Skessuhorn - 13.12.2017, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2017 19
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is
Allar fyrirspurnir vegna útboðs skal senda á utbod@or.is
Útboð
Óskað er eftir tilboðum í almenna þjónustu rafvirkja
tengda viðhaldsþjónustu, endurnýjun og viðbótum á
virkjunum og þjónustu rafvirkja á hlöðum á mismunandi
stöðum á landinu.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Nánar lýst í útboðsgögnum „ONRS-2017-18 Þjónusta
rafvirkja“
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR
https://www.or.is/utbod
Tilboð verða opnuð hjá Orku náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík, fimmtudaginn 11.01.2018 kl. 11:00.
ONRS�2017�18/ 09.12.2017
Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í:
Þjónustu rafvirkja
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is
Allar fyrirspurnir vegna útboðs skal senda á utbod@or.is
Útboð
j l i , j í · í i · . .i
ll i i l n.is
Atvinna
Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir
eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar:
Við Fjölbrautaskóla Snæfellinga er laus til umsóknar
tímabundin staða framhaldsskólakennara í dönsku á vor- og
haustönn 2018. Um hálfa stöðu er að ræða.
Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í viðkomandi
námsgrein ásamt kennsluréttindum í framhaldsskóla.
Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu
skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið
hrafnhildur@fsn.is eigi síðar en 2. janúar 2018.
Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting
upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar
kennsluaðferðir, vendinám og námsmat með sérstakri áherslu á
leiðsagnarmat. Leitað er að kennurum sem hafa frumkvæði, eru
sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í
þróunarstarfi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2018.
Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og
fjármálaráðuneytis. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er
óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur
refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga.
Sakavottorð fylgi umsókn.
Nánari upplýsingar gefur undirrituð, í síma 430-8400
á skrifstofutíma. Netfang: hrafnhildur@fsn.is.
Á heimasíðu skólans, www.fsn.is, er að finna ýmsar
upplýsingar um skólann og starfsemi hans.
Skólameistari
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Knattspyrnufélag ÍA hefur gert
samning við hinn unga og efnilega
Bjarka Stein Bjarkason um að leika
með liðinu næstu tvö árin, eða út
leiktímabilið 2019. Bjarki er fædd-
ur árið 2000 og er uppalinn hjá
Aftureldingu í Mosfellsbæ. Hann
spilaði tíu leiki með liðinu í 2.
deild karla síðasta sumar og skor-
aði í þeim tvö mörk. Hann á að
baki þrjá landsleiki með U17 ára
landsliði Íslands og tvo með U18
ára landsliðinu. Í tilkynningu á vef
KFÍA er komu Bjarka til félagsins
fagnað. „Það er mjög jákvætt að fá
Bjarka Stein loksins til félagsins.
Bjarki Steinn er ungur og efni-
legur leikmaður sem styrkir okkur
mikið. Hann er líka með mikinn
metnað til að ná langt í fótbolta
og það er það sem við leitum að í
leikmönnum hér á Skaganum, svo
hann á bara eftir að vaxa og dafna
og gera frábæra hluti í framtíðinni.
Hann á framtíðina fyrir sér,“ segir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf-
ari ÍA. kgk
ÍA semur við efnilegan leikmann
Frá undirritun samningsins. F.v. Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, Bjarki
Steinn Bjarkason, Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari mfl. karla og Hulda Birna
Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA. Ljósm. KFÍA.
Með stækkun friðlands í Þjórs-
árverum og stækkun Vatnajökul-
sþjóðgarðs á árinu sem er að líða
er búið að friðlýsa 21,6% af flat-
armáli Íslands. Umhverfisstofnun
hefur látið reikna út að raunheild-
arflatarmál friðlýstra svæða hér sé
22.233,3 ferkílómetrar, en flatar-
mál landsins alls er eins og kunn-
ugt er 103.000 ferkílómetrar.
Upphaf friðlýsinga á Íslandi má
rekja til ársins 1928 þegar Þing-
vellir voru friðlýstir. Nokkur tími
leið uns næsta skref var stigið en
árið 1940 var Eldey friðlýst. Fátt
var að frétta næstu tuttugu árin uns
stórt og mikilvægt skref var stigið
árið 1968 með stofnun Skaftafells-
þjóðgarðs. Áttundi áratugur síð-
ustu aldar var drjúgur í friðlýs-
ingum. 1973-1974 voru fjölmörg
svæði friðlýst, svo sem Skútustaða-
gígar, Hvannalindir, Hólmanes,
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum,
Bláfjöll, Steðji, Eldborg, Herðu-
breiðarlindir, Húsafell, Mývatn
og Laxá, Ingólfshöfði og Grótta.
Næstu stökk eru þegar friðland að
Fjallabaki var stofnað árið 1978 og
Þjórsárver árið 1981. Árið 1984
var Skaftafellsþjóðgarður stækk-
aður úr 500 km2 í 1700 km2. Árið
1995 var Breiðafjörður verndað-
ur með sérlögum sem telst mjög
stórt skref. Árið 2004 var Skafta-
fellsþjóðgarður stækkaður aftur
verulega. Ástæða dýfu sem sést á
myndinni er að verndarsvæði Mý-
vatns og Laxár var minnkað veru-
lega, úr 4400 km2 í 152,89 km2.
Síðasta stóra stökkið er árið
2008 þegar Vatnajökulsþjóðgarð-
ur var stofnaður. Samhliða því að
flatarmál jókst, fækkaði fjölda frið-
lýstra svæða því með stofnun þjóð-
garðsins urðu þegar friðlýst svæði
hluti hans, þ.e. Skaftafellsþjóð-
garður, Esjufjöll, Þjóðgarðurinn í
Jökulsárgljúfrum og Askja. Hildur
Vésteinsdóttir, teymisstjóri í frið-
lýsingateymi Umhverfisstofnunar-
segir, segir að flest stóru friðlýs-
ingaskrefin sem hafi verið stigin á
fyrri hluta tímabilsins séu í kring-
um náttúruverndarþing. Þá hafi
mikið kapp verið lagt á að ljúka
við friðlýsingar fyrir þing og eftir
þegar fram komu nýjar tillögur að
friðlýstum svæðum.
mm
Meira en fimmtungur Íslands er friðlýstur
Á teikningunni
má sjá þróun
friðlýsinga fram
til dagsins í dag.
Heimild: Um-
hverfisstofnun.
Árið 1995 var Breiðafjörður
verndaður með sérlögum.
Ljósm. úr safni: sá.