Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2017, Page 8

Skessuhorn - 13.12.2017, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 20178 Bræður lesa og árita BORGARNES: Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Bene- diktssynir munu mæta í Land- námssetrið í Borgarnesi næst- komandi mánudag milli klukkan 18 og 19 og lesa upp úr bókum sínum fyrir börnin. Þeir munu síðan árita bækur og plaköt að lestri loknum. „Upplagt er að mæta aðeins fyrr og ná sér í kakó með rjóma á kaffihúsinu,“ segir í tilkynningu frá bræðrunum frá Stað, sem bjóða alla velkomna, en frítt er inn á viðburðinn. -mm Fótur af klaufdýri í innfluttum spæni LANDIÐ: Lífland hefur inn- kallað spæni frá Staben í Svíþjóð eftir að fótur af klaufdýri fannst í einum bagga síðdegis á mánu- dag á alifuglabúi hér á landi. Líklega er um fót af dádýri að ræða. „Dýrahræ geta borið með sér smitefni og sem varúðarráð- stöfun hefur fyrirtækið innkall- að alla sendinguna af spæninum og stöðvað dreifingu,“ segir í til- kynningu frá Matvælastofnun. Í kjölfar þess að fóturinn fannst var brugðist við, svæðið sótt- hreinsað þar sem spænirinn var og stöðvuð dreifing á spæni úr gámnum sem hann var fluttur í til landsins. Hringt var í þá að- ila sem vitað var að hefðu keypt úr gáminum og varan innköll- uð. Ein hestavöruverslun á höf- uðborgarsvæðinu hafði fengið spæni úr viðkomandi sendingu sem hún hafði í almennri sölu. Nokkurn tíma tók að hafa uppi á öllum kaupendum, en tekist hefur að ná í þá alla. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 2. - 8. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 838 kg. Mestur afli: Þura AK: 838 kg í einum róðri. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 223.470 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.074 kg í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 181.834 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 38.657 kg í fjórum róðrum. Rif: 15 bátar. Heildarlöndun: 383.892 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 72.126 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 64.946 kg. Mestur afli: Hannes Andrésson SH: 24.750 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Rifsnes SH - RIF: 72.126 kg. 6. desember. 2. Hringur SH - GRU: 66.074. 6. desember. 3. Örvar SH - RIF: 63.892 kg. 5. desember. 4. Saxhamar SH - RIF: 48.367 kg. 3. desember. 5. Helgi SH - GRU: 44.347 kg. 3. desember. -kgk Vinna við áfangastaðaáætlun á Vesturlandi (DMP – Destination Management Plan) gengur vel, að sögn Margrétar Bjarkar verkefnis- stjóra og ráðgjafa hjá SSV. Verk- efni þetta felur í sér stöðugrein- ingu, stefnumótun og aðgerðaáætl- un fyrir þróun ferðamála á Vestur- landi. Ein áfangastaðaáætlun verður gerð fyrir allt Vesturland og á hún að verða tilbúin í maí á næsta ári. Áfangastaðaáætlunin mun byggja á gögnum og vinnu sem unnin er á fjórum svæðum á Vesturlandi, þ.e. fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshrepp, fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi og loks fyrir Dalabyggð. Vinna við verkefnið er að mestu unnin af verkefnisstjórum en með aðstoð vinnuhópa á hverju svæði auk þess sem leitað er eftir aðkomu almenn- ings og umsögnum frá ýmsum aðil- um á verkefnistímanum. Vel mætt á undirbún- ingsfundi Ferðamálastofa stendur fyrir þessu verkefni í samstarfi við allar Mark- aðsstofur á Íslandi sem allar vinna áfangastaðaáætlun fyrir sín svæði. „Tilgangur verkefnisins er að móta heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags, samhæfingar í þróun og stýringu þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifum af ferðamál- um á svæðinu. Markmiðið er m.a. að stýra þróun ferðamála á svæðinu yfir ákveðinn tíma, en unnið er með þriggja ára áætlun í þessari fyrstu áætlanagerð. Nú í nóvember voru haldnir opnir fundir á öllum svæð- unum fjórum hér á Vesturlandi, þar sem kallað var eftir aðkomu allra sem áhuga höfðu á að leggja verkefninu lið við að stilla upp framtíðarsýn til næstu þriggja ára fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi,“ segir Margrét Björk. Hún segir að á hvern fund á svæð- inu hafi 20-25 manns mætt og var þátttakendum skipt í hópa sem unnu saman að helstu áherslum varðandi framtíðarsýn ferðaþjónustunnar og þróun hennar næstu þrjú árin. Margt bar á góma „Þetta voru mjög vinnusamir og góðir fundir þar sem margt áhuga- vert og gagnlegt kom fram. Fyrsta tilfinning varðandi niðurstöður þess- ara funda er að fólk er almennt mjög ánægt með þá framþróun sem hefur orðið síðastliðin ár í ferðaþjónustu á Vesturlandi, bæði varðandi fjölg- un ferðamanna og aukið framboð á gistingu, dægradvöl og veiting- um. En betur má ef duga skal. Eins og við var að búast var mikil áhersla lögð á að bæta þyrfti uppbyggingu og gæði innviða sem lúta að að- gengi, upplýsingum, öryggi og upp- lifun fólks, sem og þolmörkum nátt- úru og samfélags. Í því sambandi var talað um umferð, vegi og útivistar- stíga, fjarskiptasamband og raforku- öryggi, merkingar og upplýsinga- gjöf, almenningssamgöngur, vetr- arþjónustu vega og einbreiðar brýr, löggæslu og heilbrigðisþjónustu, al- mennt þjónustuframboð, verðlagn- ingu, gjaldtöku og gestrisni. Einnig var mikið rætt um dreifingu ferða- manna um landið, áherslur í mark- aðssetningu og mismunandi að- stæður og aðstöðu á milli staða og svæða o.m.fl.“ Skapa þarf sátt Margrét Björk segir að öll séu framangreind atriði þekkt áherslu- atriði varðandi framþróun byggð- ar jafnt og uppbyggingu ferða- þjónustu. „Því þarf að greina bet- ur og staðsetja nánar þörfina fyr- ir úrbætur varðandi þessa innviða- uppbyggingu á Vesturlandi. En það sem vakti mesta athygli var mikill samhljómur á öllum þessum fund- um þar sem fundamenn kölluðu eftir samtali, skilningi og stýringu sem gæti skapað sátt um ferðaþjón- ustuna í landinu. Í þeirri umræðu var áhersla á að stjórnvöld þurfi að efla skilning sinn á eðli ferða- þjónustunnar og þörfum hennar. Það var ákall eftir samtali á milli ferðaþjónustugreinarinnar og ráða- manna varðandi lagaumgjörð, eftir- lit, stefnumótun og stýringu. Einn- ig eftir meira samráði á milli mark- aðsgeirans, ferðaskipuleggjenda og ferðaþjónustuaðila. Þá var talað um aukið samtal og skilning milli samfélagsins og þjónustuaðila og ferðaskipuleggjenda. Einnig þyrfti að auka samtal og miðlun upplýs- inga til ferðamanna varðandi sam- félagið og lífið í landinu, hvernig Ísland væri „raunverulega“ en ekki á glansmynd og fræðslu til sam- félagsins varðandi ferðaþjónustuna. Þá var mikið rætt um mikilvægi þess að koma á fót virkum vett- vangi þar sem ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi gætu starfað mark- visst saman að vöruþróun, gæða- starfi og markaðsmálum. Rætt var um mikilvægi þess að öðlast meiri þekkingu og skilning á eðli og um- fangi ferðaþjónustunnar til að hægt væri að mæta þörfum greinarinnar og vinna samhent og í sátt að því að byggja upp gæða ferðaþjónustu á Íslandi.“ Tala þarf greinina upp Þá segir Margrét Björk að síðast en ekki síst hafi verið samhljómur um að allir sem að þessari atvinnugrein kæmu þyrftu að sýna ábyrgð í verki. „Það væri ekki hægt að byggja upp heilstæða atvinnugrein og stuðla að gæðum hennar ef utanumhald og umgjörð væri ekki í lagi. Stjórnvöld yrðu að setja umgjörð og reglur sem styddu við gæði og fagmennsku og fylgja því eftir að allir störfuðu innan rammans svo ekki skapaðist ójafn- vægi á markaðnum. Atvinnugrein- in þyrfti líka að hafa metnað til að veita gæðaþjónustu og gera það vel. Samfélagið þyrfti að gera sér grein fyrir ávinningi sínum af ferðaþjón- ustu og styðja við greinina með vel- vild, tillitssemi og framboði á vöru og stoðþjónustu sem efldi þessa at- vinnugrein. Allir þyrftu svo að leggj- ast á eitt um að tala greinina upp en ekki niður.“ Margrét Björk segir það mjög áhugavert að vinna áfram að þess- ari gagnaöflun og greiningu varð- andi áherslur í stefnumótun um framþróun ferðamála á Vesturlandi. „Nú eru fyrirhugaðir opnir fund- ir á öllum svæðum í janúar þar sem unnið verður að markmiðasetningu til að undirbyggja aðgerðaráætlun fyrir framþróun ferðamála á Vestur- landi næstu þrjú ár. Vonandi verður góð mæting á þá fundi, enda skiptir ferðaþjónustan máli fyrir okkur öll. segir Margrét Björk að endingu. mm/ Ljósm. Markaðsstofa Vesturlands. Stefnumótun ferðamála á Vesturlandi Markmið sett á fundum sem haldnir verða í upphafi næsta árs Frá fundinum sem haldinn var fyrir Borgarbyggð og Skorradal. Svipmynd frá fundi sem haldinn var á Snæfellsnesi. Svipmynd af fundinum í Dalabyggð. Á fundinum á Akranesi sem haldinn var á Safnasvæðinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.