Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Page 16

Skessuhorn - 15.11.2017, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201716 Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn á Hótel Borgarnesi á sunnudaginn. Líkt og venja er til voru veitt verðlaun fyr- ir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2017 heiðrað. Þá voru veitt heiðurs- merki Hrossaræktarsamband Vest- urlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktun- arstarfs í þágu hestamennskunnar á starfssvæði sambandsins. Skipaskagi er hrossaræktarbú Vesturlands árið 2017. Það eru hjón- in Jón Árnason og Sigurveig Stefáns- dóttir sem standa að búinu. Þetta er í fjórða skipti sem Skipaskagi hampar titlinum, gerði það síðast árið 2016. Þrír einstaklingar voru sæmd- ir heiðursmerki HrossVest fyrir vel unnin félagsstörf á vettvangi hesta- mannafélaganna. Þetta eru þau Gísli Guðmundsson í Hömluholti, Ingi- bergur Jónsson á Akranesi og Mar- grét Birna Hauksdóttir á Skáney. Hrun í aðsókn að stóðhestum á vegum sambandsins Hrossaræktarsamband Vesturlands er 53 ára félag með yfir fimmtán hundruð félagsmenn, sjö búnaðar- félög og sjö hestamannafélög. Starf- semi félagsins felst fyrst og fremst í að bjóða upp á sem besta stóðhesta á sambandssvæðinu og standa að því sem best með góðri þjónustu. Sökum mikils framboðs af góðum stóðhest- um í eigu einkaaðila er útlit fyrir að meginhlutverk HrossVest taki breyt- ingum. Í erindi Unnsteins Snorra Snorrasonar formanns HrossVest á fundinum kom fram að aðsókn í stóðhesta á vegum sambandsins hafi ekki staðist væntingar á síðasta sumri. Í samráði við eigendur stóðhesta var ákveðið að fjórir af fimm stóðhestum myndu ekki koma í girðingu vegna lítillar aðsóknar. Aðeins voru fjór- ar hryssur hjá einum hesti. Til sam- anburðar kom 51 hryssa undir hesta á vegum sambandsins árið 2016. „Mikilvægt er að félagsmenn láti í ljós skoðun sína varðandi áframhald á þessari starfsemi,“ sagði Unnsteinn og varpaði fram spurningum á borð við hvort halda eigi áfram starfsemi með óbreyttum hætti og hvort sam- bandið gæti tekið að sér önnur verk- efni. Í erindi hans kynnti hann einnig fjölda fæddra folalda á starfssvæðinu. Hefur þeim smám saman fækkað úr 650-1000 á ári og einungis hafa ver- ið skráð um 300 fædd folöld á þessu ári. Meðfylgjandi er listi yfir þrjú efstu kynbótahross í hverjum flokki. Stóðhestar 7 vetra og eldri Logi frá Oddsstöðum. Aðaleinkunn 8,62 Skörungur frá Skáney. Aðaleinkunn 8,48 Múli frá Bergi. Aðaleinkunn 8,44 Stóðhestar 6 vetra Flygill frá Stóra-Ási. Aðaleinkunn 8,58 Goði frá Bjarnarhöfn. Aðaleinkunn 8,57 Hængur frá Bergi. Aðaleinkunn 8,55 Stóðhestar 5 vetra Sægrímur frá Bergi. Aðaleinkunn 8,71 Meitill frá Skipaskaga. Aðaleinkunn 8,55 Gyrðir frá Einhamri 2. Aðaleinkunn 8,45 Stóðhestar 4 vetra Svartur frá Skipaskaga. Aðaleinkunn 8,25 Huginn frá Bergi. Aðaleinkunn 8,19 Hængur frá Bergi. Aðaleinkunn 8,16 Hryssur 7 vetra og eldri Hafdís frá Bergi. Aðaleinkunn 8,25 Kleópatra frá Laugavöllum. Aðaleinkunn 8,22 Aska frá Brautarholti. Aðaleinkunn 8,18 Hryssur 6 vetra Flauta frá Einhamri 2. Aðaleinkunn 8,40 Fluga frá Einhamri 2. Aðaleinkunn 8,21 Buska frá Bjarnastöðum. Aðaleinkunn 8,19 Hryssur 5 vetra Lukkudís frá Bergi. Aðaleinkunn 8,44 Sinfónía frá Stóra-Ási. Aðaleinkunn 8,36 Úa frá Efri-Hrepp. Aðaleinkunn 8,34 Hryssur 4 vetra Krús frá Skipaskaga. Aðaleinkunn 8,28 Bifröst frá Skrúð. Aðaleinkunn 8,22 Viðja frá Borgarnesi. Aðaleinkunn 8,11 mm/ Ljósm. hh. Viðurkenningar á haustfundi HrossVest Skipaskagi er ræktunarbú ársins á Vesturlandi annað árið í röð Hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhesturinn á Vesturlandi er Svartur frá Skipaskaga. Hjónin Lára og Kolbeinn í Stóra-Ási tóku við viðurkenningu fyrir Flygil frá Stóra-Ási sem stóð efstur í flokki fimm vetra stóðhesta árið 2017. Flygill er sonur heiðursverðlauna hryssunnar Nótu frá Stóra-Ási. Þrír voru sæmdir heiðursmerki HrossVest fyrir vel unnin félagsstörf á vettvangi hestamannafélaganna. F.v. Birna Hauksdóttir Skáney, Ingibergur Jónsson Akranesi og Gísli Guðmundsson Hömluholti. Það var Máni Hilmarsson sem tók við verðlaunum fyrir hönd Gísla. Jón Árnason tók við viðurkenningu fyrir hæst dæmda fjögurra vetra stóðhest á Vesturlandi 2017, Svart frá Skipaskaga. Með honum er Hrefna Bryndís Jónsdóttir. Þau Anna Dóra og Jón Bjarni, hrossabændur að Bergi á Snæfells- nesi áttu farsælt ár í sinni hrossarækt. þau tóku á móti nokkrum viðurkenningum. Hjörleifur Jónsson tók við viðurkenningu úr hendi Hrefnu B Jóns- dóttur fyrir hryssuna Flautu frá Einhamri 2, hæst dæmdu sex vetra hryssu ársins. Fluga frá Einhamri 2 var næsthæst í þessum aldurs- flokki. Á þessu stöplariti sést að verulega hefur dregið úr fjölda fæddra folalda á starfssvæðinu á liðnum árum. Athygli er engu að síður vakin á því að ekki eru marktækar tölur fyrir yfirstandandi ár þar sem eftir er að skrá inn hluta fæddra folalda. Heimild: HrossVest.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.