Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Side 7

Skessuhorn - 25.04.2018, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 7 Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is ný pr en t 0 3 /2 0 18 Í frétt Fiskistofu í síðustu viku segir að von sé á reglugerð frá Atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem leyfi til grásleppuveiða verða lengd úr 32 dögum í 44. Eins og kunnugt er var heimilt að hefja veiðar 1. apríl sl. í Faxaflóa, á ut- anverðum Breiðafirði og Vestfjörð- um, en innanverður Breiðafjörð- ur verður opnaður til veiðanna 20. maí. mm Líkur á að grásleppu- vertíðin verði lengd Haraldur Jónsson útgerðarmaður á Akranesi var nýverið að yfirfara gráslepp- unetin. Hann hyggst leggja net út af Mýrum síðar í vor. Með betri tíð er kominn mikill og góður skriður í framkvæmdirn- ar hjá Guðmundi Runólfssyni hf í Grundarfirði. Þar rjúka veggirnir upp eins og enginn væri morgun- dagurinn. Nú eru byggingarkran- arnir orðnir þrír talsins og eru þeir nánast í stanslausri notkun. Byrjað er að reisa veggi verksmiðjunnar og setur þetta mikinn svip á iðnað- arsvæðið. Veður hefur verið verk- tökum hagstætt upp á síðkastið og vonast menn eftir áframhaldandi blíðviðri. fk Góður gangur hjá G.Run Björn Henrý Kristjánsson og Ro- semary Lilja Ríkharðsdóttir tóku fyrstu skóflustunguna að nýju ein- býlishúsi við Ægisbraut í Búðardal föstudaginn 13. apríl. Þetta mun vera fyrsti húsgrunnur í eigu einstaklinga sem tekinn er í Búðardal síðustu tíu árin en hjónin hafa fest kaup á bjálka- húsi frá Völundarhúsum. Björn og Rosemary fluttu í Dalina haustið 2013 þar sem Björn gerðist bústjóri á Lambeyrum í Laxárdal og var þar í tvö ár. Rosemary hóf litlu síðar störf á útibúi Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal en á þeim tíma varð til ný staða á skiptiborði fyrir öll útibúin. Auk þess tók Rosemary að sér stöðu verslunarstjóra í Vínbúðinni. „Eftir tveggja ára dvöl á Lamb- eyrum ákváðum við að vera áfram í Dölum og átti atvinnuöryggi stærst- an þátt í þeirri ákvörðun. Björn fékk vinnu hjá Koli ehf. Við fluttum inn í Búðardal þar sem við fengum hús til leigu tímabundið. En þar sem húsakostur var hreinlega enginn í boði fórum við að kynna okkur hvað væri í boði á markaðinum sem væri bæði hagstætt og fljótlegt í bygg- ingu. Okkur leist best á bjálkahúsin frá Völundarhúsi. Við keyrðum aust- ur í Höfn og skoðuðum samskonar hús og við ætlum að byggja og féll- um strax fyrir því. Vissulega er þetta öðruvísi en við eigum að venjast en við hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni. Við ætlum að byggja þetta sjálf að mestu leyti, en Björn var að klára grunninn sem tók hann sex daga þar sem hann vann einn við að grafa og keyra efni. Ég stóð á hliðarlínunni en það eina sem ég gat gert á þessu stigi var að sjá um að fóðra bóndann,“ segir Rosemary í samtali við blaðamann. Næsta skref hjá þeim verður að gera sökkulinn og áætlað er að hús- ið verði flutt á staðinn seinni hlut- ann í júní. Þótt bjartsýnin og jákvætt hugarfar fylgi ákvarðanatöku Björns og Rosemary fengu þau ögn að finna fyrir því að atvinnuöryggi get- ur brugðist og það munar um hvert starf í litlu samfélagi. „Í mars feng- um við þær ömurlegu fréttir að starf mitt hefur verið lagt niður hjá sýslu- manninum og erum við því tvær sem missum vinnu vegna hagræðingar í rekstri embættisins. Þá á þjónustan í Búðardal eftir að minnka verulega, þ.á.m. verður skristofan aðeins opin tvo daga í viku. Þetta er mikill skell- ur fyrir okkur og samfélagið í heild,“ segir Rosemary. En þau hjónin halda ótrauð áfram og ætla að vera bjartsýn á framhaldið. „Okkur líður mjög vel hér í Dölunum, fólkið hér hefur tek- ið okkur með opnum örmum. Hér höfum við eignast marga góða vini og fyrir það erum við bæði þakklát,“ segir hinn bjartýni húsbyggjandi Ro- semary að lokum. sm Fyrsti grunnurinn að einbýlishúsi í Búðardal í tíu ár Rosemary og Björn. Verið er að slá upp fyrir sökklum. Brugðið á leik.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.