Skessuhorn


Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 62

Skessuhorn - 27.09.2017, Qupperneq 62
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 201762 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? Spurni g vikunnar (Spurt í Grundafirði) Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson: Lambahryggur með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum og grænum baunum. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir: Hangikjöt með uppstúf. María Kúld Heimisdóttir: Ein með öllu. Ólafur Tryggvason: Lambalæri með rabbarbarasultu, grænum og kartöflum. Víkingur Ólafsvík er enn í fallsæti eftir leik helgarinnar í næstsíðustu umferð Pepsi deildar karla í knatt- spyrnu. Víkingur tók á móti FH í Ólafsvík á sunnudaginn og lauk leiknum með jafntefli, 1-1. Heimamenn fengu fyrsta alvöru færi leiksins. Þorsteinn Már Ragn- arsson tók boltann með sér eftir langa sendingu og sótti einn gegn varnarmanni. Hann komst inn í vítateiginn og náði skoti að marki en það small í stönginni. Í næstu sókn voru FH-ingar nálægt því að skora. Þeir tóku hornspyrnu og náðu skalla að marki en Gabrielius Zagurskas bjargaði á línu. Boltinn sveif út í teiginn og aftur náðu gestirnir skalla á markið en aftur bjargaði Gabrielius á línu. Víkingur komst yfir á 24. mín- útu leiksins og markið var ekki fal- legt. Gunnar Nielsen, markvörð- ur FH, var í alls kyns vandræðum. Fyrst mistókst honum að slá bolt- ann frá og hugðist handsama bolt- ann með því að henda sér ofan á hann. Boltanum tapaði hann frá sér í tvígang og í seinna skiptið hrökk hann til Þorsteins Más sem lagði boltann í autt markið. Stað- an orðin 1-0 fyrir Víking Ó. Litlu munaði að FH jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Atli Guðna- son fór illa með varnarmenn Vík- ings, sendi boltann á Bjarna Þór Viðarsson sem var einn á auðum sjó í teignum en brenndi af. Stað- an 1-0 í hálfleik. Gestirnir voru sprækir eftir hléið og fengu tvö góð færi í upp- hafi síðari hálfleiks sem bæði fóru forgörðum. Þeir sóttu án afláts en komust lítt áleiðis gegn leikmönn- um Víkings sem vörðust afar vel. Það var ekki fyrr en á 69. mín- útu að FH-ingar jöfnuðu úr víta- spyrnu. Kwame Quee hafði brot- ið á Atla Guðnasyni og dómarinn ekki í nokkrum vafa. Steven Len- non steig á punktinn og skoraði örugglega. Hvorugu liði tókst að skapa sér almennilegt færi það sem eftir lifði leiks og ekki voru fleiri mörk skoruð. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Víkingur hefur 21 stig í næst- neðsta sæti deildarinnar og liðið á enn von um að halda sæti sínu í deildinni. Til þess þarf Víkingur að sigra sumarsins á Akranesi ÍA í lokaleik á laugardaginn og um leið treysta á að ÍBV vinni ekki KA. kgk Næstkomandi sunnudag- ur markar upphaf Íslands- mótsins í körfubolta, en þá verður leikið um tit- ilinn „meistari meistar- anna“. Skallagrímur mæt- ir Keflavík í kvennaflokki, en síðarnefnda liðið vann tvöfalt á síðasta tímabili, hampaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitlin- um. Skallagrímur mætti Keflavík í úrslitaleik bik- arkeppninnar og liðin mætast því á sunnudaginn í upphafi keppnistímabils- ins. Í karlaflokki mætast KR og Þór frá Þorlákshöfn. KR vann sömuleiðis tvö- falt en þessi tvö lið mætt- ust síðast í úrslitum bik- arsins. Báðir leikirnir fara fram í Keflavík sunnudag- inn 1. október. KR og Þór Þ. mætast kl. 17:00 og Skallagrímur og Kefla- vík mætast síðan kl. 19:15. Deildarkeppnin hefst síðan í næstu viku. Fyrsti leikdagur í Domino‘s deild kvenna er miðvikudagurinn 4. október. Þann dag mætir Skallagrím- ur liði Njarðvíkur á útivelli en Snæ- fell tekur á móti Keflavík í stórleik umferðarinnar. Liðin mættust síðast í úrslitarimmu um Íslandsmeistara- titilinn í vor þar sem Keflavík hafði betur. Domino‘s deild karla fer af stað daginn eftir, fimmtudaginn 5. októ- ber, sem og 1. deild karla en þar eiga Vestlendingar þrjú lið sem öll leika á útivelli í fyrstu umferðinni. Skalla- grímur mætir FSu á fimmtudeginum en daginn eftir mætast Snæfell og Vestri annars vegar en ÍA og Fjölnir hins vegar. Þá leika Grundfirðingar í 3. deild karla á vetri komanda líkt og síðustu ár. Þeir hefja leik laugardaginn 14. október þegar þeir taka á móti liði Stál-úlfs. kgk Karfan að hefjast Skallagrímur mætir Keflavík þegar leikið verður um titilinn „meistari meistaranna“ í kvennaflokki næsta sunnudag. Liðin áttust við í bikarúrslitum í vetur þar sem Skallagrímur tapaði naumlega. Ljósm. úr safni/ jho. Víkingur á enn von fyrir lokaumferðina Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki þær bestu í Ólafsvík á sunnu- daginn. Rok og rigning og völlurinn rennandi blautur. Ljósm. af. Arnar Már Guðjónsson miðjumað- ur hefur endurnýjað samning sinn við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára og gildir hann út 2019. Arnar Már er þrítugur og hefur spilað stórt hlutverk á miðju Skaga- manna síðustu árin. Arnar, sem er uppalinn hjá ÍA, hefur spilað 165 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 31 mark. „Ég hef mikla trú á þeim gríðar- lega metnaði og þeirri skýru stefnu sem stjórn KFÍA vinnur eftir þar sem ungir leikmenn fá tækifæri við hliðina á reyndari leikmönn- um. Við erum með mjög efnileg- an leikmannahóp sem hefur alla burði til að fara beint upp í Pepsi á ný og það er frábær stemning og vilji í hópnum til að gera enn bet- ur. Ég vil sjálfur halda áfram að taka þátt í framtíðarsigrum með mínum bestu vinum í ÍA. Það var því auð- veld ákvörðun að skrifa undir nýj- an samning með allt þetta í huga,“ segir Arnar Már þegar hann skrifaði undir nýja samninginn. mm/kfia Arnar Már framlengir til tveggja ára ÍA og Víkingur R. mættust í næst- síðustu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu á sunnudag. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli í Reykjavík og lauk með markalausu jafntefli. Nokkur haustbragur var á leikn- um, Skagamenn voru fallnir áður en leikurinn hófst og heimamenn svo gott sem hólpnir. Bar leikurinn þess merki að lítið væri í húfi fyr- ir liðin. Leikurinn fór afar rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu 20 mínúturnar. Fyrsta færi leiks- ins kom á 24. mínútu þegar Stein- ar Þorsteinsson slapp einn í gegn. Hann vippaði boltanum yfir mark- vörðinn en varnarmaður bjargaði á línu. Skömmu síðar áttu Skaga- menn annað dauðafæri. Róbert Örn Óskarsson varði skalla út í teiginn og upp úr því varð nokk- ur atgangur. Endaði það með því að boltinn small í þverslá heima- manna og þaðan frá marki. Þriðja sinni voru Skagamenn nálægt því að komast yfir rétt fyrir hálfleik. Þórður Þorsteinn Þórðarson átti frábæra aukaspyrnu beint á kollinn á Arnari Má Guðjónssyni en Ró- bert varði frá honum. Staðan því markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað og Skagamenn fengu tvö hálffæri strax í upphafi hans. Stef- án Teitur Þórðarson komst fyrst í ákjósanlegt færi en varnarmað- ur Víkings náði að henda sér fyrir skotið. Næst geystist Þórður Þor- steinn upp völlinn í skyndisókn ÍA og átti skot úr þröngu færi sem Ró- bert varði. Seinna í leiknum kom Geoffrey Castillion boltanum í netið eftir langa sendingu en var rangstæður og markið stóð því ekki. Undir lok leiksins hefðu bæði lið geta stol- ið sigrinum. Fyrst komust Skaga- menn í dauðafæri. Steinar Þor- steinsson var kominn einn í gegn og hafði góðan tíma til að athafna sig en skot hans hárfínt framhjá sam- skeytunum. Á lokamínútu leiks- ins áttu heimamenn svo skalla að marki sem small í þverslánni. Stað- an því markalaus þegar flautað var til leiksloka. ÍA er sem fyrr segir fallið úr deild þeirra bestu. Liðið hefur 16 stig í botnsæti deildarinnar. Í lokaleik sumarsins næstkomandi laugardag mæta Skagamenn liði Víkings Ó. á Akranesvelli í leik sem Ólsarar verða að sigra til að halda sæti sínu í deildinni. kgk ÍA og Víkingur R. skildu jöfn Steinar Þorsteins- son í baráttu við leikmann Víkings R. í fyrri viðureign liðanna í sumar. Ljósm. gbh.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.