Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 20172 Aðventan gengur í hönd sunnudaginn 3. desember næstkomandi og fram til jóla er mikið um að vera víða á Vesturlandi, hvort heldur í kirkjustarfi eða öðru félags- starfi. Í Skessuhorni vikunnar má sjá yfirlit yfir fjölda viðburða sem haldnir verða fram að jólum. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á aðventunni. Næstu daga hlýnar verulega miðað við undangengna daga. Suðvestan 8-18 m/s og súld eða rigning með köflum á Vest- urlandi á morgun, fimmtudag. Hvassast norðvestanlands. Bjart að mestu eystra. Hiti 2 til 8 stig. Suðvestan 10-15 m/s og víða rigning eða súld á föstudag. Hægara og þurrt á Norðausturlandi. Snýst í vest- læga átt um kvöldið og bætir í vind. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag er útlit fyrir ákveðna vestanátt með skúr- um eða slydduéljum, en úrkomulítið fyr- ir austan og kólnar í veðri. Á mánudag er útlit fyrir stífa suðvestanátt með rigningu víða um land. Hlýnandi veður. „Hversu oft þværðu þér um hárið?“ var spurningin sem lesendur Skessuhorn svöruðu á vefnum í síðustu viku. Helm- ingur þeirra sem svöruðu, 50%, þvo hár sitt nokkrum sinnum í viku en næstflestir, 34%, gera það einu sinni á dag. 9% sögðu „vikulega“ en 5% sjaldnar. Fæstir, aðeins 1%, þvo hár sitt „oft á dag“. Í næstu viku er spurt: Er jólabaksturinn hafinn á þínu heimili? Tónlistarskóli Borgarfjarðar frumsýndi söngleikinn Móglí sl. föstudagskvöld. Óhætt er að segja að sýningin sé vel heppnuð og allir sem að henni koma eiga lof skilið og eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Krafa um samgöngur við Flatey REYKH.HR: „Sveitarstjórn Reykhólahrepps gerir þá skýru kröfu til Vegagerðarinnar, að hún tryggi eðlilegar samgöng- ur og þjónustu við íbúa Flat- eyjar á meðan á viðgerð á flóa- bátnum Baldri stendur yfir,“ segir í tilkynningu frá sveitar- stjórn. „Ekki sé boðlegt að íbú- ar í eynni búi við samgöngu- leysi svo vikum skipti. Eins og staðan er í dag, er ekki útlit fyr- ir að neinn aðili sinni samgöng- um á milli lands og eyju í des- ember. Út frá þörfum íbúanna almennt, ekki síst vegna öryggis og heilsu, er það algjörlega óá- sættanlegt og óboðlegt.“ -mm Styrktarleikur Kidda Jens á Akranesi AKRANES: Vinir Kidda Jens hafa boðað til styrktarleiks í knattspyrnu á Akranesi laug- ardaginn 9. desember næst- komandi kl. 11:00. Þá mætast karlalið ÍA og Vals í Akranes- höllinni. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og innifalið í verðinu er kaffihlaðborð. Allur ágóð- inn af sölu aðgöngumiða renn- ur óskiptur til styrktar Kristni Jens Kristinssyni, sem oftast er kallaður Kiddi Jens. Hann hef- ur frá árinu 1999 glímt við erf- iðan sjúkdóm sem er ólæknandi en hægt að halda niðri með að- gerðum. Þarf Kiddi að leggjast tvisvar til þrisvar sinnum undir hnífinn á ári. Fylgir veikindun- um mikill meðferðar- og lyfja- kostnaður og því hafa nokkrir vinir og velunnarar Kidda um nokkurt skeið reynt að safna pening til að létta undir með honum. Leikur ÍA og Vals hefst sem fyrr segir kl. 11:00 annan laugardag og gaman er að geta þess að sonur Kidda, Aron Ingi Kristinsson, leikur einmitt með meistaraflokki ÍA. -kgk Víðsjá falin bygginarstjórn BORGARNES: Á fundi bygg- ingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi 21. nóvember sl. voru lagðar fram þrjár um- sóknir um byggingarstjórn við stækkun skólans og endurbæt- ur. Byggingarnefndin lagði til að samið verði við verkfræði- stofuna Víðsjá ehf. um bygg- ingarstjórn yfir framkvæmd- ir við skólann. Á fundinum var farið yfir stöðu útboðsganga og fram kom að unnið er að síð- ustu yfirferð af verklýsingum og útboðsgögnum og stefnt að út- boði í desember. Á sama fundi lagði nefndin það til að undir- búningur verði hafinn að nið- urrifi íbúðarhússins við Gunn- laugsgötu 21 í Borgarnesi. -mm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, mun fara í opinbera heimsókn í Dalabyggð ásamt föruneyti dag- ana 6. og 7. desember næstkomandi. Af því tilefni verður boðið til fjöl- skylduhátíðar í Dalabúð að kvöldi fimmtudagsins 7. desember. Á meðan ferð forseta um Dali stendur mun hann heimsækja bæði fyrirtæki og áhugaverða staði í Dala- byggð. Á vefnum budardalur.is er greint frá því að forsetinn muni líta við í Auðarskóla í Búðardal, heim- sækja Lauga í Sælingsdal sem og skoða fyrirhugaðan Sturlureit á Stað- arhóli í Saurbæ. Einnig mun hann heimsækja hið forna höfuðbýli Skarð á Skarðsströnd og fara fyrir Klofning og um Fellsströnd. kgk Forseti Íslands sækir Dalina heim Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid í heimsókn í Bláskógabyggð fyrr á þessu ári. Ljósm. forseti.is. Opnir fundir standa nú yfir víðs- vegar um Vesturland þar sem til umfjöllunar er framtíðarsýn ferða- mála á Vesturlandi. Fyrsti fund- urinn var haldinn í Dalasýslu 20. nóvember og síðdegis í gær, þriðju- dag, var fundur fyrir íbúa í Borgar- byggð og Skorradalshreppi haldinn í húsnæði LbhÍ á Hvanneyri. Í dag verður fundur fyrir íbúa á Akranesi og Hvalfjarðarsveit haldinn á Safn- asvæðinu í Görðum á Akranesi. Fjórði og síðasti fundurinn verð- ur síðan á Breiðabliki á morgun, fimmtudag, fyrir íbúa á Snæfells- nesi. Fundirnir hefjast allir klukk- an 17 og standa til kl. 20. Íbúar eru hvattir til að mæta en jafnframt beðnir að skrá þátttöku á west.is svo næg súpa verði fyrir alla funda- gesti. „Þetta eru allt vinnufundir, þar sem unnið er að stefnumótun og framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna á hverju svæði. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni eru fundirn- ir liður í stærra verkefni – sem er áfangastaðaáætlun DMP á Vestur- landi. Stefnt er að öðrum opnum fundum í janúar þar sem lagður verður grunnur að aðgerðaráætl- un í ferðamálum sem byggir m.a. á þeirri stefnumótun og framtíð- arsýn sem mörkuð verður núna á nóvemberfundunum. Loks verður í vor gefin út heildstæð áfangastaða- áætlun DMP fyrir þróun ferðamála á Vesturlandi, sem byggir m.a. á þessari vinnu,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir, verkefnisstjóri. mm Fundaröð um framtíð ferðaþjónustu á Vesturlandi Góður hópur fólks kom saman í Dalabúð og vann að framtíðarsýn fyrir sitt svæði. Ljósm. mbb. Tveir bátar eru nú gerðir út til til- raunaveiða á hörpuskel á Breiða- firði. Það eru Hannes Andrésson SH sem gerðir er út af FISK Seafood í Grundarfirði og Leynir SH gerður út hjá Agustson, en skelin er unnin hjá Agustson í Stykkishólmi þar sem skelfiskurinn er frystur. Veiðarn- ar hafa gengið þokkalega í haust en þó er veiðin misjöfn eftir svæðum. Á sumum svæðum er eins og skelin ætli ekki að ná sér upp að nýju eftir hrun- ið í byrjun aldarinnar. Reiknað er með að þessum tilraunaveiðum verði lokið fyrir jól en kvóti til tilrauna- veiða er þúsund tonn á þessu fisk- veiðiári og sama magn á því næsta. Í fyrra mátti veiða 700 tonn en m.a. vegna sjómannaverkfalls náðust ekki nema um 560 tonn á land. Sumarliði Ásgeirsson er afleys- ingamaður á skelveiðiskipunum. Hann brá sér í veiðiferð með Svani Jóhannssyni og félögum á Hannesi Andréssyni SH í síðustu viku og tók meðfylgjandi myndir. Á myndunum má meðal annars sjá þá Heimi Kúld, Magnús Kristinsson og Jóhann Kúld taka plóginn inn og tína svo skelbrot og annað smálegt sem hreinsivélin náði ekki úr aflanum á færibandinu. mm/ Ljósm. sá. Í skelveiðitúr á Breiðafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.