Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2017, Síða 27

Skessuhorn - 15.11.2017, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2017 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Fyrsta mót á Íslandsmeistaramóta- röðinni í klifri lauk um helgina með úrslitum í flokki 16-19 ára og 20+. Í 16-19 ára flokki sigraði Brimr- ún Eir Óðinsdóttir eftir spennandi bráðabana á móti keppanda frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Landaði hún þar með þriðju medalíu ÍA um helgina. Fyrr hafði Sylvía Þórðar- dóttir landað silfri í 11-12 ára flokki og Hjalti Rafn Kristjánsson bronsi í sama aldursflokki. Mótið var vel sótt og voru um 200 klifrarar sem mættu til leiks, þar af 25 iðkendur frá ÍA. Framundan er Íslandsmeistara- mót í línuklifri sem haldið verður í Björkinni í Hafnarfirði. Þar mun ÍA mæta til leiks með gula og glaða keppendur í 11-12 ára flokki og 16-19 ára flokki. þs Brimrún Eir með gull fyrir ÍA Brimrún Eir. Ljósm. úr safni. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylf- ingur úr Golfklúbbnum Leyni, lauk auðfararnótt sunnudags keppni í Hero Women‘s Indian Open mótinu í Indlandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Loka- hringurinn var sá besti sem Valdís spilaði í mótinu. Hann fór hún á 73 höggum, eða einu yfir pari. Samtals lék Valdís á fimm höggum yfir pari í mótinu og hafnaði jöfn í 49. sæti. Næsta verkefni Valdísar er mót á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Kína um næstu helgi; 17. til 19. nóvember. kgk Valdís Þóra á fimm yfir pari í Indlandi Snæfell vann góðan útisigur á Gnúpverjum, 95-110, í 1. deild karla í körfuknattleik í á sunnudags- kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað, mikill hraði og töluvert skorað. Lið- in fylgdust að á stigatöflunni fram- an af fyrsta leikhluta. Snæfell leiddi með einu stigi um hann miðjan, 15-16. Það var síðan á seinni hluta fjórðungsins að Christian Covile tók leikinn algerlega yfir. Hann skoraði hverja körfuna á fætur annarri og heimamenn áttu engin svör. Covile skoraði 24 stig í fyrsta leikhlutan- um, jafn mörg og allt Gnúpverjalið- ið. Snæfell leiddi eftir upphafsfjórð- unginn með 17 stigum, 24-41. Snæ- fell hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komst mest 24 stigum yfir, 30-54. En þá sneru heimamenn vörn í sókn og með mikilli baráttu náðu þeir að minnka forskot Snæ- fells í 16 stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hléinu var 47-63, Snæfelli í vil. Gnúpverjar mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og með mikilli seiglu náðu þeir að pota muninum nið- ur í þrettán stig um miðjan þriðja leikhluta. Þá hrökk Snæfellsliðið aftur í gang og með góðum leik- kafla tryggðu þeir sér 23 stiga for- ystu fyrir lokafjórðunginn, 65-88. Gnúpverjar náðu aðeins að klóa í bakkann í fjórða leikhluta en Snæ- fellingar gættu þess að hleypa þeim inn í leikinn að nýju og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Að lokum fór svo að Snæfell hafði 15 stiga sigur, 95-110. Áðurnefndur Christian Covile átti stórleik fyrir Snæfell. Hann skoraði 52 stig og tók 14 fráköst. Er þetta í annað sinn í vetur sem Co- vile skorar 52 stig í leik með Snæ- felli í vetur. Viktor Marinó Alexandersson skoraði 16 stig og tók 6 fráköst og Geir Elías Úlfur Helgason skoraði 16 stig einnig. Jón Páll Gunnars- son skoraði 11 stig en aðrir höfðu minna. Stigahæstur heimamanna var Everage Lee Richardsson sem gaf stórleik Christian Covile lítið eftir. Hann skoraði 51 stig og tók 9 frá- köst. Snæfell situr í fjórða sæti deildar- innar með átta stig eftir fyrstu sjö leiki vetrarins, tveimur stigum á eft- ir næstu tveimur liðum fyrir ofan. Næst leikur Snæfell sunnudaginn 19. nóvember næstkomandi þegar liðið mætir Breiðabliki í Stykkis- hólmi. kgk Covile skoraði 52 stig í góðum sigri Christian Covile fór mikinn í sigir Snæfells á Gnúpverjum. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. ÍA tók á móti Breiðabliki í 1. deild karla í körfuknattleik að kvöldi síð- asta föstudags. Skagamenn mættu vængbrotnir til leiks, enda hafa mikil áföll dunið á liðinu undan- farið. Bandaríkjamaðurinn Derek Shouse meiddist illa á æfingu í síð- ustu viku og verður frá í allt að tvo mánuði. Hann hefur náð samkomu- lagi við ÍA um að snúa til heima- landsins í endurhæfingu og mun því ekki leika meira með Skagamönn- um í vetur. Þá hefur reynsluboltinn Fannar Freyr Helgason ekki getað leikið með liðinu undanfarið vegna meiðsla og óvíst er með framhald- ið hjá honum. Að síðustu hefur hinn leikreyndi Áskell Jónsson ákveðið að ganga í raðir Skallagríms og mun því ekki leika meira með ÍA í vetur. Munar aldeilis um minna og var á brattann að sækja fyrir Skagamenn, sem máttu sætta sig við stórt tap, 45-75, á móti Breiðabliki. Þrátt fyrir stórsigur þá héldu Skagamenn í við gestina lengi vel og það var fyrst og fremst afleitur þriðji leikhluti sem gerði út af við heimamenn í leikn- um. Leikurinn var hægur og stigaskor- ið lágt. Blikar höfðu yfirhöndina og leiddu 11-17 eftir upphafsfjórðung- inn. Skagamenn héldu áfram í við gestina meira og minna og Breiða- blik hafði ellefu stiga forskot í hálf- leik, 23-34. Það var síðan í þriðja leikhluta að leiðir skildu. Skagamönnum gekk afleitlega og hefðu ekki getað keypt sér körfu fyrir allt heimsins prjál. Þeir skoruðu aðeins fimm stig all- an fjórðunginn á móti 22 stigum gestanna. Blikar náðu þar afgerandi forystu, 56-28 og höfðu sigurinn í hendi sér. Lokafjórðungurinn varð fyrir vikið lítið spennandi. Blikar héldu Skagamönnum í skefjum og höfðu að lokum stórsigur, 45-75. Sigurður Rúnar Sigurðsson var stigahæstur Skagamanna með 10 stig og tók hann 7 fráköst að auki. Ármann Örn Vilbergsson og Andri Jökulsson skoruðu 9 stig hvor en aðrir höfðu minna. Jeremy Smith var atkvæðamestur í liði Breiðabliks með 26 stig og 12 fráköst. Skagamenn sitja á botni 1. deild- ar án stiga eftir sex leiki, rétt eins og lið FSu en eiga leik til góða á Sunn- lendinga. Þessi tvö lið mætast einmtt í botnslag í næstu umferð. Leikur þeirra fer fram á Akranesi næstkom- andi föstudag, 17. nóvember. kgk Skagamenn töpuðu stórt fyrir Breiðabliki Björn Steinar Brynjólfsson og liðs- félagar hans í ÍA máttu sætta sig við stórt tap gegn Breiðabliki. Ljósm. jho. Skallagrímur tapaði fyrir Breiðabliki, 102-92, þegar liðin mættust í topps- lag 1. deildar karla í körfuknattleik á mánudagskvöld. Leikurinn fór fram í Kópavogi. Með sigrinum urðu Blik- ar fyrsta liðið til að sigra Skallagrím í vetur, en Borgnesingar höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Heimamenn mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og skoruðu fyrstu sjö stigin áður en gestirnir úr Borg- arnesi komust á blað. Blikar skor- uðu tvær körfur til viðbótar en þá var Finni Jónssyni, þjálfara Skallagríms nóg boðið og tók leikhlé í stöðunni 11-2 til að fara yfir málin með sínum mönnum. Það skilaði ekki tilætluð- um árangri því Blikar réðu áfram lög- um og lofum á vellinum og höfðu 18 stiga forskot að loknum fyrsta leik- hluta, 33-15. Skallagrímsmenn voru aðeins beitt- ari í öðrum fjórðungi og náðu að saxa á forskot Blika, einkum á fyrri hluta hans. Um miðjan leikhlutann höfðu þeir minnkað muninn í ellefu stig, 40-29. Heimamenn voru ívið sterkari þegar leið nær hálfleik og leiddu með 16 stigum í hléinu, 52-36. Breiðablik var sterkara liðið á vell- inum eftir hléið og náði að auka for- skot sitt í 25 stig seint í þriðja leik- hluta. Skallagrímsmenn náðu smá rispu undir lok leikhlutans og minnk- uðu muninn í 17 stig, 78-61 fyrir lokafjórðunginn. Þar gerðu Skalla- grímsmenn síðustu atlögu að forystu heimamanna en komust aldrei nær en í leikslok þegar munaði tíu stigum á liðunum. Blikar sigruðu með 102 stigum gegn 92. Hjalti Ásberg Þorleifsson var stiga- hæstur Skallagrímsmanna með 24 stig og tók hann 6 fráköst að auki. Zac Carter var með 18 stig, Bjarni Guðmann Jónsson 15 stig og Eyjólf- ur Ásberg Halldórsson 15 stig og 5 fráköst. Atkvæðamestur heimamanna var Jeremy Smith með 34 stig og 13 frá- köst og Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 30 stig. Eftir leikinn er Skallagrímur í öðru sæti deildarinnar með tólf stig eftir fyrstu sjö leiki vetrarins. Liðið er jafnt Breiðabliki sem situr í fyrsta sæti en tveimur stigum á undan Vestra í því þriðja. Í næstu umferð mætast ein- mitt Skallagrímur og Vestri. Sá leik- ur fer fram í Borgarnesi á morgun, fimmtudagin 16. nóvember. kgk Skallagrímur tapaði toppslagnum Eyjólfur Ásberg Halldórsson á mikilli siglingu í leiknum gegn Breiðabliki. Ljósm. Skallagrímur Körfubolti.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.