Skessuhorn - 25.04.2018, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 19
hótelinu fór rafmagnið af um kvöld-
ið. Sama gerðist á veitingastaðnum
sem þeir borðuðu á. Litlir díselmót-
orar voru á víð og dreif um borgir
og bæi og knúðu litla drykkjarkæla.
Flest hótelin voru svo með varaafls-
töð.
Fræðst um land og þjóð
Á ferðalaginu var gert ráð fyrir því
að fólk myndi vilja skoða eitthvað
á leiðinni. Til dæmis var stoppað á
safninu The Killing Fields, þar sem
fjöldamorða Rauðu Khmeranna er
minnst. „Maður gengur um og sér
hauskúpur og aftökustaðinn. Mað-
ur var bara alveg í sjokki eftir að sjá
þetta. Gaurinn [pol pot] drap tæp-
lega einn þriðja af sinni eigin þjóð!“
Kambódía er fræg fyrir fjöldamorð
Rauðu Khmeranna á áttunda ára-
tug síðustu aldar, en líka fyrir must-
erin í Angkor Wat. Hallgrímur og
félagar hans stoppuðu þar líka til að
skoða. „Þessi þjóð er rík, þótt hún
sé fátæk. Hún á þessi musteri inni í
skóginum.“ Musterin eru talin vera
þau mikilfenglegustu á jörðinni, með
mörg hundruð mustera á sama stað,
þar sem nú er nútímabærinn Siem
Reap. „Við vorum þarna í heilan
dag sem var tæplega lágmark. Sum-
ir eru þarna í mánuði!“ Musterin eru
byggð í kringum tólftu öld og til-
heyrðu fyrst hindúatrú en breyttust
svo í búddamusteri með tímanum og
trúbreytingum í Kambódíu. Á ein-
hverjum tímapunkti gleymdust þau
og skógurinn endurheimti svæðið og
musterin hurfu í gróður. Nú er unnið
að því að hreinsa burt gróðurinn og
það er blússandi ferðamannaiðnaður
í kringum Angkor Wat núna. Aðal-
musterið á þó að standa með gróðr-
inum, enda er það ekki síður áhuga-
vert fyrir ferðamenn að sjá mátt nátt-
úrunnar í verki.
Ný upplifun og önnur
væntanleg
Hallgrímur er ánægður með ferðina.
Hún var góð og skemmtileg upplifun
og í fyrsta sinn sem hann ferðast til
Asíu. Félagarnir í klúbbnum eru þeg-
ar byrjaðir að skipuleggja næstu ferð
og hyggjast fara með sama fyrir-
tæki í mótorhjólaferð um Laos eft-
ir eitt og hálft ár.
klj
Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110
www.smaprent.is - smaprent@smaprent.isSmáprent
Bolir
í mörgum litum
Við hönnum, prentum og merkjum fyrir þig og þína
Matur er ögn fjölbreyttari í Asíu en á Íslandi. Hallgrímgur veigraði ekki fyrir sér að
smakka það sem á borð var borið; lirfur, engisprettur, krybbur og kunnuglegur
kjúklingur.
Musterin í Angkor Wat eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.
Rætur trjánna hylja nær inngang að musteri og skapa ævintýralega sýn.
Um alla Kambódíu mátti finna Búdda, hvort sem það var á hólum eða í görðum
hjá fólki.
Rauðu Khmerarnir drápu fjölmarga landa sína á áttunda áratug síðustu aldar.
Fjöldamorðanna er minnst á safninu The Killing Fields í Kambódíu.
Fjöldi barna vinnur við að betla. Þessi ungi piltur varð á vegi Hallgríms.