Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 27.09.2017, Blaðsíða 32
 Matarauður - Veisla á Vesturlandi MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201732 Kaffi Emil er fjölskyldurekið kaffihús, staðsett í Sögumið- stöðinni sem er miðsvæðis í Grundarfirði. Einnig er í hús- inu upplýsingamiðstöð og Bókasafn Grundarfjarðar. „Við leggjum áherslu á notalegt umhverfi þar sem gestir okkar geta fengið léttar veitingar, gripið í hljóð- færi eða bækur. Gestir okkar geta fengið upplýsingar um sögu og menningu svæðisins á meðan safnið er skoðað, ásamt almennum upplýsingum og þá sérstaklega um Snæfellsnes. Fiskisúpan okkar hefur hlotið góða dóma og er mjög vinsæl enda gott hráefni af svæðinu. Við erum með létta rétti, súpur, heimabakaðar kökur og drykki. Námsmenn eru í auknu mæli að koma til okkar þar sem þau vinna verkefni, hlusta á fyrirlestra og taka próf. Einnig erum við að fá skemmtilega fararstjóra sem nota tækifærið og grípa í hljóðfæri og syngja fyrir farþegana sína. Kaffi Emil tekur þátt í Súpuslóð um Snæfellsnes sem hefst í október. Kaffi Emil í Grundarfirði Ljómalind er verslun í Borgarnesi, þar sem til sölu er varningur sem framleiddur er af íbúum Vesturlands. “Komið og smakkið nautakjötið frá Mýranauti laugar- daginn 14. október í verslun okkar í Borgarnesi.” Ljómalind Hreðavatnsskáli og Grábrók gistihús er eini staðurinn á landinu þar sem framleiðsla á lífrænt vottuðu pasta fer fram. Í boði eru fjórar bragðtegundir; hreint pasta, engifer, sítrónu og eldpipar (chili), kókos og karrý pasta. Núna er unnið að tilraunaframleiðslu á glúteinfríu pasta og vegan pasta. Í Hreðavatnsskála eru heimagerð brauð og deigið í pizz- urnar er líka heimalagað. Lamba- og nautakjöt er fengið frá Mýranauti og í október verður boðið upp á skinku og beikon sem kem- ur af þeirra eigin svínum og egg- in eru að stórum hluta úr þeirra eig- in framleiðslu. Allur matur á matseðli er gerður eftir pöntun til að tryggja ferskleika matarins. Hreðavatnsskáli Norðurárdal í Borgarfirði Mýranaut er fjölskyldubú á Leirulæk á Mýrum sem hef- ur framleitt úrvals nautakjöt undir merkjum Beint frá býli síðan 2007. Mýranaut mun bjóða upp á smakk í verslun Ljómalindar í Borgarnesi laugardaginn 14. október. Mýranaut Í Langaholti er rekið heimilislegt gistihús og borinn fram ljúffengur kvöldmatur, staðgóður morgunverður með stórbrotna náttúru Snæfellsness allt um kring. Veitinga- staðurinn er opinn allt árið fyrir gesti og gangandi. Aðal- áherslan er á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum við stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem bjóðast af nægtarborði náttúr- unnar á hverjum tíma. Fiskisúpan í Langaholti er okkar helsta stolt, gerð úr fiskisoði frá grunni og hefur margan ferðalangann glatt. Langaholt tekur þátt í Súpuhring um Snæfellsnes sem hefst í október og þann 21. okt. verður bjúgnahátíð. Langaholt Hjá Ferðaþjónustunni Lýsuhóli er opnunartími alla virka daga frá klukkan 12 til 14 og 18:30 til 20:30 í október. Lokað er um helgar. Boðið er upp á heima- lagaða októbersúpu með glænýjum fiski frá Snæfellsnesi og heimabakað brauð með. Lýsuhóll í Staðarsveit Café Kaja er lífrænt kaffihús og verslun á Akranesi sem býður upp á lífrænar hrátertur allan októbermánuð. Café kaja/ Matarbúr Kaju Matarframleiðendur á Snæfellsnesi koma saman og standa fyrir Matarmarkaði á Breiðabliki, Snæfellsnesi sunnudaginn 29. október frá kl. 13 – 17. Matarmarkaður á Breiðabliki, Snæfellsnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.