Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 20188 Dúettinn Ylja á Vesturlandi BORGARN/STYKK: Söng- konurnar Gígja Skjaldardótt- ir og Bjartey Sveinsdóttir skipa dúettinn Ylju sem fagnar nú tíu ára afmæli. Af því tilefni ætla þær Gígja og Bjartey í stutta tónleikaferð um Vesturland og Vestfirði. Þær munu m.a. spila á Sögulofti landnámssetursins í Borgarnesi sunnudaginn 22. júlí klukkan 16:00 og í Stykkishólmi föstudaginn 27. júlí. Dúettinn hefur vakið athygli fyrir nýstár- lega þjóðlagatónlist og á tón- leikunum munu þær taka öll sín helstu lög og fáeinar uppáhalds ábreiður. „Á tónleikunum mun- um við einnig kynna væntanlega þjóðlagaplötu okkar sem kem- ur út í haust. Á plötunni spilum við 10 íslensk þjóðlög í okkar út- setningu,“ segir Gígja og bætir því við að þetta er þriðja platan sem dúettinn gefur út. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook undir Ylja. -arg Aflatölur fyrir Vesturland dag- ana 7. – 13. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu: Akranes: 8 bátar. Heildarlöndun: 4.162 kg. Mestur afli: Orion AK: 769 kg í einni löndun. Arnarstapi: 9 bátar. Heildarlöndun: 12.347 kg. Mestur afli: Bárður SH: 4.832 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 157.810 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 131.329 kg í þremur löndunum. Ólafsvík: 31 bátur. Heildarlöndun: 52.386 kg. Mestur afli: Júlli Páls SH: 9.864 kg í tveimur löndunum. Rif: 20 bátar. Heildarlöndun: 26.965 kg. Mestur afli: Guðbjartur SH: 8.141 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 16 bátar. Heildarlöndun: 42.234 kg. Mestur afli: Blíða SH: 7.923 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF – GRU: 65.496 kg. 10. júlí. 2. Steinunn SF – GRU: 64.432 kg. 11. júlí. 3. Klettur ÍS – GRU: 16.945 kg.13. júlí. 4. Júlli Páls SH – ÓlA: 7.339 kg. 8. júlí. 5. Guðbjartur SH – RIF: 5.968 kg. 8. júlí. -arg Í lok næstu viku stendur til að Brauða- og kökugerðin við Suður- götu verði flutt í nýtt húsnæði við Innnesveg 1 á Akranesi. Það verð- ur jafnframt fyrsti flutningurinn í sögu þessa ríflega 50 ára fjölskyldu- fyrirtækis sem frá stofnun 1967 hef- ur verið til húsa í litlu iðnaðarhús- næði við Suðurgötu 50a. Húsnæð- ið er tekið á leigu af eigendum Bíl- vers sem reka bílaumboð og verk- stæði í norðurenda hússins. „Við erum gríðarlega spenntir fyrir þess- um tímamótum í sögu fyrirtækis- ins. Hér erum við að fara í þrefalt rúmbetra húsnæði en við höfum á gamla staðnum og þetta aukna rými skapar fjölmörg tækifæri fyr- ir reksturinn hjá okkur. Viðskipta- vinir okkar munu fá meiri þjónustu og sjá strax aukið vöruúrval,“ sögðu bakarabræðurnir Alfreð Freyr og Axel Már Karlssynir í samtali við Skessuhorn. Þeir hafa undanfarin misseri unnið við breytingar á hús- næðinu og skipulagt flutning starf- seminnar á nýjan stað. „Hér erum við komnir sem næst miðju bæjar- ins þaðan sem leiðir liggja til allra átta. Við munum stórauka vöruúr- val hjá okkur og opnum m.a. flott kondítorí með aðstöðu fyrir um 40 manns í sal. Við munum opna fyrr en á gamla staðnum, þar sem var opnað klukkan sjö á morgn- ana. Þá getur fólk hvort sem er litið við í kaffi eða til að kaupa sér nesti inn í daginn. Í rauninni má einnig líkja þessu við byltingu fyrir okkur sem störfum í fyrirtækinu. Aðstað- an verður allt önnur og tækjakost- ur mun betri,“ sagði Alfreð þegar hann sýndi blaðamanni nýju húsa- kynnin. Þeir bræður bæta því við að bakaríinu við Suðurgötu verð- ur nú lokað en það ekki tekið niður að sinni. „Við munum geyma það óbreytt til að byrja með, breiðum bara yfir tæki og búnað og geymum í óbreyttri mynd þar til síðar.“ Fjölskyldufyrirtækið Brauða- og kökugerðin er hrein- ræktað fjölskyldufyrirtæki, rekið á sömu kennitölu frá upphafi. Afi þeirra bræðra; Alfreð Frans Karls- son stofnaði bakaríið árið 1967 og rak þar til sonur hans Karl Alfreðs- son tók við boltanum 1979. Karl stýrði bakaríinu síðan ásamt Hall- dóru Þórisdóttur eiginkonu sinni og börnum, en hann lést í júní á síðasta ári eftir erfið veikindi. Hall- dóra móðir bræðranna á nú fyrir- tækið en afkomendur hennar taka virkan þátt í rekstrinum. „Eins og bæjarbúar hafa nú séð á skilti sem komið er upp utan á húsinu, höf- um við fjölskyldan ákveðið að end- urskíra fyrirtækið og heiðra um leið minningu föður okkar. Það mun nú heita Kallabakarí, en rekstrarfyrir- tækið heitir þó áfram Brauða- og kökugerðin ehf. Upphaflega stóð til að opna á nýja staðnum á afmæli pabba okkar, en það náðist ekki, en nú hillir undir þetta hjá okkur.“ Rúmgott húsnæði Í byrjun þessarar viku voru iðnað- armenn að koma fyrir innrétting- um og tækjum í nýja húsnæðið. Það er 420 fermetrar að flatarmáli, eða nærri þrefalt stærra en það rými sem bakaríið hefur við Suðurgötuna. „Við kaupum inn töluvert af nýjum tækjum. Meðal annars fullkomna bakarofna, blásturofn og stór- an frysti. Ekki síst frystirinn mun gefa okkur möguleika á að skipu- leggja starfið betur, getum bakað til geymslu og aukið vinnuhagræði al- mennt. Þá létum við sérsmíða fyr- ir okkur stórt afgreiðsluborð úti í Þýskalandi og því hefur nú verið komið upp. Þar getum við til dæmis kælt það bakkelsi sem við smyrjum að morgni. Þá erum við með fínar kaffivélar og íhugum fleiri nýjung- ar til að hafa fjölbreytileikann sem mestan,“ sagði Alli. Búið er að inn- rétta húsnæðið upp á nýtt, en þar var síðast verslunin AMH til húsa. Komið er inn í stóran sal þar sem borðum og stólum verður komið upp og öll afgreiðsla. Innaf eru sal- erni fyrir gesti og skrifstofa. Innaf afgreiðslu er stór vinnslusalur þar vörumóttaka, framleiðsla og pökk- un fer fram auk geymslna. Þá eru mjög góð bílastæði við húsið, sem einnig er bylting frá fyrri staðsetn- ingu bakarísins. Opnun í lok næstu viku Alfreð dregur engan dul á fyrir- tækið mun nú breytast og líklega stækka umtalsvert þó svo að áfram verði það í eigu fjölskyldunn- ar. „Þetta verður náttúrlega á all- an hátt ólíkt í samanburði við þeg- ar ég og pabbi vorum kannski ein- ir að baka niðri á Suðurgötu. Þetta gefur okkur færi á að auka þjón- ustu við bæjarbúa og mæta vaxandi markaði. Ekki síður að þjónusta vel fyrirtæki hér á svæðinu sem kaupa gríðarlega mikið inn fyrir starfsemi sína. Þá er ferðaþjónusta að aukast hér á Akranesi. Við finnum vel fyr- ir mikilli fjölgun ferðafólks í bak- aríinu við Suðurgötu og trúum að hún eigi bara eftir að aukast. Bæj- arbúum er einnig að fjölga og því var þessi flutningur eiginlega löngu orðinn tímabær hjá okkur,“ segir Alfreð. Eins og fyrr segir er stefnt að formlegum flutningi starfsem- innar í lok næstu viku, allavega fyr- ir mánaðamót. Þá býður fjölskyld- an fólk velkomið í Kallabakarí við Innnesveg 1. mm Brauða- og kökugerðin flutt og nafninu breytt í Kallabakarí Kallabakarí verður til húsa við hlið Bílvers á Innnesvegi 1 á Akranesi. Bræðurnir Axel Már og Alfreð Freyr inni í nýja bakaríinu með merkið og nafn Kallabakarís uppi á vegg. Búið er að koma fyrir gríðarstóru afgreiðsluborði í bakaríinu, en það var sérsmíðað í Þýskalandi fyrir Kallabakarí. Við leyfum hér að fljóta með einni stemningsmynd úr bakaríinu á gamla staðnum, en hún var tekin á bolludegi fyrir nokkrum árum. Þarna eru þrír ættliðið að störfum; Alfreð, Karl og Karl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.