Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Side 21

Skessuhorn - 15.11.2017, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 21 Opið hús var í starfsstöð Hafrann- sóknastofnunar í Ólafsvík fimmtu- daginn 9. nóvember síðastliðinn. Þar gafst gestum kostur á að kynn- ast starfseminni og þeim rannsókn- um sem stundaðar eru á svæðinu. Á opna húsinu tók starfsfólk á móti gestum og kynnti fyrir þeim hvað það er sem starfað er við og sýndu hvernig sumt af því fer fram. Fyrr um daginn höfðu starfsmenn far- ið út með sviffangara og sett hann í höfnina. Einnig sýndu starfsmenn ýmsar tegundir fiska svo sem karfa, skarkola, skötusel og þorsk ásamt fleiri tegundum fiska. Hægt var að skoða myndband þar sem sýnt var hvernig hin ýmsa starfsemi gengur fyrir sig eins og togararall, netarall og fleira. Var vel mætt á opna húsið og þeir sem mættu áhugasamir um starfsemina. þa Opið hús hjá Hafró í Ólafsvík Það er alltaf líf og fjör hjá krökk- unum í Barna- og skólakór Snæ- fellsbæjar. Æfingar eru einu sinni í viku hjá þeim undir stjórn Veronicu Osterhammer kórstjóra og Nönnu Aðalheiði Þórðardóttur undirleik- ara. Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri og gerir margt skemmti- legt. Mánudaginn 30. október fór hópurinn á Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Jaðar þar sem þeir æfðu sig og skemmtu í leiðinni heim- ilisfólki. Þótti heimilis- og starfs- fólki vænt um þessa skemmtilegu heimsókn og nutu þau þess að hlusta á þessi duglegu kórbörn æfa skemmtileg lög. þa Sungu fyrir íbúa á Jaðri Anna G Torfadóttir, myndlist- arkona í Hvalfjarðarsveit, opn- aði um helgina sýningu á grafík- verkum í sal Ásatrúarfélagins að Síðumúla 15 í Reykjavík. Verður sýningin opin daglega út árið frá klukkan 12:30 til 16:30. Sýningin ber nafnið „Það sem ekki sést.“ Anna er fædd í Stykkishólmi 1954 en ólst að mestu upp í Reykja- vík. „Ég stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr grafíkdeild árið 1987. Fyrir fjórum árum flutti ég í Melahverfið í Hvalfjarðarsveit þar sem ég er með vinnustofu, en áður var ég með vinnustofu á Korp- úlfsstöðum,“ segir Anna. Hún er starfandi grafíkmyndlistakona og vinnur í tré og málma, ásamt því að smíða skartgripi úr silfri. „Ég er starfandi myndlistakona og því alltaf með eitthvað í gangi. Auk sýningarinnar í Reykjavík eru opn- ar sýningar með verkum eftir mig bæði í Danmörku og Búlgaríu. Þar sem ég er í graf- íklist er auðvelt að senda myndir út, því ég þarf ekki að ramma myndirnar inn,“ segir Anna. arg/ Ljósm. úr einkasafni Opnaði listasýningu Anna G Torfadóttir opnaði sýningu á grafíkverkum í sal Ásatrúarfélagsins í Reykjavík. Listaverk eftir Önnu. HELGA skrifað með rúnaletri. Hið árlega Æskulýðsball fyrir ung- linga á elsta stigi grunnskólanna á Vesturlandi var haldið í Hjálm- akletti í Borgarnesi síðastliðið fimmtudagskvöld. Það er félags- miðstöðin Óðal sem stendur fyr- ir dansleiknum á ári hverju og þar koma saman unglingar frá öllum félagsmiðstöðvum á Vesturlandi og víðar. Þátttakan var að vanda mjög góð að sögn Sigríðar Dóru Sigurgeris- dóttur, tómstundafulltrúa Borg- arbyggðar, og skemmtunin öll til fyrirmyndar. „Þetta voru um 350 unglingar sem skemmtu sér þarna. Æskulýðsballið fór mjög vel fram í alla staði. Þessir unglingar eru til fyrirmyndar og engar uppákom- ur urðu á ballinu. Þetta hefði ekki getað gengið betur,“ segir Sigríður Dóra í samtali við Skessuhorn. DJ Snorri Ástráðs og félagarnir Jói P og Króli tróðu upp við mik- inn fögnuð viðstaddra. Tæknimál á ballinu var í höndum þeirra Ax- els og Halldórs úr félagsmiðstöð- inni Óðali og segir Sigríður Dóra ástæðu til að hrósa tæknimönnun- um sérstaklega. Þeir hafi staðið sig með stakri prýði og létu ekki slá sig út af laginu að þurfa að skipta um hljóðkerfi á miðju balli. Það gerðu þeir án þess að nokkur fyndi fyrir því og án þess að gera þyrfti hlé á skemmtuninni. kgk Unglingar skemmtu sér á Æskulýðsballi Spurningakeppnin Bókaorm- ar Brekkubæjarskóla er orðin fast- ur liður í skólastarfi í 4. - 7. bekk skólans. Er þetta í fimmta skiptið sem keppnin fer fram. Undirbún- ingur hennar hefst að vori með því að nemendur í 3. - 6. bekk fá lista yfir þær bækur sem spurt verður úr og þeir sem áhuga hafa geta byrj- að að undirbúa sig. Þetta undirbún- ingsferli er í samstarfi við Bókasafn Akraness því þar er listinn ásamt eintökum af bókunum. Þegar þessi sömu nemendur mæta í skólann um haustið, komin í 4. - 7. bekk, halda þeir áfram að lesa en keppnin hefst um miðjan október. Úrslitaviðureignin að þessu sinni var á milli sjöunda og sjötta bekkj- ar. Sjötti bekkur hafði titil að verja því hann vann keppnina á síðasta ári, þá sem fimmti bekkur. Þessi lið komust bæði áfram í úrslit á ein- ungis einu stigi og segir það allt um hversu spennandi keppnin var. Úrslitin urðu þau að sjöundi bekk- ur vann með þremur stigum. Lið- ið skipuðu Anna K. Guðráðsdóttir, Ísak E. Sveinsson, Rakel H. Harð- ardóttir og Hekla Kristleifsdóttir, sem var leikari hópsins. Lestur er lærdómsins lykill. Áfram bókaormar! Hallbera Jóhannesdóttir, skólasafni Brekkubæjarskóla. Bókaormar Brekku- bæjarskóla 2017

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.