Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201814 Í lok síðustu viku höfðu á þriðja tug hvala veiðst og verið unnir í Hvalstöðinni í Hval- firði. Þar er gengið fumlaust til verka og gengur vel. ljósmyndari Skessuhorns fylgd- ist með skurði á einni langreyði á plani Hval- stöðvarinnar síðastliðinn fimmtudag. Á út- sýnissvæði ofan við athafnasvæðið voru auk blaðamanns nokkrir áhugasamir Íslending- ar að fylgjast með hvalskurðinum. Fólki sem rætt var við fannst þetta áhugavert og töldu jákvætt að Íslendingar héldu í þessa fornu hefð að veiða og nytja hvalinn. Meðal þeirra var bændahjón vestan af Snæfellsnesi og áhugaljósmyndarar frá Akranesi. Einnig var á ferðinni hestamaður úr Skagafirði sem var á heimleið af landsmóti hestamanna með við- komu á Suðurlandi. Sagðist sá hafa unnið við slátrun búfjár til fjölda ára og ætti sér þann draum heitastan að fá að starfa á hvalskurðar- plani í eina vertíð. Veður var með ágætum meðan hvalurinn var skorinn og sólin náði að ylja áhorfen- dum og körlunum á plani af og til. Frá því byrjað var að skera hvalinn og þar til verkinu lauk leið ekki nema rúm klukkustund. Öll tæki, gufuknúin spil sem önnur, virðast gan- ga smurt jafnvel þótt mörg séu þau komin til ára sinna líkt og hvalbátarnir sem báðir voru að veiðum þegar þetta var. Þá er allt viðhald mannvirkja á svæðinu, og ekki síður heima í braggahverfinu, Hvali hf. til sóma. Er og verður umdeilt En hvalveiðar eru og verða sjálfsagt alltaf umdeildar. Að hluta til má rekja það til þekk- ingarleysis, en mörgum, einkum þó útlend- ingum, finnst vænt um hvali og eru mót- fallnir veiðum á þeim óháð öllum rökum um sjálfbærar veiðar. Í síðustu viku komst svo í heimspressuna þegar einn af hvölum þessarar vertíðar reyndist að líkindum vera blendings- afkæmi langreyðar og steypireyðar. Síðar- nefnda tegundin hefur verið alfriðuð í sextíu ár. Fullyrt var af dýraverndunarsamtökunum Hard to Port að um hreinræktaða steypireyð hefði verið að ræða og því væru Íslendingar að brjóta lög. Fram kom í fréttum að erfðasýni hefði verið tekið úr dýrinu og myndi rann- sókn á því væntanlega fá úr því skorið hvort um blending hefði verið að ræða eða ekki. Blendingsafkvæmi hvala njóta ekki lagalegr- ar verndar. Kristján loftsson forstjóri Hvals hf. segir útilokað að hvalveiðimenn ruglist á steypireyði og langreyði og er því pollrólegur yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. mm Hvalveiðar í fullum gangi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.