Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Page 4

Skessuhorn - 13.12.2017, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Flóð eða lækjarspræna? Sá undarlegi siður hefur í áratugi gilt hér á landi að gefa einkum út bæk- ur í aðdraganda jóla. Sárafáar bækur koma út þess á milli. Auðvitað eru höfundar og útgefendur að treysta á að bók sé laumað í jólapakkann. Þetta er náttúrlega góð og gegn markaðsfræði og hefur vafalítið svínvirk- að alla tíð enda afar auðvelt að pakka inn bók svo vel fari. Hins vegar hef- ur þessi söluaðferð ýmsar hliðarverkanir. Þannig heyrði ég fyrir nokkr- um árum af afa nokkrum sem var svo stálheppinn að hann fékk í jólagjöf ekki færri en ellefu eintök af sömu bókinni eftir Arnald og fjögur af bók Yrsu. Við Íslendingar erum nú einu sinni með ríka hjarðhegðun og það hefur náttúrlega þótt skothelt að kaupa bækur þessara höfunda til gjafa. Eitt árið enn virðist því eina spennan á bóksölumarkaðinum felast í því hvort Arnaldur eða Yrsa vermi toppsæti metsölulistans og hvort þeirra lendir í öðru sæti hans. Eðli málsins samkvæmt varð uppi fótur og fit hjá helstu áhugamönnum um sigurvegara í bóksölustríðum þegar bók eftir lífstílssnapparann Sól- rúnu Díegó skaust óvænt í efsta sæti metsölulistans. Þessi ágæta kona gaf í haust út bók sem byggir á áralangri reynsla hennar við að þrífa hús. Þetta er náttúrlega ómetanlegt fræðirit sem vafalítið mun leiða til auk- ins hreinlætis á heimilum og áhuga fyrir viðfangsefninu. Bók af þessu kalíberi mun með tíð og tíma öðlast sambærilegan virðingarsess og mat- reiðslubækur Helgu Sigurðar eða Gagn og gaman. Sjálfur hef ég í tvígang staðið fyrir því að gefa út bækur. Þannig var haldið upp á tíu ára afmæli Skessuhorns með útgáfu bókar og aftur á fimmtán ára afmælinu. Báðar þessar bækur voru að ég held skammlausar og áttu ekkert síður erindi til almennings en auðgleymanlegir reyfarar. En salan var dræm og ástæðan nokkuð einföld. Við vorum ekki Yrsa, ekki Arnaldur og bara alls ekki í vinahópi þess manns sem einráður er um hvaða bókum er sagt frá í Ríkismiðlinum. Af þeim sökum á ég ennþá í fórum mínum um fimm hundruð stykki af hvorri bók, nákvæmlega þann fjölda sem mér hafði fyrirfram verið tjáð að myndu seljast út á kynningu í Kiljunni. Eftir þessa reynslu ákvað ég, og hef staðið við, að gefa ekki út fleiri bækur meðan þessi sami einráður stýrir þættinum. Það verður því með öðrum hætti sem við höldum upp á tvítugs afmæli Skessuhorns í byrjun næsta árs. Síðastliðin fimm ár hef ég af þessum sökum haft ákveðna skömm á Kilj- unni þrátt fyrir að hafa í aðra röndina gaman af bókmenntum. Af þeim sökum er ég eðli málsins samkvæmt algjör auli um bókaútgáfu hverju sinni og kemur það mér því alltaf jafn skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi bóka sem ég sé þegar ég álpast inn í bókabúðir á aðventunni. Þá blasa að vísu við fólki í dyragættinni heilu brettastæðurnar af Arnaldi og Yrsu, en eftir að búið er að ná að skáskjótast framhjá brettunum kemur í ljós að ennþá er bókaútgáfa hér á landi í ótrúlegum blóma, þrátt fyrir að bóksal- ar séu enn að greiða sama virðisaukaskatt og aðrir útgefendur! Til að skekkja stöðu útgefenda enn meira hafa matvörumarkaðir um árabil valið „rjómann“ af útgáfu hvers árs og bjóða bækur á mun lægra verði en þær verslanir sem reyna allt árið að halda uppi viðunandi þjón- ustustigi við unnendur bókmennta. Þar er valið úr útgáfu ársins þau rit sem þykja söluvænleg og búið er að fjalla um í Kiljunni. Ekki bætir þetta stöðu þeirra útgefenda sem ekki eiga upp á pallborðið hjá einvaldinum. Hættan er því sú að góðar bækur eru gefnar út en fara síðan í plastinu á haugana á nýju ári af því landsmenn vissu hreinlega ekki af tilurð þeirra. Bækur sem jafnvel eru betri en bækur sem vinir þáttastjórnandans gefa út. Magnús Magnússon. Leiðari Hvalaskoðunarskipið Íris er farið að sigla með farþega um Grund- arfjörð og nágrenni enda háhyrn- ingarnir farnir að láta sjá sig aft- ur á Breiðafirði. Hvalaskoðunar- vertíðin mun standa eitthvað fram á næsta ár og munu bátarnir frá Láka Tours eflaust hafa í nógu að snúast næstu misserin. tfk Vertíðin hafin í hvalaskoðun Starfshópur um byggingu búsetu- kjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi hefur skilað lokaskýrslu sinni til bæjaryfirvalda. Var hún lögð fram á fundi bæjarráðs síðasta dag nóv- embermánaðar. Hlutverk hópsins var í megindráttum að meta þörf á byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi, kanna möguleika varðandi fjármögnun og rekstrar- form slíks kjarna, vinna verk- og kostnaðaráætlun fyrir byggingu búsetukjarnans, gera rekstrar- áætlun fyrir hann og leita sam- ráðs og samstarfs við hagsmuna- aðila. Í skýrslunni er að finna tvær útfærslur á tillögum um búsetu- kjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi. Annars vegar kjarna í Skógarhverfi I, við Asparskóga eða Akralund, en hins vegar kjarni á Dalbrautarreit. Búsetukjarni í Skógarhverfi yrði inni í almennri íbúabyggð og á svæði þar sem frekari uppbygging er fyrirhuguð. Þá er hugsanlegt að samnýta megi starfsfólk og starfs- mannaaðstöðu í búsetukjarna fyr- ir aðra þjónustuþega í nágrenninu. Starfshópurinn sá enga ókosti við að reisa búsetukjarna við Aspar- skóga eða Akralund. Helstu kostirnir sem starfshóp- urinn sá við búsetukjarna við Dal- braut er að staðsetningin er mið- svæðis, inni í almennri íbúabyggð nálægt allri þjónustu, þ.m.t. Fjöl- iðjunni og verslunum. Vegna stað- setningar mætti ef til vill áætla að síður þyrfti ferðaþjónustu á nálæg- ar stofnanir og í verslanir. Búsetu- kjarni á Dalbrautarreit byði einn- ig upp á samnýtingu starfsmanna- halds, rétt eins og ef hann risi í Skógarhverfi. Aftur á móti er Dal- brautarreitur dýr byggingarreitur vegna kröfu um bílakjallara og út- lit húss. Heildarkostnaður um 460 m.kr. Um kostnað við byggingu búsetu- kjarna segir í skýrslunni að reikna megi með því að hann verði mun hærri við Dalbrautarreit en á Asp- arskógum og Akralundi, vegna ofangreindra ástæðna. Kostnað- aráætlun tekur mið af þeim fer- metrafjölda sem áætlað er að Akra- neskaupstaður hafi til umráða við byggingu á Dalbraut 4, eða 1300 fermetrar. Sá fermetrafjöldi hef- ur hingað til verið skilgreindur fyrir þjónustumiðstöð fyrir aldr- aða. „Áætlaður heildarkostnaður við húsnæði verði um 460 millj- ónir kr. og það verði fullbúið árið 2020. Þessi forsenda byggir á því að Akraneskaupstaður fái á árinu 2018 viðunandi tilboð í bygging- arrétt vegna uppbyggingar lóð- anna við Dalbraut 4 og 6 og lóð- anna Þjóðbraut 3 og 5,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur því til í lokaorðum skýrslunnar að eftirfar- andi ráðstafanir verði gerðar til að mæta fyrirsjáanlegri þörf á búsetu- úrræðum fyrir fatlað fólk á Akra- nesi: 1. Leitað verði samráðs við fatl- aða, talsmenn þeirra og starfsmenn sem koma að þjónustu við fatlaða á Akranesi, við uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis fyrir fatlað fólk. 2. Hafist verði handa við upp- byggingu á sértæku húsnæðisúr- ræði fyrir fatlað fólk á árinu 2018, þannig að tryggt verði að eigi síð- ar en á árinu 2019, verði tekið í notkun sértækt húsnæðisúrræði til að uppfylla nauðsynlega þörf sem liggur fyrir nú þegar. 3. Teknar verði frá að minnsta kosti tvær fjölbýlishúsalóðir í Skógarhverfi og/eða Lundarhverfi fyrir íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk. 4. Gert verði ráð fyrir íbúðar- húsnæði fyrir fatlað fólk í fjölbýlis- húsum sem fyrirhugað er að reisa á Dalbrautarreit. 5. Hugað verði að því að á Sem- entsreitnum verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk. Bæjarráð þakkaði starfshópn- um þeirra störf og greinargóða skýrslu. Var bæjarstjóra falin frek- ari úrvinnsla málsins, en gert er ráð fyrir að það verði tekið fyrir að nýju á fundi bæjarráðs á nýju ári, fimmtudaginn 25. janúar. kgk Sambýlið við Laugarbraut á Akranesi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Telja búsetukjarna fyrir fatlaða í Skógarhverfi góðan kost Skýrsla starfshóps á Akranesi til umfjöllunar í bæjarráði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.