Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 2018 19 Um helgina fór bæjarhátíðin Sandara- og Rifsaragleði fram. Mikið var lagt upp með að gera hátíðina sem best úr garði og að öll fjölskyldan fyndi eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hófs á fimmtudag með því að Ari Eldjárn var með uppistand í Frysti- klefanum í Rifi og var skemmtunin vel sótt. Á föstudaginn var keppt í tveimur greinum í Vestfjarðavíkingnum í Tröð og þar voru komnir saman ellefu kraftakarlar og fjöldi áhorfenda sem skemmtu sér vel þótt mikið rigndi. Um kvöldið var svo Slysósúpa í gamla frystihúsinu á Hellissandi og skemmtiat- riði í boði. Á laugardaginn skein svo sólin glatt á hátíðargesti og var ekki annað að sjá en fólk brosti sínu breiðasta. Einn heima- maður sagði fréttaritara að nú væri það endanlega staðfest, að „Guð væri Sandari.“ Mikið var um að vera og var til dæmis markaður í Röstinni þar sem margt var til sölu og kunnu gest- ir vel að meta fjölbreytileikann sem var á boðstólnum. lati- bær var með skemmtiatriði fyrir börn og forntraktóraakstur var um bæinn. Einnig var Slökkvilið Snæfellsbæjar með froðu á Munaðarhólnum sem óhætt er að segja að hafi slegið ræki- lega í gegn bæði hjá börnum og fullorðnum sem réðu sér ekki fyrir kæti. Á laugardagskvöldin var svo götugrill vítt um bæinn og voru allir boðnir velkomnir til þess að njóta veitinga hjá íbúum. Síðar um kvöldið fór svo fram fjölmennur dansleikur í Röst þar sem heimahljómsveitinn Ungmennafélagið lék fyrir dansi og rennur allur ágóðinn af ballinu til styrktar Sjóminja- safninu á Hellissandi. Á sunnudaginn var fjörinu haldið áfram með barnaskemmt- un í Frystiklefanum með Karíus og Baktus auk þess sem úr- slitaleikur HM var sýndur á ristjaldi og Halldór Gylfason var með tónleika. af Prýðis veður á Sandara- og Rifsaragleði Froðan hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar sló í gegn. Þessi unga dama var alveg búin á því og lagði sig bara í fang systur sinnar. Forntraktora akstur. Á markaðinum í Röst var tælenskur matur í boði. Latibær var með skemmtiatriði. Sólveig Bláfeld lét ekki sitt eftir liggja og renndi sér með börnunum og brosti svo bara og hafði gaman. Hraustir kraftakarla kepptu í Tröð, en dagskráin var hluti af Vest- fjarðavíkingnum. Börn voru hugfangin að sjá sterkasta manni í heimi og vildu ólm láta mynd sig með honum og var það sjálfsagt mál. Hér er Svavar og Benóný á mynd með Hafþóri. Sterkasti maður heims; Hafþór Júlíusson, var í Tröð og hér er hann að kenna einum keppandanum réttu handtökin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.