Skessuhorn - 29.11.2017, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 20176
Skoða seinkun
klukkunnar
LANDIÐ: Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra hefur
skipað starfshóp til að kanna
ávinning fyrir lýðheilsu og
vellíðan landsmanna af því
að leiðrétta klukkuna hér á
landi til samræmis við gang
sólar. „Miðað við sólargang
og legu landsins er klukk-
an á Íslandi of fljót. Nokk-
uð hefur verið fjallað um
að þessi munur skekki þær
upplýsingar sem lífsklukkan
nýtir til að samhæfa starf-
semi líkamans eftir vöku-
eða svefntíma. Þetta valdi
svokallaðri klukkuþreytu
sem hafi neikvæð áhrif á
svefnvenjur sem aftur auki
líkur á ýmsum heilbrigðis-
vandamálum, svo sem of-
fitu, sykursýki og hjarta- og
æðasjúkdómum. Tillaga til
þingsályktunar um seink-
un klukkunnar á Íslandi um
eina klukkustund var lögð
fram á Alþingi árið 2015
en hlaut ekki efnislega um-
fjöllun,“ segir í tilkynningu
frá heilbrigðisráðuneytinu.
Starfshópurinn á að skila
ráðherra minnisblaði með
niðurstöðum sínum fyrir 1.
febrúar næstkomandi.
-mm
Hundar og
kettir á veit-
ingastöðum
LANDIÐ: Nýlega tók gildi
breyting á reglugerð um
hollustuhætti um heimild
til að koma með hunda og
ketti á veitingastaði. Reglu-
gerðin kveður meðal ann-
ars á um að eigendum eða
rekstraraðilum veitinga-
staða „er gert heimilt“ að
leyfa gestum að koma með
hunda og ketti inn á stað-
inn, að uppfylltum tiltekn-
um skilyrðum. Heimildin
gildir hvorki um veitinga-
staði né mötuneyti þar sem
mæting er ekki valfrjáls og
á stöðum þar sem fólki er
gert að sækja þjónustu. Þá
gildir heimildin ekki sé að-
staða veitingastaðar að ein-
hverju leyti sameiginleg
með annarri starfsemi eða
á stað þar sem óheimilt er
að hleypa gæludýrum inn á.
„Ef ákveðið er að veitinga-
staður leyfi hunda og ketti
er mikilvægt að hlutaðeig-
andi geri sér grein fyrir að
ekki er hægt að leyfa dýr-
in tímabundið og að mögu-
lega séu vissir hópar útilok-
aðir,“ segir í tilkynningu
frá Umhverfisstofnun.
-mm
Landsátaki
lýkur á
föstudaginn
LANDIÐ: Söfnun þátt-
takenda í Blóðskimun
til bjargar - þjóðarátaki
gegn mergæxlum, einni
viðamestu vísindarann-
sókn sinnar tegundar frá
upphafi, lýkur nú á föstu-
dag, þann 1. desember.
Nú þegar hafa hartnær
80 þúsund einstakling-
ar af landinu öllu þeg-
ið boð um að taka þátt í
þessari mikilvægu rann-
sókn en 148 þúsund ein-
staklingum, sem fædd-
ir eru árið 1975 eða fyrr,
var boðið að taka þátt.
Því hefur meira en annar
hver þeirra skráð sig til
þátttöku. Hægt verður
að skrá sig áfram til þátt-
töku á www.blodskim-
un.is fram á miðnætti á
föstudag. Sigurður Yngvi
Kristinsson, prófessor
við Læknadeild Háskóla
Íslands, leiðir rannsókn-
ina og að hans sögn hafa
fram til þessa fimm þátt-
takendur í rannsókn-
inni greinst með mer-
gæxli, rúmlega 20 með
einkennalaust mergæxli
og nokkur hundruð með
forstig mergæxlis.
-mm
Samkvæmt yfirliti Birkis Hrannars
Hjálmarssonar, útgerðarstjóra ís-
fisktogara HB Granda, hefur þorsk-
veiði togaranna verið slök í haust og
það sem af er vetri. Þannig var stað-
an allt fram að síðustu helgi en þá
fengu skipin mjög góðan þorskafla.
„Fara þarf tíu ár aftur í tímann, eða
allt aftur til þess tíma þegar þorsk-
kvótinn var skertur verulega, til að
finna dæmi um jafn slaka þorskveiði
á haustmánuðum og í vetrarbyrjun,“
segir í frétt frá fyrirtækinu.
Að sögn Birkis Hrannars er ljóst
að haustveiði á þorski hefur ver-
ið mun dræmari á þessu og síðasta
ári í samanburði við mörg ár þar á
undan. Hann segir að síðastliðnar
vikur hafi veiðin verið dræm fyrir
vestan og í fleiri skipti en færri hafi
skipin ekki náð þeim þorski sem
þeim hafi verið ætlað. Besta veiðin
hafi verið á nóttunni og jafnvel þá
hafi komið fyrir að skipin hafi ekki
náð tonni á togtímann. „Líklega
hefur bolfiskveiðin frá 2009 til 2015
verið heilt yfir mjög góð, þ.e.a.s. í
þorski, ufsa og karfa. Þá þótti gott
ef t.d. Sturlaugur H. Böðvarsson
AK kom með 60-65 tonn af tveg-
gja kílóa þorski og lítið með því eftir
fimm daga á Vestfjarðamiðum. Hér
áður fyrr var þorskveiðin svona og
e.t.v. var maður bara orðinn góðu
vanur,“ segir Birkir Hrannar.
mm
Rætist loks úr þorskveiði
ísfisktogara HB Granda
Styrkbeiðnir vegna umsókna sveit-
arfélaga í verkefnið Ísland ljóstengt
voru opnaðar síðastliðinn fimmtu-
dag. Samtals bárust fjarskiptasjóði
102 styrkbeiðnir frá 25 sveitarfé-
lögum til lagningar ljósleiðara í
dreifbýli utan markaðssvæða. Mat
á umsóknum liggur fyrir og hafa
þær verið gerðar aðgengilegar á
vef Stjórnarráðsins.
Alls eiga 23 sveitarfélög kost á
samtals 450 milljóna króna styrk
til að tengja um það bil eitt þús-
und heimili og fyrirtæki með ljós-
leiðara á næsta ári. Hæsti einstaki
styrkurinn stendur Flóahreppi á
Suðurlandi til boða, eða rúmar 74
milljónir króna til að tengja 233
staði.
Á Vesturlandi eiga þrjú sveit-
arfélög kost á styrkjum, samtals
að verðmæti 87 milljónir króna.
Sveitarfélögin eru Borgarbyggð,
Dalabyggð og Skorradalshrepp-
ur. Hæsti styrkurinn býðst Dala-
byggð, rétt tæplega 51 milljón
króna til að tengja 153 staði. Borg-
arbyggð býðst rúmlega 33 millj-
óna króna styrkur en hafði sótt um
rúmlega 35 milljóna króna styrk
til tengingar 66 staða. Að lokum
bjóðast Skorradalshreppi tveir
styrkir, annars vegar 2,1 milljóna
króna styrkur og hins vegar styrk-
ur að verðmæti 800 þúsund krón-
ur. Samtals býðst Skorradalshreppi
því 2,9 milljónir króna í styrk til
tengingar átta staða.
Sveitarfélögin sem eiga kost
á styrk þurfa að tilkynna fyrir
klukkan 13:00 fimmtudaginn 30.
nóvember hvort þau hyggist þiggja
eða hafna þeim styrkjum sem þeim
standa til boða. kgk
Þrjú sveitarfélög á Vesturlandi
eiga kost á ljósleiðarastyrk