Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Qupperneq 26

Skessuhorn - 15.11.2017, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 201726 Skallagrímur sigraði Snæfell, 108-97, þegar liðin mættust í Vest- urlandsslag í 1. deild karla í körfu- knattleik. Leikurinn fór fram í Borgarnesi á fimmtudagskvöld og andrúmsloftið í húsinu var raf- magnað. Dómarar leiksins fundu ekki taktinn og höfðu aldrei stjórn á leiknum og blaðamaður fékk það á tilfinninguna að soðið gæti upp úr á hverri stundu. Leikurinn var hraður, liðin létu finna fyrir sér og oft féllu undarlegir dómar sem síst voru til þess fallnir að lækka spennustigið í húsinu. Heimamenn sterkari í fyrri hálfleik En að leiknum sjálfum og fram- vindu hans. Skallagrímsmenn höfðu heldur yfirhöndina framan af fyrsta leikhluta en Snæfelling- ar fylgdu fast á eftir. Heimamenn voru sex stigum yfir eftir sjö mín- úturnar, 23-17. Eftir það náðu þeir góðri rispu og höfðu tólf stiga for- skot að fyrsta leikhluta loknum, 36-24. Snæfellingar hugðust svara fyrir sig í upphafi annars leikhluta. Þeir minnkuðu muninn lítið eitt en komust ekki lengra því Skalla- grímsmenn gerðu annað áhlaup og náðu 15 stiga forskoti. Snæfell tók leikhlé og breytti til í vörn- inni en Skallagrímsmenn leystu það án mikilla vandkvæða og opn- uðu vörn gestanna nokkuð auð- veldlega. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Snæfells, sína aðra tæknivillu og var sendur inn í klefa. Snæ- fellingar voru allt annað en sáttir, þótti síðari tæknivillan gefin fyr- ir litlar sakir og fleiri voru á sama máli. Skallagrímsliðið hélt áfram að bæta við þar til hálfleiksflaut- an gall og hafði 21 stigs forskot í hléinu, 61-40. Snæfell gafst aldrei upp Skallagrímsliðið byrjaði síðari hálf- leikinn af krafti og náðu að auka muninn í 28 stig seint í þriðja leik- hluta, 81-53. Snæfell náði þá smá rispu og tókst aðeins að laga stöð- una fyrir lokafjórðunginn, 85-65. Heimamenn í vænlegri stöðu fyr- ir fjórða leikhluta en verulega á brattann að sækja fyrir Snæfell. En Hólmarar voru ekki á því að leggja árar í bát. Þeir byrjuðu lokafjórðunginn af miklum krafti. Þeir hittu vel úr skotum sínum og minnkuðu muninn í ellefu stig á fyrstu þremur mínútum leikhlut- ans. Snæfell skipti í svæðisvörn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir. Stemningin var Snæfellsmegin og Skallagrímsmenn áttu erfitt upp- dráttar. Gestirnir minnkuðu mun- inn í níu stig þegar fimm mínútur lifðu leiks en fengu síðan dæmda á sig tæknivillu í næstu vörn. Þar með komust Skallagrímsmenn aft- ur á bragðið. Þeir héldu Snæfelli í skefjum síðustu mínúturnar og höfðu að lokum ellefu stiga sigur, 108-97. Stigahæstu menn Zac Carter var stigahæstur Skalla- gríms með 34 stig en Eyjólfur Ás- berg Halldórsson skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsend- ingar. Bjarni Guðmann Jónsson var með 17 stig og 8 fráköst og Kristófer Gíslason var með 10 stig og 5 fráköst. Hjá Snæfelli var Christian Co- vile atkvæðamestur. Hann skoraði 35 stig, tók 9 fráköst, gaf 5 stoð- sendingar og var með 5 stolna bolta. Geir Elías Úlfur Helgason skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þorbergur Helgi Sæþórsson skoraði 11 stig og tók 6 fráköst og Sveinn Arnar Davíðsson var með 10 stig. kgk Christian Covile fór fyrir Snæfelli þegar liðið gerði harða atlögu að forystu Skalla- gríms undir lokin. Hann treður hér með látum yfir Atla Aðalsteinsson. Kristófer Gíslason gerist hér aðgangsharður við körfu Snæfellinga. Skallagrímur sigraði Snæfell í Vesturlandsslag Zac Carter skorar hér tvö af 34 stigum sínum fyrir Skallagrím með laglegu „tear- drop“ skoti. Körfuknattleiksmaðurinn Áskell Jónsson hefur gengið til liðs við Skallagrím frá ÍA. Áskell er 31 árs gamall, leikur stöðu bakvarðar og hefur verið einn af lykilmönnun- um í liði ÍA í 1. deildinni undan- farin ár. Félagaskiptin gengu í gegn síð- astliðinn fimmtudag, 9. nóvember, en Áskell lék þó ekki með Borg- arnesliðinu í Vesturlandsslagnum gegn Snæfelli þá um kvöldið. Finn- ur Jónsson, þjálfari Skallagríms, kvaðst hæstánægður að fá Áskel til liðs við Skallagrím og vonaðist til að hann yrði klár í slaginn með liðinu innan tíðar. „Ég er mjög ánægður að fá Áskel til liðs við okkur. Hann kemur með aukna dýpt í liðið og dýrmæta reynslu. Áskell er frábær strákur og góður körfuboltamað- ur,“ sagði Finnur Jónsson í samtali við Skessuhorn. kgk Áskell fer frá ÍA í Skallagrím Áskell Jónsson í leik með ÍA. Ljósm. úr safni/ jho. Þessa vikuna stendur undirbúningur fyrir Íslandsmeistaramót í 25m laug sem hæst hjá Sundfélagi Akraness, en mótið fer fram 17. - 19. nóvem- ber. Krakkarnir hafa æft vel í haust og þetta árið eru ellefu sundmenn sem munu taka þátt en það eru: Ágúst Júlíusson, Sævar Berg Sig- urðsson, Atli Vikar Ingimundarson, Sindri Andreas, Erlend Magnússon, Enrique Snær Llorens, Una Lára Lárusdóttir, Brynhildur Trausta- dóttir, Eyrún Sigþórsdóttir, Ásgerð- ur Jing Laufeyjardóttir og Ragn- heiður Ólafsdóttir. Þess má geta að þau Enrique og Ragnheiður eru í fyrsta skipti að taka þátt á þessu móti. Úrslit frá mótinu verða birt á facebooksíðu Sundfélgsins en und- anrásir hefjast kl. 09.30 alla dagana og úrslit kl. 16.30. -fréttatilkynning Á leið á Íslandsmeistara- mót í 25m laug Tvær knattspyrnukonur af Akranesi fögnuðu á dögunum sæti með sín- um liðum í úrslitakeppni NCAA- háskólaboltans, en það er efsta deild háskólaíþrótta í Bandaríkun- um. Þetta eru þær Guðrún Valdís Jónsdóttir og Aníta Sól Ágústsdótt- ir. Guðrún varð á dögunum Ivy- league meistari með liði Prince- ton-háskólans og Aníta Sól varð síðan meistari í Sun Belt-deildinni með liði South Alabama háskólans. Hlutu þær þar með báðar þátttöku- rétt í úrslitakeppni NCAA með lið- um sínum. kgk Skagakonur á leið í úrslita- keppni NCAA Guðrún Valdís Jónsdóttir og Aníta Sól Ágústsdóttir. Sameiginlegt lið Skallagríms og Vestra í 10. flokki drengja í körfu- knattleik tryggði sér efsta sæti A rið- ils í annarri umferð Íslandsmóts sem fram fór á Ísafirði um helgina. Gest- irnir voru KR, Stjarnan, Fjölnir og Keflavík en síðastnefnda liðið féll niður í B riðil eftir tap í öllum leikj- um sínum. Þrjú efstu liðin, Skalla- grímur/Vestri, KR og Stjarnan, sigr- uðu öll þrjá leiki hvert en innbyrðis viðureignir réðu því að sameiginlegt lið Skallagríms og Vestra hampaði fyrsta sætinu. kgk Drengirnir í Skallagrími/ Vestra sigruðu á Ísafirði Sameiginlegt lið Skallagríms og Vestra í 10. flokki drengja ásamt þjálfurum sínum, þeim Nebojsa Knezevic vinstra megin og Pálma Þór Sævarssyni til hægri. Ljósm. vestri.is. Ejub Purisevic hefur skrifað und- ir nýjan samning við Víking Ólafs- vík um þjálfun karlaliðs félagsins. Samningurinn nær til tveggja ára og verður Ejub því við stjórnvölinn þegar Víkingur mætir til leiks í 1. deild karla næsta sumar. „Ejub hef- ur stýrt liði Víkings með eftirtektar- verðum árangri um árabil og er það félaginu gleðiefni að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu hans,“ segir í fréttatilkynningu frá Víkingi Ólafs- vík. Ejub tók við liði Víkings árið 2003 og hefur stýrt því allar götur síðan, að frátöldu keppnistímabilinu 2009 þegar hann tók sér árs hlé. Á þeim tíma hefur Ejub komið liðinu úr neðstu deild Íslands- mótsins og upp í þá efstu, en Víkingur lék öðru sinni í Pepsi deild karla í knatt- spyrnu á liðnu sumri. Liðið féll úr deild þeirra bestu að loknu síðasta sumri, eftir harða fallbaráttu und- ir lok móts. „Framundan er barátta í Inkasso deildinni næsta sumar og eru leikmannamál félagsins í góðri vinnslu. Frekari frétta af því má vænta fljótlega,“ segir í tilkynningu frá félaginu. kgk/ Ljósm. úr safni. Ejub verður áfram með Víking Ólafsvík

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.