Skessuhorn - 29.11.2017, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 20178
Sjö bíla árekst-
ur á Holta-
vörðuheiði
VESTURLAND: Holta-
vörðuheiði var lokað vegna
veðurs og færðar um miðj-
an dag á fimmtudaginn.
Þar hafði þá orðið sjö bíla
árekstur. Þrír sem í bílun-
um voru slösuðust og voru
fluttir undir læknishendur
suður fyrir heiði. Meiðsli
þeirra voru þó ekki alvar-
leg. Björgunarsveitir, lög-
regla og sjúkraflutninga-
bílar fóru á heiðina og var
tekið á móti fólkinu úr bíl-
unum í fjöldahjálparstöð
sem opnuð var í Borg-
arnesi. Flytja þurfti að
minnsta kosti þrjá bílanna
sem lentu í óhappinu burtu
með kranabíl.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana
18. - 24. nóvember
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 1 bátur.
Heildarlöndun: 5.787 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
5.787 kg í einni löndun.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 41.557 kg.
Mestur afli: Tryggvið Eð-
varðs SH: 27.624 kg í þrem-
ur róðrum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 351.526 kg.
Mestur afli: Snæfell EA:
76.925 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 5 bátar.
Heildarlöndun: 35.701 kg.
Mestur afli: Kvika SH:
9.494 kg í einum róðri.
Rif: 8 bátar.
Heildarlöndun: 133.278 kg.
Mestur afli: Örvar SH:
80.645 kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 66.172 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 22.396 kg í fjór-
um löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Örvar SH - RIF:
80.645 kg. 21. nóvember.
2. Snæfell EA - GRU:
76.925 kg. 22. nóvember.
3. Hjalteyrin EA - GRU:
74.586 kg. 22. nóvember.
4. Hringur SH - GRU:
65.979 kg. 21. nóvember.
5. Helgi SH - GRU:
45.003 kg. 20. nóvember.
-kgk
Fyrir nokkru komst EFTA-dóm-
stóllinn í Lúxemborg að þeirri nið-
urstöðu, eins og greint hefur verið
frá í Skessuhorni, að bann íslenskra
stjórnvalda við innflutningi á hráu
kjöti, ógerilsneyddri mjólk eða af-
urðum úr henni sem og ógeril-
sneyddum eggjum eða afurðum úr
þeim, samræmist ekki EES-samn-
ingnum. Þótt dómurinn sjálfur
breyti ekki neinu sem slíkur munu
stjórnvöld þurfa að bregðast við
honum með einhverjum lagabreyt-
ingum til þess að eiga ekki hættu
á því að önnur lönd beiti gagnað-
gerðum sem gætu til að mynda haft
áhrif á útflutning frá Íslandi. Mik-
ið hefur farið fyrir málinu í um-
ræðunni sérstaklega þegar litið er
til stöðu íslensks landbúnaðar og
þeirra búfjárstofna sem eru hér á
landi. Einnig hefur verið talað um
sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér-
lendis samanborið við önnur lönd
í Evrópu í ljósi þess hvernig sýkla-
lyfjaónæmi virðist vera að aukast
víða, sumir segja jafnvel að þarna
hafi markaðsmál verið tekin fram
yfir lýðheilsusjónarmið.
Upplýsa betur um
sérstöðu íslenskra
landbúnaðarafurða
Bændasamtök Íslands og Land-
búnaðarháskóli Íslands boðuðu til
opins fundar á Hvanneyri um mál-
ið undir yfirskriftinni „Hvernig
vilt þú hafa kjötið þitt?“ Ljóst væri
að þessi niðurstaða mun hafa veru-
leg áhrif á íslenskan landbúnað og
mikilvægt væri að umræðan byggð-
ist á faglegum grunni. Sigurður
Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ,
kynnti meðal annars hvernig inn-
flutningur væri í dag á landbúnað-
arafurðum. „Innflutningur á kjöti
hefur verið að aukast um nokkur
prósent á þessu ári miðað við árið í
fyrra. Líka á grænmeti og mjólkur-
vörum en það má mögulega rekja
til komu Costco á íslenskan mark-
að þar sem mjög lítið framboð er til
dæmis á íslensku grænmeti. Mikil-
vægt er að upplýsa betur um sér-
stöðu íslenskra afurða, styrkja þá
þætti sem eru í hugum innlendra
neytenda eins og lyfjanotkun og
aðbúnaður almennt,“ sagði Sig-
urður. Gengið væri þó sterkt sem
gerir stöðuna erfiðari og einnig
mætti spyrja sig hvort samkeppni
við erlendar landbúnaðarafurð-
ir væri sanngjörn. Þar sem mikill
munur getur verið á framleiðslu-
ferlum milli landa. „Eru kannski
einhver almenn skilyrði sem eru
eða við ættum að setja sem ná þá
bæði yfir innlenda framleiðslu og
innflutning, það þarf ekki að vera
að breyta þurfi miklu hérlendis til
að setja auknar kröfur á einhverja
ákveðna þætti,“ sagði Sigurður og
biðlaði til fundargesta að velta því
fyrir sér.
Eftirlitið hjá fram-
leiðslulandinu
Þorvaldur H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri inn- og útflutnings-
mála hjá Matvælastofnun, ræddi
einnig hvernig eftirliti væri hátt-
að með innflutningi á afurðum
sem þessum. Sagði hann það hafa
verið grundvallarbreytingu þegar
eftirlitið færðist frá innflutnings-
landinu til upprunalands, þar sem
framleiðslan færi fram. Oft á tíð-
um er eftirlitið nær eingöngu yfir-
ferð á skjölum en varan sjálf ekki
skoðuð. Það þarf ekki líta á það
sem vantraust á eftirlit erlendis
en aðstæður hérlendis kalla oft á
öðruvísi áherslur. Ólafur Valsson
dýralæknir sagði það fulla ástæðu
að fá það viðurkennt að sérstaða
Íslands í búfjársjúkdómum sé gíf-
urleg. Hann velti því þó fyrir sér
hvaða áhrif það raunverulega hefði
að afnema frystiskylduna því ekki
væri mikið um vísindaleg rök um
ávinning frystingar á kjöti nema þá
helst í kjöti eins og kjúklingi sem
innihéldi bakteríuna kampýló-
bakter. Þorvaldur sagði það helst
vera tímann sem skipti máli en nú
er skylt að frysta kjöt niður fyr-
ir -18°C í 30 daga. Tímasvigrúm
er þá til þess að stöðva innflutn-
ing ef einhver frávik koma upp á
skyldri vöru í framleiðslulandinu
til dæmis. Ólafur benti einnig á að
í Noregi tækist að fylgja löggjöf-
inni fullkomlega eftir en væri til
dæmis á mjög svipuðum stað og Ís-
land í sýklalyfjanotkun. „Það hefur
þó ekki farið fram neitt almenni-
legt áhættumat, það vantar alveg.
Það gerir það erfitt að átta sig al-
mennilega á stöðunni eða hvaða
afleiðingar þetta getur haft“ sagði
Ólafur.
Sjúkdómastaða
búfjár einstök
Vilhjálmur Svansson, dýralækn-
ir á tilraunastöð Háskóla Íslands í
meinafræðum á Keldum, fór ítar-
lega yfir sjúkdómastöðu íslenskra
búfjárstofna. „Margir af okkar
stofnum hafa verið einangraðir frá
öðrum nánast frá landnámi, ein-
faldlega vegna legu landsins. Nú-
tíma lifnaðarhættir hafa þó breytt
miklu, menn ferðast út um allan
heim sem gerir vörnum gegn sjúk-
dómum í búfé erfitt fyrir,“ sagði
Vilhjálmur og benti á að fleira en
innflutningur matvæla gæti haft
slæm áhrif. Íslenskir búfjárstofnar
eru því margir hverjir ónæmir fyrir
þeim sjúkdómum sem eru landlæg-
ir víða annars staðar. „Sagan segir
okkur þetta, margar tilraunir hafa
farið verulega úrskeiðis á innflutn-
ingi á lifandi dýrum til kynbóta til
að mynda. Sérstaklega í sauðfé þar
sem í nokkrum tilfellum lá við að
allur stofninn myndi þurrkast út,“
sagði Vilhjálmur. Fundargestir
tóku undir þetta og ræddu hvernig
aðeins eitt lítið slys gæti orðið til
þess að einstakir stofnar á heims-
vísu eins og forystufé og íslenski
geitfjárstofninn þurrkuðust út að
eilífu.
Sýklalyfjaónæmi að
aukast í heiminum
Karl G. Kristinsson, yfirlækn-
ir sýklafræðideildar Landspít-
alans, lýsti áhyggjum sínum af
auknu sýklalyfjaónæmi í heimin-
um almennt. „Aukinn innflutning-
ur mun fjölga sýkingum í mönn-
um og auka líkurnar á því að nær
alónæmar bakteríur ná hér fót-
festu. Mikilvægt er að fylgjast vel
með innflutningi á matvælum og
dýrafóðri og leita kerfisbundið
að sýklalyfjaónæmi í þeim,“ sagði
Karl. Sérstakar áhyggjur hafði
hann af umræddum bakteríum í
kjúklingi, kampýlóbakter. „Það eru
ekki tekin sýni fyrir þessum bakt-
eríum í Evrópu. Samkvæmt rann-
sóknum á árunum 2012-2015 var
68% kjúklings í verslunum í Bret-
landi mengaður af kampýlóbakter.
Á Íslandi er þetta nánast núll pró-
sent enda hefur verið unnið mark-
visst að því,“ sagði Karl. Bakterí-
an þolir ekki að vera fryst. Hann
sagði meira en helming sýklalyfja
í heiminum vera notuð í verksmið-
jubúskap, fólk þyrfti að spyrja sig
hvort það væri það sem það vildi.
Lyfin eru lengi að brotna niður í
umhverfinu og safnast því upp.
Umræðurnar eftir fundinn ein-
kenndust af því að mikilvægt væri
að upplýsa neytendur vel, bæði um
það hvernig ætti að meðhöndla
matvæli almennt og einnig muninn
á íslenskum og erlendum afurðum.
Gera þurfi vandað áhættumat en
aftur á móti geti það verið erfitt
að meta eitthvað sem er óþekkt.
Betri gögn hefðu mögulega getað
kallað fram aðra niðurstöðu en er
þorandi að taka áhættuna á að bíða
eftir rannsóknum sem taka lang-
an tíma. Ljóst er þó að umhverfi
matvælaframleiðslu á Íslandi mun
á einhvern hátt breytast, allt eftir
viðbrögðum stjórnvalda.
sla
Hvernig vilt þú hafa kjötið þitt?
Fundur um áhrif EFTA dóms á matarinnflutning og sjúkdómavarnir
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Ólafur Valsson
dýralæknir og Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri innflutnings hjá Mast, sögðu hver frá sinni sýn á það hvaða áhrif
niðurstaða EFTA-dómstólsins hefði á íslenskan landbúnað og lýðheilsu Íslendinga.
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á
tilraunastöð HÍ í meinafræðum, lagði
áherslu á sjúkdómastöðu íslenskra bú-
fjárstofna sem er einstök á heimsvísu.
Vanda þurfi til verks svo ekki hendi
slys sem geti haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar.
Meðal fundargesta voru þingmenn sem munu ásamt öðrum þurfa að bregðast við
dómnum með einhvers konar lagabreytingum.