Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 2018 29 Borgarnes – miðvikudagur 18. júlí Skallagrímur tekur á móti Mídas í 9. umferð í B-riðli í 4. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Skallagrímsvelli og hefst kl. 20:00. Stykkishólmur – fimmtudagur 19. júlí Söngleikarnir Blærinn söng í björkunum verða í Stykkishólmskirkju kl. 20:00. Söngkonurnar Kristín Einarsdóttir Mäntylä Mezzosópran og Sigrún Björk Sævarsdóttir Sópran munu koma fram ásamt píanóleikaranum Elenu Postumi en þær stunda allar nám við tónlistarháskólann í Leipzig. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Kristín og Sigrún hafa stundað saman nám í Leipzig síðastliðin 4 ár og langar því með þessum tónleikum að kynna tónlist sem tengist borginni þeirra Leipzig sem hefur alið svo marga þekkta listamenn. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is Nýfæddir Vestlendingar Akranes – föstudagur 20. júlí ÍA tekur á móti Haukum í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 19:15. Snæfellsbær – föstudagur 20. júlí Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, ætla að leggja land undir fót og koma fram á nokkrum vel völdum tónleikum víðsvegar um land. Föstudaginn 20. júlí kl. 21:00 verða þau í Frystiklefanum. Með í för verður Guðmundur Óskar, bróðir Sigurðar og meðleikari Sigríðar úr Hjaltalín. Boðið verður upp á létt og skemmtilegt prógramm sem mun innihalda lög sem Sigríður og Sigurður hafa sungið saman og í sitthvoru lagi í gegnum tíðina, bæði tökulög og frumsamin. Stykkishólmur – föstudagur 20. júlí Stykkishólmur Cocktail Weekend 2018 verður haldið helgina 20. – 21. júlí. Þátttakendur eru allir helstu veitingastaðir og barir bæjarins sem keppa um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018. Akranes – laugardagur 21. júlí Íslandsmeistaramótið í Torfæru verður haldið í gryfjum við Fellsenda nærri Akrafjalli dagana 21. og 22. júlí. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Borgarbyggð – sunnudagur 22. júlí Söngfuglarnir úr Ylju, Bjartey og Gígja ætla að koma til okkar í Landnámssetrið og fylla hjörtu okkar af ómþýðum söng og hugljúfum gítarleik. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og kostar aðeins 3.000 kr. inn. Ylja var stofnuð af þeim Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur árið 2008 og hefur hljómsveitin vakið athygli fyrir nýstárlega þjóðlagatónlist sína undanfarin ár. Ólafsvík – sunnudagur 22. júlí Víkingur Ó tekur á móti ÍR í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Ólafsvíkurvelli og hefst kl. 16:00. Nýlegt hús til leigu Til leigu er nýlegt hús í Hvítársíðu. Húsið er um 80 fm. að stærð með um 30 fm. manngengu lofti. Húsið var tekið i notkun 2017 og er allt hið vistlegasta. Nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið agust. jonsson@centrum.is. Skrifstofa til leigu á Akranesi Til leigu 13 fm. skrifstofa á Akranesi. Sameiginlegur aðgangur að eldhúsi og snyrtingu með annarri starfsemi í húsnæðinu. Einnig internet. Upplýsingar í síma 894-8998. Einbýlishús óskast í Borgarnesi Við óskum eftir að kaupa einbýlishús í Borgarnesi. Skipti á 3 herbergja íbúð í póstnúmeri 110 í Reykjavík kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir Sólveig í síma 821-9457 eða í tölvupósti solveigol89@gmail.com. Viltu kaupa eign á Spáni Ertu að leita að húsnæði á Spáni eða viltu byggja á Spáni. Við erum með fullt af eignum og lóðum til sölu. Bjóðum einnig upp á aðstoð við að fá spænska kennitölu og það sem fylgir því að kaupa sér eigna á Spáni. Nánari upplýsingar á netfengið johanna.s@marinaestate.net eða í síma 0034 695204711 Á döfinni LEIGUMARKAÐUR 9. júní. Drengur. Þyngd: 2.642 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Kristín Þórhallsdóttir og K. Helgi Guðmundsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Bjarney Hrafnberg. Drengurinn fæddist á Landspítalanum í Reykjavík. 11. júlí. Drengur. Þyngd: 3.970 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Karitas Jónsdóttir og Þórður Guðlaugsson, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 11. júlí. Drengur. Þyngd: 3.286 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sandra Rós Ólafsdóttir og Ólafur Friðriksson, Kópavogi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 12. júlí. Stúlka. Þyngd: 4.000 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sandra Björk Jónsdóttir og Jóhannes L Jóhannesson, Reykjavík. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 15. júlí. Drengur: Þyngd: 3.030 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Anika Sól Ólafsdóttir og Mikael Pétursson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir Erla Björk Ólafsdóttir. 15. júlí. Drengur. Þyngd: 3.758 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Silja Sif Engilbertsdóttir og Ólafur Valur Valdimarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 16. júlí. Stúlka. Þyngd: 4.000 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Jónína Sif Eyþórsdóttir og Ólafur Haukur Pétursson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju 22. júlí. Ath! Helgihald fellur niður v. Skálholtshátíðar Sóknarprestur S K E S S U H O R N 2 01 8 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.