Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2017, Qupperneq 16

Skessuhorn - 29.11.2017, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 201716 Krakkarnir á Eldhömrum í Grundarfirði, sem er elsta deild leikskólans, brutu upp hefð- bundna skólaviku á dögunum og héldu sjóræningjadag. Þá buðu þau ættingjum og vinum að koma og skoða afraksturinn sem var glæsilegur. Búið var að föndra stórt sjóræningjaskip á einn vegginn og allir krakkarn- ir voru búin að gera sína eigin sjóræningjasögu sem hægt var að lesa á veggjum deildarinn- ar. Föndraðar voru fjársjóðskist- ur, augnleppar og margt fleira. Flott framtak hjá þessum dug- legu krökkum. tfk Sjóræningjadagur á Eldhömrum Aron Hjaltason er hérna stoltur með fjársjóðskistuna sína og að sjálfsögðu með lepp fyrir auganu eins og sönnum sjóræningja sæmir. Ísey Káradóttir var kát og glöð er hún flaggaði forláta sjóræningjafána fyrir ljós- myndara Skessuhorns. Vinkonurnar Líf Lárusdóttir og Díana Bergsdóttir opnuðu laugar- daginn 11.11 klukkan 11 vefsíðuna framinn.is, þar sem þær hyggjast birta jákvæðar og hvetjandi grein- ar fyrir alla sem huga að sínum frama. „Hugmyndin hefur verið að malla í nokkuð langan tíma en við sáum alltaf fyrir okkur vefsíðu þar sem fjallað væri á hvetjandi hátt um öll þau málefni sem tengjast kon- um. Hugmyndin var að birta helst eingöngu fræðilegar greinar frek- ar en greinar sem skrifaðar eru út frá persónulegri reynslu eða skoð- unum. En við enduðum svo á að hafa fræðilegar greinar í bland við annað efni, þá helst uppskriftir eða skemmtilegar hugmyndir og svo mánaðarlega viðtal við eina frama- konu, en við ætlum að halda okkur frá persónulegum skrifum,“ segir Líf þegar blaðamaður settist niður með þeim vinkonum í liðinni viku. Hafa verið mjög samstíga Vefsíðan er ekki það fyrsta sem Líf og Díana gera saman en þær hafa verið mjög samstíga í lífinu. Þær eru báðar 26 ára og eru báðar í sam- búð með Skagamönnum sem báð- ir heita Ragnar. Þá eignuðust þær líka báðar dætur fyrr á þessu ári auk þess sem þær bjuggu á sama tíma í Huntsville Alabama þegar menn- irnir þeirra spiluðu þar fótbolta frá 2011-2012. Líf starfar í dag í mark- aðsdeild hjá Gámaþjónustunni en hún hefur gegnt ýmsum störfum þar í og með skóla frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur að mennt ásamt því að hafa lokið framhaldsnámi í markaðsfræði frá háskóla í Barce- lona og diplomanámi í viðburða- skipulagningu. Díana starfar hjá auglýsingastofunni HN Markaðs- samskipti en hún lærði Branding and marketing management í VIA University College í Danmörku með áherslu á tísku og hönnun. „Konur eru í raun mjög duglegar að standa saman og við viljum sýna það í verki að við getum allar ver- ið frábærar og stutt hverja aðra. Á vefsíðunni vonumst við til þess að byggja upp gagnagrunn fyrir konur sem vinna að markmiðum sínum. Þar sem þær geta nálgast uppbyggj- andi greinar, fengið innblástur og ráð frá öðrum konum sem hafa elt drauma sína. Það getur verið erf- itt að vera stelpa eða kona í dag og þekkjum við flestar þá pressu að þurfa að standa okkur vel í öllu. Skilaboðin verða oft þau að við þurfum að bæta okkur. Við viljum sýna konum að við erum allar ansi frábærar eins og við erum ólíkar og að við þurfum ekkert endilega að bæta okkur til að uppfylla óraun- hæfa staðla sem settir eru. Við eigum aðeins að bæta okkur fyrir okkur sjálfar, ef við viljum það, “ segir Díana. „Það að við eignuð- umst báðar dætur hefur vissulega haft áhrif á okkur í þessu ferli en við viljum skapa vettvang sem ger- ir fræðilegar greinar aðgengilegri ásamt því að stuðla að hvetjandi samfélagi fyrir stelpurnar okkar að alast upp í,“ bætir Líf við. Fá konur með reynslu eða menntun Aðspurðar hvort síðan myndi flokk- ast sem hefðbundið blogg segja þær svo ekki vera. „Við myndum frek- ar skilgreina hana sem veftímarit því þar kemur aðeins inn fræðslu- efni eða viðtöl, ekki persónulegar færslur. Eins og staðan er núna, eru með okkur í þessu verkefni fimm flottar konur sem skrifa greinar fyrir okkur, Hildur Rut Ingimars- dóttir er mikill matarunnandi og áhugakona um matargerð. Hún gaf til að mynda út matreiðslubókina Avocado fyrir jólin í fyrra. Hún sér því að mestu um að setja inn upp- skriftir á vefinn. Aníta Sif Elídóttir skrifar greinar um næringu en hún er næringafræðingur og starfar sem slíkur á Heilsuborg og Landspít- alanum. Hafdís Bergsdóttir skrif- ar greinar þar sem hún kemur með ýmis góð ráð og skemmtilegar hug- myndir, en hún er grunnskólakenn- ari í Brekkubæjarskóla auk þess sem hún er með sveinspróf í kjólaklæð- skurði. Eyrún Reynisdóttir íþrótta- fræðingur ætlar að fræða okkur um hreyfingu og að lokum er svo Arn- björg Baldvinsdóttir, sem starfar í markaðsdeildinni hjá WOW air að skrifa greinar fyrir okkur, en hún er menntuð í margmiðlunarhönn- un frá Danmörku, “ segja þær Líf og Díana. Viðtal við framakonu Eins og fram hefur komið stefna þær Líf og Díana að birta á síðunni viðtal við eina framakonu í hverj- um mánuði. Aðspurðar hvað ein- kenni framakonur horfa þær hvor á aðra og brosa. „Við skulum alveg viðurkenna að við vorum hræddar um að þetta myndi misskiljast og að fólk héldi að okkur þætti við sjálfar vera svo miklar framakonur, “ seg- ir Líf og hlær. „En til þess að vera framakona þarftu ekki að vera for- stjóri í fyrirtæki eða gegna mikil- vægri stöðu í banka. Við óttuðumst líka að fólk myndi kannski skilja þetta á þann veg. Okkar hugmynd um framakonu er einhver sem set- ur sér markmið og vinnur að þeim, markmiðin geta verið hvað sem er. Framakona getur verið kennari, at- vinnumaður í íþrótt, húsmóðir, eig- andi fyrirtækis eða hvað sem er. Við erum fyrst og fremst að hugsa um að taka viðtöl við konur sem hafa átt drauma sem þær létu verða að veru- leika. Okkur langar að sjá hvernig viðkomandi konur unnu að sínum markmiðum og eltu drauma sína. Það mun svo vonandi vera hvatning fyrir aðrar konur að vinna að því að láta sína drauma rætast, “ bæt- ir Díana við. Þær segja viðtökurn- ar hafa verið mjög góðar og að þær séu nú þegar komnar með nokkrar konur á lista sem hugsanleg viðtals- efni. „Það er svo gaman að fá þessi frábæru viðbrögð og sjá hversu margar konur hafa elt drauma sína. Það er líka gaman að segja frá því að við erum nú þegar búin að finna framakonu desembermánaðar, eina mjög flotta Skagakonu, “ segja þær báðar og brosa. arg Vilja stuðla að hvetjandi samfélagi fyrir konur Framakonur langar að sjá hvernig konur vinna að markmiðum sínum og elta draumana Díana Bergsdóttir og Líf Lárusdóttir opnuðu vefsíðuna Framinn.is 11.11 klukkan 11. Ljósm. Gunnar Jóhann Viðarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.