Skessuhorn


Skessuhorn - 25.04.2018, Side 27

Skessuhorn - 25.04.2018, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 25. ApRÍL 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Bæði ÍA og Víkingur Ó. léku í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á sumardaginn fyrsta. ÍA tók á móti ÍH á Akranesi en Víkingur Ó. heimsótti lið KFG. Á föstudag tók Kári á Akranesi síðan á móti Elliða frá Ísafirði. Öllu unnu Vesturlandsliðin stórt og tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum bikars- ins. Allir leikir næstu umferðar fara fram dagana í kringum mánaða- mótin næstkomandi. Steinar með fjögur í stórsigri ÍA Leikur ÍA og ÍH í Akraneshöll- inni var einstefna frá fyrstu mín- útu. Getumunurinn á liðunum leyndi sér ekki, enda Skagamenn í 1. deild og ÍH í 4. deild. Eftir að- eins fimm mínútna leik kom Stein- ar Þorsteinsson Skagamönnum yfir og tveimur mínútum síðar skoruðu gestirnir sjálfsmark. Ólafur Valur Valdimarsson skoraði þriðja mark ÍA á 11. mínútu og stefndi í stór- sigur ÍA. Stefán Teitur Þórðarson skoraði á 33. mínútu, Arnór Snær Guðmundsson fjórum mínútum síðar og Steinar skoraði annað mark sitt skömmu eftir það. Staðan var 6-0 í hléinu og úrslitin löngu ráðin. Steinar fullkomnaði þrennuna þeg- ar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en eftir það róaðist leikur- inn mikið. Skagamenn fengu þó sín færi sem þeir náðu ekki að nýta en sóknir gestanna voru fáar og ekki líklegar til árangurs. Á lokamínútu leiksins nýttu Skagamenn loks færi og þar var á ferðinni Steinar Þor- steinsson. Skoraði hann sitt fjórða mark og rak smiðshöggið á 8-0 sig- ur Skagamanna. ÍA 32 liða úrslitum mætir ÍA liði Selfyssinga á útivelli. Öruggur útisigur Víkings Ó. Á Bessastaðavelli heimsóttu liðs- menn Víkings Ólafsvíkur lið KFG. Yfirburðir Ólafsvíkinga voru tölu- verðir gegn 3. deildar liði KFG, en Víkingur Ó. leikur sem kunn- ugt er í 1. deild. Eftir 26 mínútna leik skoraði Ívar Reynir Antons- son fyrsta mark leiksins fyrir Vík- ing Ó. og sjö mínútum síðar skor- uðu heimamenn sjálfsmark. Stað- an í hléinu var því 0-2, fyrir Vík- ing Ó. Síðari hálfleikur var ekki nema fimm mínútna gamall þeg- ar Sigurður Helgi Harðarson kom Ólafsvíkingum þremur mörk- um yfir og skömmu síðar skoraði Kwame Quee fjórða mark liðsins. Leikurinn róaðist aðeins eftir það og það var ekki fyrr en á 85. mín- útu að næsta mark kom. Það skor- aði Kwame Quee einnig, úr víta- spyrnu eftir brot í teignum. Loka- tölur urðu 0-5 stórsigur Víkings Ó. og liðið því komið áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Þar mæta Ólafsvíkingar liði Hamars. Sá leikur fer fram í Hveragerð. Kári rústaði Elliða Leikur Kára og Elliða fór fram í Akraneshöllinni á föstudag. Skemmst er frá því að segja að gest- irnir sáu aldrei til sólar. Eggert Kári Karlsson kom Kára yfir strax á 11. mínútu og Alexander Már Þorláks- son bætti öðru marki við tveim- ur mínútum síðar. Áður en flautað var til hálfleiks skoraði Guðlaug- ur Þór Brandsson þrennu og Kári var 5-0 yfir í hléinu. Alexander Már Þorláksson skoraði næstu tvö mörk leiksins og kom Kára í 7-0 áður en Natan Hjaltalín minnkaði mun- inn fyrir gestina þegar tíu mínútur lifðu leiks. En Káramenn voru ekki hættir. Marinó Hilmar Ásgeirsson og Hlynur Sævar Jónsson skoruðu sitt markið hvor undir lok leiksins og innsigluðu 9-1 stórsigur Kára. Káramenn etja kappi við Hött í 32 liða úrslitum bikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Vesturlandsliðin unnu stórt í bikarnum Sundkonan Inga Elín Cryer frá Akranesi keppti á ÍM -50 um liðna helgi og náði þar frábærum árangri. Hún keppti í 100m og 200m flug- sundi og 200m skriðsundi og varð Íslandsmeistari í öllum þessum greinum. Þá vann hún til þriggja bronsverðlauna í boðsundsgrein- um. Þannig að afrakstur helgar- innar voru þrjú gull og þrjú brons. Inga Elín hefur verið að æfa mjög vel að undanförnu og er óðum að nálgast sitt besta form. Ekki tókst henni þó á mótinu að ná lágmörk- um fyrir EM en kröfurnar þar inn eru miklar. Hefði hún þurft að bæta Íslandsmetin í hverri grein töluvert til að ná lágmarkinu. Engu að síður var þetta góður árangur. mm Þrjú gull og þrjú brons á ÍM - 50 Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug fór fram í Laugardals- laug um liðna helgi. Tólf kepp- endur frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í mótinu. Sneru keppendur heim með nokkra verðlaunapen- inga auk þess sem eitt Akranesmet féll. Sævar Berg Sigurðsson vann til silfurverðlauna í 50 m bringu- sundi og Atli Vikar Ingimundarson hreppti bronsið í 100 m flugsundi á nýju persónulegu meti. Boðsund- ssveit félagsins hafnaði í þriðja sæti í 4x100 m fjórsundi, en sveitin var skipuð þeim Sævari Berg, Atla Vik- ari, Erlendi Magnússyni og Sindra Andreas Bjarnasyni. Þá setti Brynhildur Traustadótt- ir nýtt Akranesmet í 1500 m skrið- sundi. Bætti hún aðeins tveggja vikna gamalt met sitt um hvorki meira né minna en 21 sekúndu. Skilaði það henni fjórða sæti í sund- inu. kgk Syntu til verðlauna og settu met Bronsverðlaunasundsveitin í 4x100 m fjórsundi. Skagamaðurinn Jóhann Ársæll Atl- ason sló þriðjudaginn 17. apríl sl. 19 ára gamalt Íslandsmet í einum leik í 1. flokki pilta í keilu. Í 1. flokki leika keppendur 17-18 ára. Jóhann spilaði 299 stiga leik í 2. deildinni á Akra- nesi þennan dag, en hæsta mögu- lega skor í keilu er 300. Eldra metið í 1. flokki pilta var 298, sem Stein- þór Geirdal setti árið 1999. Metið sem Jóhann Ársæll sló var því eldra en hann sjálfur. kgk Sló 19 ára gamalt Íslandsmet Jóhann Ársæll Atlason úr Keilufélagi Akraness fyrir miðju. Ljósm. KLÍ. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 61. sæti á Lalla Me- ryem Cup mótinu í Marokkó um helgina. Mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni. Spilamennska Val- dísar var mjög kaflaskipt. Hún lék frábærlega á upphafshringnum en náði sér ekki á strik á næstu þremur hringjum mótsins. Lauk hún leik á 19 höggum yfir pari í 61. sæti, sem fyrr segir. Næst leikur Valdís á Evrópu- mótaröðinni 14. maí næstkomandi en hún er skráð til leiks í úrtökumót fyrir Opna bandaríska mótið. kgk Valdísi Þóru gekk illa í Marokkó Valdís Þóra á fyrsta hring mótsins.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.