Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 29.11.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2017 15 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 20% jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Félag eldri borgara í Snæfellsbæ hélt sinn árlega jólabasar síðasta sunnudag. Að venju var margt fal- legra muna til sölu á basarnum. Úrvalið var mjög fjölbreytt svo sem jólaskraut, glermunir og handa- vinna. Einnig sultur, smákök- ur, skonsur og margt fleira. Gest- ir gátu einnig keypt sér súkkulaði og nýbakaðar vöflur og gætt sér á. Barna- og skólakór Snæfellsbæjar kom svo og söng fyrir gesti og vakti það mikla lukku. Það er alltaf fjöl- mennt á þessum basar eldri borg- ara og er hann fyrir löngu búinn að festa sig í sessi í bæjarlífinu á þess- um árstíma. þa Fjölmenni á basar eldri borgara í Snæfellsbæ Það voru kátir félagar í Lionsklúbbi Ólafsvíkur sem gengu í hús í Ólafs- vík síðastliðið sunnudagskvöld. Buðu þeir til sölu súkkulaðidagatöl eins og þeir hafa gert í fjöldamörg ár. Einn- ig seldu þeir happdrættismiða í leik- fangahappdrætti sínu en dregið er á aðfangadagsmorgun. Hefur happ- drættið alltaf verið vinsælt, miðarn- ir oftast selst upp og mikil stemn- ing þegar dregið er. Happdrætt- ismiða er hægt að nálgast í Verslun- inni Hrund, Söluskála ÓK og Þinni verslun Kassanum en þar fást jóla- dagatölin einnig. Lionsmenn færðu einnig heimilum nýja rafhlöðu í reykskynjara í samstarfi við TM en nú fer í hönd sá tími þar sem mikið er um kertaljós og því afar nauðsyn- legt að hafa skynjarana í lagi. þa Kraftur í fjáröflun hjá Lions í Ólafsvík www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.