Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 2018 15 SK ES SU H O R N 2 01 8 Útboð - Rjúpuflöt Borgarbyggð, Veitur ohf, Míla ehf, Gagnaveita Reykjavíkur og Rarik óska eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Rjúpuflöt á Hvanneyri. Verk þetta nefnist: Rjúpuflöt Hvanneyri• Gatnagerð og lagnir• Verkið felur í sér gerð nýrrar götu, Rjúpuflatar, ásamt lögnum. Lengd götunnar er um 130 m. Leggja skal frárennslis-, vatns-, hitaveitu- og fjarskiptalagnir og annast jarðvinnu fyrir raflagnir. Ekki verður lagt malbik á götu né gangstéttar steyptar í þessum verkáfanga. Helstu magntölur eru: Lengd götu 130 m Fráveitulagnir 170 m Kaldavatnslagnir, plast ø32-75 mm 90 m Hitaveitulagnir 80 m Heimlagnir, kalt og heitt 20 stk Skurðir fyrir fjarskiptalagnir 200 m Útboðsgögn verða afhent á tölvutæku formi. Tilboðsfrestur er til 1.ágúst 2018. Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð 3.ágúst. Frestur til að skila athugasemdum vegna útboðsins er 27. júlí. Verklok verði 15.október 2018. Þeir sem óska eftir útboðsgögnum, sendi skeyti á gkh@verkis.is Meðferðarheimilið Vík óskar eftir starfsmanni í eldhús og matsal. Um er að ræða starf í upphitunareldhúsi og felst starfið í undirbúning á mat, þjónusta sjúklinga, frágang og þrifum í eldhúsinu. Við leitum að fólki á vaktir þar sem unnið er á 2-2-3 vöktum. Við leggjum áherslu á að búa til jákvæðan og skemmtilegan vinnustað og fá rétta fólkið með okkur. Hæfniskröfur: Reynsla af vinnu í eldhúsi • 25 ára eða eldri • Samviskusemi og stundvísi • Góð færni í samskiptum • Grunnfærni í íslensku og/eða ensku • Vinsamlegast sendið póst á info@bergsson.is STARFSMAÐUR ÓSKAST Í ELDHÚS Jónína Erna Arnardóttir píanóleik- ari og tónlistarkennari hefur ver- ið ráðin í starf skólastjóra Tónlist- arskóla Akraness. Bæjarráð Akra- neskaupstaðar staðfesti ráðningu hennar í síðustu viku en staðan var auglýst í byrjun júní og bárust tíu umsóknir. Jónína Erna er fædd og uppalin í Borgarnesi og býr þar. Hún er með burtfarar- og kenn- arapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Cand Mag próf frá Griegakademiunni í Bergen. Hún hefur lokið meistaraprófi í opin- berri stjórnsýslu frá Háskóla Ís- lands. Jónína Erna hefur verið tón- listarkennari alla tíð þar sem hún hefur m.a. kennt við tónlistarskóla í Noregi og nú síðustu ár við Tón- listarskóla Borgarfjarðar þar sem hún hefur einnig verið deildar- stjóri. Hún hefur einnig verið virk í sveitarstjórnarmálum í heimabyggð og sat m.a. í sveitarstjórn Borgar- byggðar í átta ár. Full tilhlökkunar fyrir starfinu „Ég sat í sveitarstjórn Borgarbyggð- ar fram að kosningum í vor þegar ég ákvað að stíga til hliðar. Ég var þarna á ákveðnum tímamótum og sá þetta starf þá auglýst. Mér þótti upplagt að sækja um og prófa eitt- hvað nýtt,“ segir Jónína. „Ég hef í mörg ár kennt við tónlistarskóla og svo hef ég verið í sveitarstjórn þar sem ég sá m.a. um fjárveitingar til tónlistarskólans. Ég þekki því þær hliðar vel og nú má segja að ég sé að fara í stöðu þarna á milli,“ bæt- ir hún við og hlær. Jónína segist full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu. „Ég hef fylgst vel með starfi Tónlistar- skólans á Akranesi og fundist starf- ið þar metnaðarfullt og fjölbreytt. Mér þótti t.d. einstaklega gaman að sjá að nemendur tónlistarskól- ans væru að syngja og spila í Akra- nesvita núna í sumar. Mér þykir margt sniðugt sem hefur verið gert í Tónlistarskólanum á Akranesi og er mjög opin fyrir að halda því öllu áfram,“ segir Jónína. Hefur ekki hug á að kollvarpa öllu starfinu Aðspurð segist Jónína ekki hafa í huga stórar breytingar í skólanum en þó segist hún hafa hugmynd- ir sem hún gæti hugsað sér að inn- leiða. „Auðvitað hefur maður alltaf fullt af hugmyndum og manni lang- ar að gera rosalega margt skemmti- legt og nýtt. En ég hef ekki hugs- að mér að kollvarpa öllu starfi skól- ans heldur ætla ég að byggja áfram á því góða starfi sem þar hefur ver- ið unnið. Eitt sem ég mun leggja áherslu á er sköpun nemenda en ég veit ekki hversu mikil áhersla hefur verið lögð á það við Tónlistarskól- ann á Akranesi fram til þessa. Sú áhersla mun þó eflaust aukast undir minni stjórn,“ segir Jónína og held- ur áfram. „Mín tilfinning er að ef nemendur hafa meira frelsi til að búa til sína eigin tónlist eða stjórna því hvernig tónlist þeir spila verði þeir áhugasamari og gengur betur,“ bætir hún við. Viðeigandi að taka til starfa við Tónlistar- skólann á Akranesi Tónlistarskólinn á Akranesi er Jónínu ekki ókunnur en segja má að hennar fyrstu skref í tón- listarkennslu hafi verið stig- in þar. „Ég kom hingað í starfs- kynningu þegar ég var 15 ára og er það því vel við hæfi að ég komi hingað núna,“ segir hún brosandi. „Það hefur þó margt breyst hér í millitíðinni og mætti þar helst nefna húsnæðið. Núna er skólinn í þessu flotta hús- næði með fyrsta flokks aðstöðu og gerir það mig enn spenntari að taka þar til starfa. Það er svo ánægjulegt að sjá þegar bæjar- félög leggja áherslu á góða tón- listarskóla enda eru þeir farnir að spila svo stórt hlutverk í samfé- laginu. Sem dæmi er alltaf hóað í nemendur tónlistarskólanna til að koma fram þegar eitthvað er um að vera í bæjarfélögum. Segja má að góður tónlistarskóli sé sem skrautfjöður í hatt bæjarfélags,“ segir Jónína að endingu. arg Byggðastofnun kallar eftir tillög- um að erindum sem flytja mætti á byggðarráðstefnuna sem halda á í Stykkishólmi dagana 16.-17. októ- ber í haust. Þar verður umfjöll- unarefnið „Byggðaþróun og um- hverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið sam- an?“ Að ráðstefnunni staðanda, auk Byggðastofnunar, Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi og Stykkis- hólmsbær. „Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þró- un byggðar um allt land. Ráðstefn- an er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og ann- arra sem áhuga hafa á byggðaþróun og umhverfismálum. leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál.“ Tillaga að fyrirlestri með stuttri innihaldslýsingu, 200-300 orða út- drætti, sendist til Byggðastofnunar á netfangið sigridur@byggdastofnun.is eigi síðar en 27. ágúst 2018. mm S A M V E R A ER EIN BESTA FORVÖRNIN Jónína Erna Arnardóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Jónína Erna Arnardóttir er nýr skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi: „Segja má að góður tónlistarskóli sé sem skrautfjöður í hatt bæjarfélags“ Valentínus Guðnason útgerðarmaður og harðfisksverkandi handfjatlar fisk við Stykkishólmshöfn. Ljósm. úr safni/sá. Undirbúa byggðaráðstefnu í Stykkishólmi í haust

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.