Skessuhorn - 13.12.2017, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 201714
Guðni Th Jóhannesson forseti Ís-
lands kom í heimsókn í Dala-
byggð í síðustu viku ásamt eigin-
konu sinni Elizu Reid og fylgdar-
liði. Vel var tekið á móti gestunum
og lýsti forsetinn ánægju sinni með
móttökurnar hvarvetna sem hann
kom. Heimsóknin hófst með inn-
liti á hjúkrunarheimilið Fellsenda í
Miðdölum. Eftir það var komið við
hjá Þorgrími, Helgu og fjölskyldu á
Rjómabúinu á Erpsstöðum og boðið
upp á skyr og mysudrykki. Þvínæst
lá leiðin í Mjólkurstöðina í Búðar-
dal þar sem ostagerðin var skoðuð. Í
Leifsbúð í Búðardal var opinn fund-
ur um framtíðaráform ferðaþjón-
ustu í Dölum. Sveinn Pálsson sveit-
arstjóri ávarpaði gestina, Rögnvald-
ur Guðmundsson formaður Ólafs-
dalsfélagsins sagði frá áformum í
Ólafsdal og Svavar Gestsson kynnti
Gyllta söguhringinn. Sigríður Mar-
grét Guðmundsdóttir frá Land-
námssetri Íslands sagði gestunum
frá fyrirhuguðu Vínlandssetri sem
stendur til að koma á fót í Leifs-
búð. Að lokum voru kaffiveiting-
ar og spjall við gestina. Dagskránni
þennan fyrri dag forsetaheimsóknar
í Dali lauk með heimsókn á Byggða-
safnið að Laugum í Sælingsdal.
Á fimmtudaginn hófst dagskrá
með því að forsetinn og fylgdarlið
hans óku um Skarðsströnd og Fells-
strönd og heimsóttu fólk og komu
við á nokkrum merkisstöðum beggja
vegna Klofnings. Laust fyrir hádegi
var heimsókn í Auðarskóla en for-
setinn og föruneyti snæddi hádegis-
mat með nemendum og starfsfólki.
Eftir hádegi var brunað upp á Ei-
ríksstaði í Haukadal þar sem Sigurð-
ur á Vatni tók á móti gestum. Eftir
það var komið við á Kvennabrekku
þar sem skilti um Árna Magnússon
fræðimann og handritasafnara var
afhjúpað. Sauðfjárbúið á Kringlu
var sótt heim og þvínæst komið við
á Silfurtúni í Búðardal. Dagskrá lauk
síðdegis á fimmtudaginn með fjöl-
skylduskemmtun í Dalabúð. Boðið
var upp á veitingar úr héraði og fjöl-
breytt skemmtiatriði. sm
Vel heppnuð opinber heimsókn
forseta Íslands í Dalina
Arnar Freyr er nýkrýndur Íslandsmeistari í rúningi og lá því vel við að sýna forsetanum hvernig menn bera sig að.
Forsetinn færði Ólafsdalsfélaginu gamla ljósmynd að gjöf. Hér er meðal annarra
Rögnvaldur Guðmundsson formaður Ólafsdalsfélagsins, forsetahjónin og Gunnar
Geir Vigfússon ljósmyndari. Í ríflega sjötíu ára sögu lýðveldisins Íslands hafa
tveir menn séð að mestu um myndatöku fyrir forsetaembættið og stjórnarráðið.
Það eru feðgarnir Vigfús Sigurgeirsson og Gunnar Geir Vigfússon. Vigfús faðir
Gunnars Geirs tók myndina sem forsetinn færði Ólafsdal að gjöf.
Það voru einlægir ungir Dalamenn sem tóku á móti forsetahjón-
unum í leiskólanum.
Þessi kona er búsett á Fellsenda og málar af ástríðu. Hún bauð
forsetahjónunum upp á sýningu í íbúð sinni.
Vel var tekið á móti forsetahjónunum á Dvalarheimilinu Silfurtúni
og átti fólk gott spjall. Á myndinni heilsar forseti Íslands Guðrúnu
Jóhannesdóttur frá Rauðbarðaholti.
Jóna Helga Magnúsdóttir, forstöðukona Hjúkrunarheimilisins á
Fellsenda fór yfir sögu heimilisins.
Svavar Gestsson og Rögnvaldur Guðmundsson rýna í Ólafsdals-
myndina. Fjær stendur Ingveldur Guðmundsdóttir sem sæti á í
sveitarstjórn Dalabyggðar og Ólafsdalsfélagsins og einnig glittir
í kollinn á Höllu Steinólfsdóttur sem gegnir sömu embættum og
Ingveldur.
Heimasætan á Erpsstöðum, Hólmfríður Tania, færði forsetanum að
gjöf höfuðfat eða „buff“ í safnið. Í heimsókninni minntist forsetinn
sjálfstæðisbaráttu Finna og þess að þeir halda nú upp á 100 ára sjálf-
stæði. „Þar sem forsetinn notar buff við ýmis tækifæri, fannst dóttur
okkar tilvalið að færa honum buff og þar sem við áttum finnskt buff,
var þetta einkar viðeigandi,“ sagði Þorgrímur á Erpsstöðum.
Í Auðarskóla fengu nemendur það hlutverk að taka á móti
forsetahjónunum. Í hádeginu sat nemendaráð Auðarskóla til borðs
með forsetahjónunum og fór vel á með þeim.
Á fimmtudaginn var afhjúpað að Kvennabrekku söguskilti um Árna
Magnússon handritasafnara.
Forsetahjónin skoða Mjólkursamsöluna í Búðardal.
Sveinn Pálsson sveitarstjóri tók á móti gjöf frá forseta Íslands og konu hans, Elizu
Reid. Gáfu þau myndir frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Ólafs Ragnars
Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur árið 1997.