Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Síða 62

Skessuhorn - 27.09.2017, Síða 62
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201762 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? Spurni g vikunnar (Spurt í Grundafirði) Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson: Lambahryggur með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum og grænum baunum. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir: Hangikjöt með uppstúf. María Kúld Heimisdóttir: Ein með öllu. Ólafur Tryggvason: Lambalæri með rabbarbarasultu, grænum og kartöflum. Víkingur Ólafsvík er enn í fallsæti eftir leik helgarinnar í næstsíðustu umferð Pepsi deildar karla í knatt- spyrnu. Víkingur tók á móti FH í Ólafsvík á sunnudaginn og lauk leiknum með jafntefli, 1-1. Heimamenn fengu fyrsta alvöru færi leiksins. Þorsteinn Már Ragn- arsson tók boltann með sér eftir langa sendingu og sótti einn gegn varnarmanni. Hann komst inn í vítateiginn og náði skoti að marki en það small í stönginni. Í næstu sókn voru FH-ingar nálægt því að skora. Þeir tóku hornspyrnu og náðu skalla að marki en Gabrielius Zagurskas bjargaði á línu. Boltinn sveif út í teiginn og aftur náðu gestirnir skalla á markið en aftur bjargaði Gabrielius á línu. Víkingur komst yfir á 24. mín- útu leiksins og markið var ekki fal- legt. Gunnar Nielsen, markvörð- ur FH, var í alls kyns vandræðum. Fyrst mistókst honum að slá bolt- ann frá og hugðist handsama bolt- ann með því að henda sér ofan á hann. Boltanum tapaði hann frá sér í tvígang og í seinna skiptið hrökk hann til Þorsteins Más sem lagði boltann í autt markið. Stað- an orðin 1-0 fyrir Víking Ó. Litlu munaði að FH jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Atli Guðna- son fór illa með varnarmenn Vík- ings, sendi boltann á Bjarna Þór Viðarsson sem var einn á auðum sjó í teignum en brenndi af. Stað- an 1-0 í hálfleik. Gestirnir voru sprækir eftir hléið og fengu tvö góð færi í upp- hafi síðari hálfleiks sem bæði fóru forgörðum. Þeir sóttu án afláts en komust lítt áleiðis gegn leikmönn- um Víkings sem vörðust afar vel. Það var ekki fyrr en á 69. mín- útu að FH-ingar jöfnuðu úr víta- spyrnu. Kwame Quee hafði brot- ið á Atla Guðnasyni og dómarinn ekki í nokkrum vafa. Steven Len- non steig á punktinn og skoraði örugglega. Hvorugu liði tókst að skapa sér almennilegt færi það sem eftir lifði leiks og ekki voru fleiri mörk skoruð. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Víkingur hefur 21 stig í næst- neðsta sæti deildarinnar og liðið á enn von um að halda sæti sínu í deildinni. Til þess þarf Víkingur að sigra sumarsins á Akranesi ÍA í lokaleik á laugardaginn og um leið treysta á að ÍBV vinni ekki KA. kgk Næstkomandi sunnudag- ur markar upphaf Íslands- mótsins í körfubolta, en þá verður leikið um tit- ilinn „meistari meistar- anna“. Skallagrímur mæt- ir Keflavík í kvennaflokki, en síðarnefnda liðið vann tvöfalt á síðasta tímabili, hampaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitlin- um. Skallagrímur mætti Keflavík í úrslitaleik bik- arkeppninnar og liðin mætast því á sunnudaginn í upphafi keppnistímabils- ins. Í karlaflokki mætast KR og Þór frá Þorlákshöfn. KR vann sömuleiðis tvö- falt en þessi tvö lið mætt- ust síðast í úrslitum bik- arsins. Báðir leikirnir fara fram í Keflavík sunnudag- inn 1. október. KR og Þór Þ. mætast kl. 17:00 og Skallagrímur og Kefla- vík mætast síðan kl. 19:15. Deildarkeppnin hefst síðan í næstu viku. Fyrsti leikdagur í Domino‘s deild kvenna er miðvikudagurinn 4. október. Þann dag mætir Skallagrím- ur liði Njarðvíkur á útivelli en Snæ- fell tekur á móti Keflavík í stórleik umferðarinnar. Liðin mættust síðast í úrslitarimmu um Íslandsmeistara- titilinn í vor þar sem Keflavík hafði betur. Domino‘s deild karla fer af stað daginn eftir, fimmtudaginn 5. októ- ber, sem og 1. deild karla en þar eiga Vestlendingar þrjú lið sem öll leika á útivelli í fyrstu umferðinni. Skalla- grímur mætir FSu á fimmtudeginum en daginn eftir mætast Snæfell og Vestri annars vegar en ÍA og Fjölnir hins vegar. Þá leika Grundfirðingar í 3. deild karla á vetri komanda líkt og síðustu ár. Þeir hefja leik laugardaginn 14. október þegar þeir taka á móti liði Stál-úlfs. kgk Karfan að hefjast Skallagrímur mætir Keflavík þegar leikið verður um titilinn „meistari meistaranna“ í kvennaflokki næsta sunnudag. Liðin áttust við í bikarúrslitum í vetur þar sem Skallagrímur tapaði naumlega. Ljósm. úr safni/ jho. Víkingur á enn von fyrir lokaumferðina Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki þær bestu í Ólafsvík á sunnu- daginn. Rok og rigning og völlurinn rennandi blautur. Ljósm. af. Arnar Már Guðjónsson miðjumað- ur hefur endurnýjað samning sinn við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára og gildir hann út 2019. Arnar Már er þrítugur og hefur spilað stórt hlutverk á miðju Skaga- manna síðustu árin. Arnar, sem er uppalinn hjá ÍA, hefur spilað 165 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 31 mark. „Ég hef mikla trú á þeim gríðar- lega metnaði og þeirri skýru stefnu sem stjórn KFÍA vinnur eftir þar sem ungir leikmenn fá tækifæri við hliðina á reyndari leikmönn- um. Við erum með mjög efnileg- an leikmannahóp sem hefur alla burði til að fara beint upp í Pepsi á ný og það er frábær stemning og vilji í hópnum til að gera enn bet- ur. Ég vil sjálfur halda áfram að taka þátt í framtíðarsigrum með mínum bestu vinum í ÍA. Það var því auð- veld ákvörðun að skrifa undir nýj- an samning með allt þetta í huga,“ segir Arnar Már þegar hann skrifaði undir nýja samninginn. mm/kfia Arnar Már framlengir til tveggja ára ÍA og Víkingur R. mættust í næst- síðustu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu á sunnudag. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli í Reykjavík og lauk með markalausu jafntefli. Nokkur haustbragur var á leikn- um, Skagamenn voru fallnir áður en leikurinn hófst og heimamenn svo gott sem hólpnir. Bar leikurinn þess merki að lítið væri í húfi fyr- ir liðin. Leikurinn fór afar rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu 20 mínúturnar. Fyrsta færi leiks- ins kom á 24. mínútu þegar Stein- ar Þorsteinsson slapp einn í gegn. Hann vippaði boltanum yfir mark- vörðinn en varnarmaður bjargaði á línu. Skömmu síðar áttu Skaga- menn annað dauðafæri. Róbert Örn Óskarsson varði skalla út í teiginn og upp úr því varð nokk- ur atgangur. Endaði það með því að boltinn small í þverslá heima- manna og þaðan frá marki. Þriðja sinni voru Skagamenn nálægt því að komast yfir rétt fyrir hálfleik. Þórður Þorsteinn Þórðarson átti frábæra aukaspyrnu beint á kollinn á Arnari Má Guðjónssyni en Ró- bert varði frá honum. Staðan því markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað og Skagamenn fengu tvö hálffæri strax í upphafi hans. Stef- án Teitur Þórðarson komst fyrst í ákjósanlegt færi en varnarmað- ur Víkings náði að henda sér fyrir skotið. Næst geystist Þórður Þor- steinn upp völlinn í skyndisókn ÍA og átti skot úr þröngu færi sem Ró- bert varði. Seinna í leiknum kom Geoffrey Castillion boltanum í netið eftir langa sendingu en var rangstæður og markið stóð því ekki. Undir lok leiksins hefðu bæði lið geta stol- ið sigrinum. Fyrst komust Skaga- menn í dauðafæri. Steinar Þor- steinsson var kominn einn í gegn og hafði góðan tíma til að athafna sig en skot hans hárfínt framhjá sam- skeytunum. Á lokamínútu leiks- ins áttu heimamenn svo skalla að marki sem small í þverslánni. Stað- an því markalaus þegar flautað var til leiksloka. ÍA er sem fyrr segir fallið úr deild þeirra bestu. Liðið hefur 16 stig í botnsæti deildarinnar. Í lokaleik sumarsins næstkomandi laugardag mæta Skagamenn liði Víkings Ó. á Akranesvelli í leik sem Ólsarar verða að sigra til að halda sæti sínu í deildinni. kgk ÍA og Víkingur R. skildu jöfn Steinar Þorsteins- son í baráttu við leikmann Víkings R. í fyrri viðureign liðanna í sumar. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.