Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 20182 Um næstu helgi verður Íslandsmeist- aramótið í torfæru haldið í gryfjum við Fellsenda í Hvalfjarðarsveit. Þá verð- ur líka Stykkishólmur Cocktail Week- end 2018 um helgina en þá keppa all- ir helstu veitingastaðir og barir bæjar- ins um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018. Þetta og sitthvað fleira er fram- undan í menningunni á Vesturlandi. Á morgun er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt, skýjað og lítilsháttar rign- ing verður öðru hverju. Skýjað með köfl- um á Austurlandi og stöku skúrir síð- degis. Hiti 10-17 stig, hlýjast á Suður- landi. Á föstudag er von á suðvestan- átt 5-10 m/s með rigningu en þurrt um landið austanvert fram eftir degi. Hiti á bilinu 8-17 stig, hlýjast á Austurlandi. Á laugardag er spáð hægri suðvestlægri eða breytilegri átt, skýjað og dálítil rign- ing eða skúrir en þurrt á Suðausturlandi. Hiti á bilinu 8-16 stig, hlýjast suðaustan- lands. Á sunnudag er spáð vestlægri átt 3-10 m/s en norðlægari norðan til og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á mánudag er gert ráð fyrir norðaustlægri átt, skýjað og smáskúrir. Hiti 8-14. stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort veðurfar í sumar hafi haft áhrif á ferðaplön lesenda. Helming- ur þeirra sem svöruðu sögðu veður- far ekki hafa haft nein áhrif. 27% sögðu veðurfarið hafa gjörbreytt ferðaplön- um. Veðurfarið hafði lítilleg áhrif á ferða- plön 11% svarenda. 6% svarenda ætla ekki að ferðast og 6% sögðust ekki vita það enn. Í næstu viku er spurt: Hefur þú eða munt þú taka þátt í hátíð- arhöldum vegna hundrað ára afmælis fullveldis? Þeir Vestlendingar sem lögðu land und- ir fót og kepptu á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um síðustu helgi og stóðu sig með prýði þrátt fyrir mikla bleytu, eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Næstu blöð SKESSUHORN: Athygli er vakin á útgáfu næstu vikurn- ar. Blaðið kemur út í næstu viku miðvikudaginn 25. júlí og einnig miðvikudaginn 1. ágúst. Venju samkvæmt fer starfsfólk í frí vikuna um versl- unarmannahelgi og kemur því EKKI út blað miðvikudaginn 8. ágúst. Næsta blað eftir frí kemur svo út miðvikudaginn 15. ágúst. -mm Ná ekki að róa alla veiðidagana VESTURlAND: Þrálát ótíð það sem af er sumri hefur kom- ið í veg fyrir að strandveiðisjó- menn hafi geti róið eins og þeir kjósa og hafa heimildir til. Kveður svo rammt við að menn muna jafnvel ekki eftir annarri eins ótíð að sumri. Nú er útlit fyrir að einhverjir nái ekki að nýta alla 12 róðrardag- ana í mánuðinum. Sama gilti um júnímánuð, í það minnsta hjá þeim sem róa ekki ef veður eða veðurútlit er tvísýnt. Sjó- menn eru því farnir að ókyrr- ast og í landlegum eru margir á kaffistofum og ergja sig út af veðri og vindum. Aðrir hittast á bryggjuspjalli, eins og þess- ir herramenn, þeir Vöggur Ingvason, Gísli Marteinsson og Róbert Óskarsson. Allir róa þeir á strandveiðum. Þeir fóru svo til veiða á fimmtu- daginn, en myndin var tekin á miðvikudag í liðinni viku. -af Enn er kjaradeila ljósmæðra og ís- lenska ríkisins óleyst og hefur nú verið boðað yfirvinnubann frá og með deginum í dag, náist ekki að semja í tæka tíð. Blaðamaður Skessuhorns hafði fyrir helgi sam- band við Jóhönnu Fjólu Jóhannes- dóttur forstjóra Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands og tók stöðuna á ástandinu á fæðingadeildinni á Akranesi. Jóhanna kvaðst uggandi yfir óvissunni sem nú ríkir og að komi til yfirvinnubanns. „Við vit- um vel að ef til þess kemur verður erfitt að halda uppi þjónustu. En ég vona að deiluaðilar setjist niður hið fyrsta og reyni til þrautar að semja þannig að unnt verði að afstýra yfir- vinnubanninu,“ segir Jóhanna. Að- spurð segir hún ástandið á Akranesi þó enn vera viðráðanlegt. „Upp- sagnir ljósmæðra á landspítalan- um hafa ekki náð í sama mæli hing- að svo við erum ekki enn farin að glíma við alvarlega undirmönnun. Aukið álag hér núna tengist fyrst og fremst knappri sumarmönnun en við erum bara með eina ljós- móðir á vakt í einu yfir sumar- ið. Þó hefur ein ljósmóðir nýverið sagt upp störfum hjá okkur,“ segir Jóhanna. Metið frá degi til dags Jóhanna segir að fæðingum á Akra- nesi hafi fjölgað frá mánaðamót- um vegna aukins álags á landspít- alanum. „Við settum af stað aukna samvinnu við landspítalann í þeim tilgangi að dreifa álaginu ef hægt er. Á fæðingadeildinni á Akranesi hafa verið fleiri fæðingar en skráð- ar voru í upphafi mánaðarins m.a. vegna valkeisara sem komið hafa frá landspítalanum eftir að uppsagnir ljósmæðra á landspítalanum tóku gildi um síðustu mánaðamót,“ seg- ir hún. „Frá föstudeginum 13. júlí er ekki svigrúm til að taka við fleiri beiðnum um að fæða á Akranesi en þeim sem þegar er búið að skrá á listann fyrir væntanlegar fæðingar í næstu viku. Ef koma beiðnir um aðstoð frá landspítalanum munum við að sjálfsögðu reyna að verða við því en svigrúmið sem við höfum er ekki mikið og meta þarf mögulega aðstoð frá degi til dags.“ arg Bygging Guðlaugar við langasand á Akranesi gengur ágætlegt og verð- ur laugin væntanlega tilbúin um miðjan ágúst, að sögn Árna Geirs Sveinssonar verkefnisstjóra hjá Ís- Forstjóri HVE uggandi yfir óvissunni vegna kjaradeilunnar Þrívíddarmynd af lauginni eins og hún mun líta út. Guðlaug tilbúin við Langasand um miðjan ágúst tak. Guðlaug er heit laug á þrem- ur hæðum sem verið er að byggja í grjótgarðinum við langasand. Á fyrstu hæð laugarinnar verður vað- laug, á miðhæðinni verður heit laug og sturtur og efst verður út- sýnispallur. Upphaflega átti laug- in að vera tilbúin í júlí á þessu ári en vegna veðurs urðu örlitlar taf- ir á verkinu. „Það var hér vestan- og suðvestan brim í maí sem gerði okkur erfitt fyrir og við gátum lít- ið aðhafst. En um leið og það lægði hefur verkið gengið vel,“ segir Árni Geir þegar blaðamaður hitti hann við Guðlaugu fyrir helgi. „Það hef- ur líka aðeins sett strik í reikninginn hversu illa hefur gengið að fá fólk í sumarafleysingar en við höfum ekki lent í því áður. Þetta er flókin smíði en þar sem laugin er bogadregin þurfum við að sérsmíða öll mót og það tekur tíma en við vissum það áður en við fórum af stað svo það hefur ekkert að segja með tafirnar. En við erum komnir á gott ról núna og stefnum á að allt verði klárt um miðjan ágúst,“ segir Árni Geir. arg Smíði Guðlaugar tafðist aðeins vegna veðurs en verkið er nú komið á gott ról. Árni Geir Sveinsson verkef- nisstjóri segir smíði Guðlau- gar ganga ágætlega og ætti laugin að verða tilbúin um miðjan ágúst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.