Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Það eru ekki ýkjur þegar sagt er að húsnæðismarkaðurinn á suðvesturhorni landsins sé býsna erfiður. Á hann vantar hagkvæmar minni eignir. Ungt fólk er því í fjötrum í foreldrahúsum eða býr við svo hátt leiguverð á almenna markaðinum að útilokað er fyrir það að byggja upp höfðustól til útborgun- ar í eigin húsnæði. Hæst er verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu en lækkar samkvæmt venju þegar út í nágrannabyggðir kemur. Þannig er t.d. allt hús- næði í Garði, Selfossi, Borgarnesi, Akranesi og fleiri stöðum fullsetið ef svo má segja, því þar er hagstætt að búa. Þar hefur fasteignaverð enda hækkað töluvert á umliðnum árum og hangir í þetta um 70-80% af verðinu á höfuð- borgarsvæðinu. Fer ekki hærra en svo að fólk telur hagkvæmt að aka langa leið til vinnu á hverjum degi, en búa þess í stað í ódýrara húsnæði. En þrátt fyrir þessa stöðu á húsnæðismarkaði er nánast hvergi verið að byggja ódýrar eignir, án íburðar og prjáls. Þannig má segja að í markaðinn vanti heilbrigða skynsemi. Það er einfaldlega ekki verið að byggja hæfilega litlar eignir sem duga annað hvort sem fyrstu kaup ungs fólks, eða sem væn- legar eignir fyrir eldra fólk sem gjarnan vill minnka við sig á efri árum. Þessu veldur margt. Margir nefna uppskrúfaða byggingarreglugerð sem þýdd er upp úr evrópskum stöðlum sem heimta m.a. lyftur, meiri lofthæð en þörf er á, geymslurými í hverja íbúð og annað sem alls ekki flokkast sem nauðsyn. Það er eins og sjálfsagt hafi þótt að þýða hingað til lands byggingarreglu- gerðir á færibandi sem samdar hafa verið fyrir aðrar aðstæður en hér eru. Þá hafa sveitarfélög ekki séð þennan vanda fyrir og skort frumkvæði til að leita lausna. Ekki má heldur gleyma að talið er að í um átta þúsund íbúðum hér á landi sé nú rekin gistiþjónusta sem ekki einu sinni er talin fram til skatts og á meðan eru þær íbúðir ekki á markaðinum. Þar hafa skattayfirvöld og aðrar stofnanir brugðist. loks er hluti skýringarinnar sá að peningaeigendur, kall- aðir markaðsaðilar, hafa algjör fákeppnistök á íbúðamarkaði á suðvesturhorni landsins. Talið er að allt að 50% nýrra íbúða séu keyptar upp af svokölluðum fagfjárfestum, þar með talið stórum leigufélögum, sem hafi það eitt markmið að leigja húsnæði fyrir eins mikið og hægt er að sjúga upp úr buddum launa- fólks. Um leið eru leigjendur sem hafa ekki aðra kosti en eiga við þau við- skipti, hnepptir í greiðsluvanda. Segja má að síðastnefnda atriðið sé að hluta í boði stjórnvalda því nefna má að þegar eignir Íbúðalánasjóðs voru seldar í stórum kippum fyrir nokkrum árum var einungis hinum svokölluðu fagfjár- festum, hrægömmum, boðið að borðinu. En hvað er til bragð til að snúa þessari óheillaþróun við? Ég las afar áhuga- verða frétt á Vestfjarðamiðlinum bb.is í liðinni viku. Þar sagði frá því að Ís- lenska kalkþörungafélagið lét nýverið reisa fyrsta íbúðarhúsnæðið sem byggt er í þrjá áratugi á Bíldudal. Þetta afskekkta byggðarlag er náttúrulega langt út fyrir þau mörk sem fjárfestar líta til, allavega meðan þeir græða meira annarsstaðar. En nú er atvinna til staðar á Bíldudal og raunar allt til reksturs góðs fyrirtækis, utan húsnæðis fyrir starfsfólk. Fyrirtækið rakst í leit sinni að lausnum á eistneskt fyrirtæki sem byggir færanleg ódýr hús. Fengin var lóð, gerður grunnur og á tveimur vikum eftir að húsið kom til landsins var það risið og nánast allt tilbúið svo hægt væri að flytja inn. Kostnaðurinn 300 þúsund krónur á nýbyggðan fermetra, eða hlægileg upphæð í samanburði við aðra valkosti í húsbyggingum. Svipað dæmi heyrði ég um byggingu lít- illa starfsmannaíbúða á öðrum stað á landsbyggðinni. Þar var staðbyggt sex íbúða raðhús og áhersla lögð á hagkvæmni í stað íburðar og prjáls. Þegar upp var staðið var kosnaðurinn um tólf milljónir króna á íbúð, eða 300 þúsund krónur fermetrinn líkt og á Bíldudal. Já, það er hægt að byggja íveruhús án þess að láta kostnaðinn hlaupa úr böndunum. Meðan við Íslendingar búum við gjaldmiðil sem krefst hærri vaxta en almennt þekkist, verðum við að leita leiða til að byggja skynsamlega. Við eigum ekki að sætta okkur við að fjármálaöfl, hrægammar eða reglugerð- arfargan komi í veg fyrir að ungt fólk eignist þak yfir höfuðið. Magnús Magnússon. Lausnin að byggja ódýrt Leiðari Strandveiðisjómenn sem voru í gær að veiðum á Breiðafirði, um tutt- ugu sjómílur norðvestan við Ólafs- vík, urðu varir við töluvert af mak- ríl sem lóðaði í yfirborðinu. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns hélt í strandveiðitúr frá Ólafsvík þá um morguninn. Hann segir að töluvert af makríl komi á krókana og félagar hans á miðunum hafi séð makrílflekki uppi við yfirborðið. Þeir geti þó ekki fullyrt að makríll- inn sé kominn í veiðanlegu magni. Alfons sagði ágæta veiði á mið- unum í gær, fiskurinn vel haldinn og bestu aðstæður; koppalogn og fagurt veður. Meðfylgjandi mynd tók hann á útstíminu í gærmorgun. mm „Slysaslepping á eldislaxi varð úr sjókví Fjarðalax í Tálknafirði í byrj- un mánaðar. Orsök tjóns og um- fang slysasleppingar liggja ekki fyr- ir en fimm fiskar úr sjókvínni hafa veiðst í net eftir atvikið fram til þessa,“ segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. Stofnuninni barst tilkynning frá Fjarðalaxi um fisk utan kvíar og gat á nótarpoka sjókvíar fyrirtæk- isins að laugardal í Tálknafirði að morgni 6. júlí. „Við eftirlit Mat- vælastofnunar 9. júlí sl. var farið yfir atburðarás atviksins, búnað og viðbrögð fyrirtækisins. ljóst er að slysaslepping hefur átt sér stað en umfang sleppingar er óljóst. Með- alþyngd fiska í umræddri kví er 3,5 kg og voru um 150.000 fiskar í kvínni. Fiskistofa stjórnar veið- um vegna slysasleppinga og hafa fimm fiskar veiðst í net eftir slysa- sleppinguna. Viðbrögð fyrirtækis- ins voru samkvæmt skráðum verk- ferlum þess. Gert var við göt eftir að þau uppgötvuðust og viðbragð- sáætlun vegna slysasleppingar virkj- uð,“ segir í tilkynningu Mast. mm Á fundi sem ríkisstjórn Íslands hélt í langaholti í Staðarsveit á mánu- daginn var samþykkt að tryggja öfl- un, samræmingu og áreiðanleika gagna sem þarf við áframhaldandi þróun þjónustukorts fyrir allt land- ið. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti á fundinum fyrsta áfanga kortsins með opnun vefsjárinnar thjonustukort.is. Starfshópur skip- aður starfsfólki nokkurra ráðuneyta mun fylgja samþykktinni eftir. Í ríkisstjórnarsáttmála segir í kafla um eflingu Alþingis að stjórnin muni „hefja samstarf við sveitarfé- lögin um gerð þjónustukorts sem sýnir aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila til að bæta yfirsýn og þar með skapa grundvöll fyrir að- gerðir til að tryggja íbúum þjón- ustu og jafna kostnað.“ Ábyrgð á framkvæmd þessa verkefnis verður hjá samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Markmiðið er að auka og bæta aðgengi almennings að upp- lýsingum um þjónustu hins opin- bera og einkaaðila. Þannig er lagð- ur grunnur að bættri þjónustu við almenning, auknum tækifærum til nýsköpunar og frekari stefnumót- unar á sviði byggðamála. Afurð verkefnisins verða upplýsingar til landsmanna um þjónustu, settar fram á myndrænan og gagnvirkan hátt. Þjónustukortið verður unnið í áföngum og er það fyrsti áfangi sem kynntur var að þessu sinni með opnun vefsjárinnar thjonustukort. is. Þar eru tilteknar upplýsingar á sviði heilbrigðis-, fræðslu- og lög- gæslumála. Ýmsar mikilvægar upp- lýsingar vantar í kortið eins og það er birt núna, auk þess sem hönn- un útlits og framsetningar á eftir að taka þróun. Við vinnuna hefur Byggðastofnun m.a. notið aðstoðar landmælinga Íslands og ráðgjafar- fyrirtækisins Alta ehf. mm Héraðsdómur Vesturlands kvað nýverið upp dóm í allsérstæðu máli sem tengist búrekstri á ótilgreindri jörð á Vesturlandi. Á jörðinni rak sambúðarfólk kúabú í nafni hluta- félags frá árinu 2002 í jafnri eigu þeirra beggja, eða allt þar til slitl- aði upp úr sambandi þeirra árið 2011 og konan flutti burtu. Mað- urinn hélt búskap áfram á jörðinni. Konan krafðist þess nú fyrir dómi að viðurkennt yrði að maðurinn bæri skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann hafi valdið henni sem með- eiganda að búinu „með aðgerð- um og aðgerðaleysi við búrekstur á jörðinni,“ eins og tilgreint er ítar- lega í málsgögnum. Þá kemur fram að krafa konunnar byggi á því að í aðdraganda þess að dreifing afurða frá búinu var bönnuð af Matvæla- stofnun 21. júní 2013, hafi maður- inn sýnt aðgerðaleysi og ekki unn- ið að úrbótum við búið með full- nægjandi hætti eftir þann tíma svo að unnt væri að selja þaðan mjólk að nýju. loks hafi hann án henn- ar samþykkis tekið ákvörðun um að selja bústofninn sem var í sameig- inlegri eigu þeirra beggja og vitn- að er í kaupsamning dagsettan 25. júní 2014 þar að lútandi. Kýrnar voru í kjölfarið seldar og fluttar á annað bú. Dómurinn taldi sannað að mað- urinn bæri skaðabótaábyrgð á tjóni sem konan hefði orðið fyrir með ýmsum aðgerðum og aðgerða- leysi, eins og rakið er í dómsgögn- um, við búreksturinn eftir að hún hvarf brott af bújörðinni. Dreifing mjólkur frá búinu hafi sannanlega verið stöðvuð af Matvælastofnun og maðurinn hafi sýnt aðgerðaleysi með að vinna ekki að tilheyrandi úrbótum með fullnægjandi hætti eftir þann tíma svo að unnt væri að selja mjólk frá búinu. Þá hafi hann loks tekið ákvörðun um að selja bú- stofninn. Með dómnum er viður- kennt að maðurinn beri að greiða sameiganda sínum að búrekstrin- um bætur fyrir það tjón sem hann hafi valdið. Honum var einnig gert að greiða 1,1 milljón króna í máls- kostnað. mm Makríllinn kominn á Breiðafjörð Talinn hafa valdið tjóni með aðgerðum og aðgerðaleysi Stefna að samræmdum þjónustuvef fyrir allt landið Slysaslepping úr sjókví í Tálknafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.