Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201812 Síðastliðinn mánudag hélt Rík- isstjórn Íslands sérstakan sum- arfund sinn að Langaholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Að loknum ríkisstjórnarfundi var haldinn fundur með fulltrú- um allra sveitarstjórna á Vest- urlandi. Þar hélt Rakel Ósk- arsdóttir bæjarfulltrúi á Akra- nesi og formaður stjórnar Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi kynningu þar sem hún fór yfir mörg af sameiginlegum hags- munamálum landshlutans gagn- vart fjárveitingavaldinu. Rak- el segir í samtali við Skessuhorn að sveitarfélögin tíu á Vestur- landi séu afar samstíga og geti til að mynda státað af samgön- guáætlun og fleiri samstarfsmál- um. Hér verður rakið það helsta sem Rakel Óskarsdóttir kynnti fyrir hönd sveitarfélaga á Vest- urlandi fyrir æðstu ráðamönn- um þjóðarinnar. Samgöngumál og vegabætur „Samgönguáætlun Vesturlands er sameiginleg áætlun allra sveitarfé- laga á Vesturlandi, en þau hafa náð saman um helstu áherslur í sam- göngumálum til næstu tíu ára. Það er nauðsynlegt að á Vesturlandi verði haldið áfram með verkefni sem þegar eru hafin og þau verði kláruð sem fyrst,“ sagði Rakel. Nefndi hún að Fróðárheiði verði kláruð 2019 en 250 milljónum króna er varið í það verkefnið árið 2018. Sagði hún að ljúka þurfi gerð Uxahryggjavegar eigi síðar en árið 2021, en 170 m.kr. fara í verkefnið á þessu ári. Fyrsti áfangi endurbóta á veginum um Skóg- arströnd verður á þessu ári með hundrað milljóna króna framlagi. „Auknir fjármun- ir þurfa að fara í tengivegi og mik- ilvægt að fram- kvæmdum við lagningu bund- ins slitlags á lax- árdalsheiði verði lokið á næstu árum,“ sagði Rakel. Hún benti á að Vesturland þyrfti 250 m.kr. í uppbyggingu tengivega á þessu ári, en heildarupphæð fyrir landið allt er 800 m.kr. „Það þarf að tvöfalda þessa upphæð. Aðilar á vestursvæði og norðursvæði eru sammála um mikilvægi uppbygg- ingar á laxárdalsheiði. Það þarf sérstaka fjárveitingu í verkefnið, en á árinu 2018 fóru 200 m.kr. í þetta stóra viðhaldsverkefni. Þá þarf sem fyrst að taka ákvörðun um tvöföld- un þjóðvegarins frá Reykjavík í Borgarnes og að byrjað verði strax á Kjalarnesinu,“ sagði Rakel. „Það er orðið lífsnauðsynlegt að tvöfalda þjóðveg 1 á Kjalarnesi og það verk þolir enga bið. Umferð hefur auk- ist margfalt og vegurinn versnar ár frá ári og verður sífellt varasamari á mörgum stöðum. Við leggj- um þunga áherslu á að um leið og skipulag liggur fyrir hefjist fram- kvæmdir við tvöföldun vegarins.“ Sundabraut Hún sagði það skipta Vestlendinga og alla landsmenn miklu máli að nú þegar yrði tekin ákvörðun um lagningu Sundabrautar. „Sunda- braut styttir ferðatíma á milli lands- byggðarinnar, allt frá Egilsstöðum, til Reykjavíkur. Hún bætir umferð- aröryggi og greiðir úr umferð inn- an Reykjavíkur. Sundabraut myndi skapa fjöldamörg tækifæri fyrir Vestlendinga varðandi atvinnulíf og þjónustu,“ sagði hún. Afstaða til veggjalds Rakel upplýsti ríkisstjórnina um að það væri skoðun starfshóps um stefnumótun í samgöngumálum á Vesturlandi að álagning veggjalds komi aðeins til greina í verkefn- um sem eru ekki á langtímaáætl- un ríkissjóðs, enda sé það verulegur hagur íbúanna að framkvæmdum verði flýtt. „Forsenda þeirrar að- ferðarfræði er hins vegar að gjald- töku sé stillt í hóf gagnvart þeim sem eru reglulega í förum þar sem veggjald er lagt á og komið til móts við þá sem sækja atvinnu eða nám og þurfa reglulega að nýta viðkom- andi mannvirki. Þá er mikilvægt að fyrir liggi almenn stefnumótun rík- isins um í hvaða tilvikum beita skuli veggjöldum til þess að flýta fram- kvæmdum eða koma nauðsynleg- um öryggisúrbótum í verk. Gjald- töku í Hvalfjarðargöng verður hætt í september 2018 sem er fagnaðar- efni, en verkefnið hefur margsann- að gildi sitt.“ Varðandi almenningssamgöng- ur sagði Rakel að um 150 þúsund farþegar fari með áætlanaferðum sem SSV greiði með. „Það er al- menn ánægja með skipulag leiða- kerfis. Tap var á rekstrinum árið 2017 og verður einnig á þessu ári,“ sagði hún. „Nauðsynlegt er að end- urskoða fjárveitingar ef landshluta- samtökin eiga að halda verkefninu áfram. Við fögnum vinnu við sam- þættingu almenningssamgangna á landsbyggðinni,“ bætti hún við. Fjarskipti og rafmagn „Stórir áfangar hafa náðst við ljós- leiðaravæðingu á Vesturlandi og áfram verður haldið á þessu ári. Fjarskiptasjóður og byggðaáætl- un hafa stutt veglega við sveitar- félögin. Ennþá á eftir að ljósleið- aravæða svæði í Dalabyggð og stór svæði sérstaklega í Borgarbyggð. Mikilvægt er að fjárveitingar fá- ist til að ljúka því verkefni eigi síð- ar en árið 2020 eins og upphaflega til stóð. Víða eru göt í farsímakerf- inu, á fjölförnum vegum, útivist- arsvæðum og í dreifbýli, svo sem í Hítardal. Þá er þrífösun á rafmagni afar mikilvægt mál víða í dreifbýli á Vesturlandi. leita þarf allra leiða til að flýta því verkefni.“ Sjávarútvegsmál Rakel sagði að Vestlendingar væru í samstarfi við Vestfirðinga og íbúa Norðurlands vestra um að láta taka saman skýrslu um áhrif veiðigjalda á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Við höfum þungar áhyggjur af stöðu þessara fyrirtækja. Sveitarstjórn- arfólk á Vesturlandi hefur einnig áhyggjur af mögulegum breyting- um á skipulagi og stjórnun veiða á grásleppu,“ sagði Rakel. Velferðarmál Formaður SSV upplýsti að samtök- in vinni, í samstarfi við ýmsa aðila, að gerð velferðaráætlunar Vestur- Kynntu helstu áherslumál Vestlendinga fyrir fjárveitingavaldinu Ríkisstjórnin ásamt hluta fulltrúa sveitarfélaga á Vesturlandi á fundinum í Langaholti. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar við háborð. Rakel Óskars- dóttir formaður SSV fór yfir áherslur sveitar- stjórnarfólks á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.