauður Vesturlands vinnur að því að safna upplýsingum um alla matar- og handverksmarkaði á Vesturlandi með það að markmiði að búa til dagatal og kynningarefni fyrir 2018. Ef þú hefur upplýsingar um matar- og handverksmarkaði þá endilega sendu póst á okkur. Með matarkveðju, Hlédís Sveinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir (ragnhildur@snaefellsnes.is) Einstakt mannlíf á matarmörkuðum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.