Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Page 53

Skessuhorn - 27.09.2017, Page 53
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2017 53 Ég lagði af stað fyrr í sumar og heimsótti timbursölu Húsasmiðj- unnar vegna þess að ég var að vinna í þakkant- inum í húsinu mínu. Hafði ég undirbúið mig vel fyrir það, var með allar mælingar (metra, sentimetra og milli- metra) á hreinu. Skrif- aði það á blað eða öllu heldur krotaði það því yfirleitt þegar maður skrifar lista yfir eitthvað sem maður þarf þá hálf- skrifar maður, vegna þess að maður einn þarf að skilja þetta torf. Svona líkt og innkaupalisti í læknaskrift; 200 m af bands. vatns., 100 met. af bands. undrklæð o.s.frv. Þetta sem- sagt þýddi 200 metra af bandsöguðu með vatnsrásum og 100 metra af bandsagaðri undirklæðningu. Töl- urnar er ég að skálda núna því ég man ekki hvað ég þurfti mikið. Svo þegar ég mætti á vettvang með listann í hendinni þá fór ég strax að afsaka ritmálið og túlka miðann fyrir starfsmanninn vegna þess að hann tók miðann af mér og vildi fá að sjá. Þetta er ekki ólíkt því þegar maður hittir einhvern ógeðs- lega frægan einstakling og maður missir málið, ég fraus og byrjaði að stama. Það þyrmdi yfir mig þegar ég renndi augunum yfir timburstaflana sem lágu á víð og dreif yfir svæðið. Það var á þessu augnabliki sem ég óskaði þess að ég hefði meiri þekk- ingu á úrvalinu í timbursölunni og hefði skrifað miðann í Word með 1,5 línubili, greinarmerkjum, ná- kvæmum mælingum og myndaröð. Eftir þessa ferð mun ég hugsa um, þegar ég keyri fyr- ir aftan kerru eða sendibíl með spýt- um teipuðum með Húsasmiðjuteipi, sem persónulegan sigur viðkomandi. 10 spýtur eða 100, þetta krefst þolin- mæði, þrautseigju, góðra samskipta- hæfileika og yfir- gripsmikillar þekk- ingar á mælieining- unni tommu. Eftir þetta þurfti ég að taka viku hvíld uppi í Húsafelli. Sjokkið var slíkt og fyrir aðra hefði þetta eflaust endað verr, kannski sagt já við því að taka stutta símakönnun og/eða allt í einu fundið það út að það væri í lagi að láta rista pylsubrauðið sitt í stað þess að fá það hitað. En ég heimsótti Surtshelli á strigaskónum, reyndi að lyfta Húsa- fellshellunni, týndist í þéttvaxnasta birkiskógi á Íslandi, skoðaði Hraun- fossa, túrista og fékk mér ís. Fann það reyndar út að í Húsafelli má líka finna pylsupúritana sem bjóða upp á suðupottshituð brauð og alvöru soðnar pylsur, búið að filtera vatnið í pottinum í gegnum hraunið svo að það er hreinara en annað vatn. Það er kannski hægt að segja að pylsurn- ar í Húsafelli séu Reyka vodkann í pylsunum á Íslandi (lásuð það fyrst hér). Kveðja, Axel Freyr Eiríksson Skallagrímsgata 3 \ Sími 415 2200 \ flosi@opus.is FYRSTA VIÐTAL FRÍTT Flosi H. Sigurðsson hdl. veitir nú alla almenna lögfræðiþjónustu á staðnum. Flosi er einn af eigendum OPUS lögmanna og hefur starfað við lögmennsku frá 2010. OPUS LÖGMENN VESTURLANDI OPUS lögmenn hafa opnað útibú í Borgarnesi Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali, eigandi Trausta fasteignasölu, tekur til sölumeðferðar eignir í Borgarnesi og nágrenni. Kristján Baldursson, eigandi Trausta fasteignasölu, er reyndur á sviði fasteignasölu og hefur mikla reynslu af umsýslu fasteigna. Eins hefur hann verið dómkvaddur matsmaður og flutt sem málflytjandi mörg dómsmál, aðallega á sviði fasteignaréttar. Þjónustustig Trausta er hátt og þegar eign er tekin til sölumeðferðar bjóðum við upp á eftirfarandi: Verðmat• Ráðgjöf• Opin hús• Atvinnuljósmyndun• Eftirfylgni• Eign auglýst á netinu og í dagblöðum• Trausti fasteignasala leggur metnað sinn í vandaða og skjóta þjónustu, hátt þjónustustig og að fylgja kaupendum og seljendum af metnaði og nákvæmni frá byrjun ferlisins til enda. SK ES SU H O R N 2 01 7 Hákon Guðmundsson Aðstoðarmaður fasteignasala. S: 861-9240 Garðar Kjartansson Aðstoðarmaður fasteignasala S: 853-9779 Gylfi Jens Gylfason hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 822-5124 Sólveig Regína Biard Aðstoðarmaður fasteignasala S: 869-4879 Bryndís Bára Eyjólfsdóttir Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 616-8985 Bára Daníelsdóttir Skrifstofustjóri S: 693-1837 Kristján Baldursson hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari. S: 867-3040 Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir Lögfræðingur - löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 779-1929 Einar P. Pálsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali S: 857-8392 Guðbjörg Matthíasdóttir. hdl. Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 899-3984 Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir Sölustjóri. Viðskiptafr., lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, leigumiðlari. S: 899-5949 VIÐ ERUM TRAUSTI Frekari upplýsingar hjá Kristjáni í síma: 867-3040 eða hjá kristjan@trausti.is Þessir litlu sigrar PISTILL Næstkomandi þriðjudag 3. október klukkan 20:30 verður sýnd kvik- mynd um Snorrahátíðina 1947 í hátíðarsal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Kvikmyndin var unnin fyrir Snorrastofu og stendur saman af gömlum myndbrotum frá Snor- rahátíð 1947 í Reykholti og lýs- ir einnig för norsku gestanna sem hingað komu fyrir 70 árum. Hátíð- arhöldin í framhaldi af Snorrahá- tíð í Reykholti stóðu í heila viku. Hér er um að ræða lengri gerð af myndinni sem Kvikmyndasafn Ís- lands og Óskar Guðmundsson unnu í tilefni af sjötíu ára afmælinu fyrr í sumar. Til Íslands kom floti norskra skipa og sendinefnd undir forystu Ólafs krónprins í júlíumánuði 1947. Norðmennirnir áttu ævintýralega viku í vændum og margir urðu til að festa viðburði á filmur sem þessi mynd nýtur góðs af. Kvikmyndin er þögul en Óskar Guðmundsson kynnir efnið og segir frá því sem fyrir augu ber. Þá verða að vanda umræður og boðið upp á kaffiveit- ingar fyrir 500 krónur. Með bíósýningunni hefst vetr- ardagskrá Snorrastofu, sem verð- ur að vanda með fjölbreyttum og ánægjulegum samverustundum. Fyrsta Prjóna-bóka-kaffi vetrar- ins verður fimmtudaginn 5. októ- ber og fornsagnanámskeið stofn- unarinnar, Landnámsseturs og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi hefst þriðjudaginn 10. október. Nánar greinir frá þessu á heimasíðu Snorrastofu og við- burðaskrá, sem dreift verður til heimila í Borgarfirði í október- byrjun. -fréttatilkynning Snorrahátíðin 1947 í lifandi myndum Óskar Guðmundsson í Véum. Í baksýn er svipmynd frá Snorrahátíðinni 1947. Íbúar Snæfellsbæjar hafa ekki far- ið varhluta af auknum ferðamanna- straumi til landsins, frekar en aðrir landsmenn. Mikil fjölgun var á tjald- stæðunum í Snæfellsbæ á milli ára. Í því samhengi má nefna að í maí árið 2016 komu 380 gestir en í ár voru þeir 1145. Í júní árið 2016 komu 2396 gestir en á sama tíma í ár voru þeir 3946. Í júlí komu 6200 gestir en í fyrra voru þeir 5800. Sömu sögu er þó ekki að segja um aðsókn í sundlaugarnar í Snæfellsbæ en tvær laugar eru í sveitarfélaginu; á Lýsuhóli og í Ólafsvík. Gestafjöldi þar er svipaður milli ára. Sundlaug- argestir á Lýsuhóli voru 9336 tíma- bilið júní, júlí og ágúst árið 2016 en 9841 sama tímabil í ár. Í sundlaug Ólafsvíkur komu 8775 í júní, júlí og ágúst á þessu ári en á sama tímabili í fyrra voru þeir 8973 og eru þeir því aðeins færri þetta sumarið. Samt sem áður hefur aðsókn í sundlaugina í Ólafsvík verið betri fyrri hluta árs en í fyrra þó sumarið hafi ekki ver- ið eins gott, að sögn Sigrúnar Ólafs- dóttur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellbæjar. þa Fjölgun á tjaldstæðin en sundlaugargestir álíka margir

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.