Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201828
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR
GARÐAÚÐUN REYNIS SIG
SÍMI: 899-0304
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
HÓTEL
LAXÁRBAKKI
A BRIDGE TO THE WEST
laxarbakki@laxarbakki.is
tlf. +354 551 2783
www.laxarbakki.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
lesari vikunnar á Bókasafni
Akraness er Dagný lára Otte-
sen. Hún kom með mömmu
sinni á Bókasafnið og var að
skila inn bókum í sumarlestur-
inn. Hún fékk bókapoka eins
og allir sem skila inn í fyrsta
sinn og við fengum leyfi til að
taka hana til að svara nokkrum
spurningum.
Hvað heitir þú og hvað ertu
gömul?
Ég heiti Dagný lára Ottesen og
ég er 6 ára.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Grundaskóla og er að
fara í annan bekk.
Hvaða bók varstu að lesa og
hvernig var hún?
Ég var að lesa bók um Skelli-
bjöllu, hún var mjög skemmti-
leg og svolítið skrýtin.
Hvar er best að vera þegar þú
ert að lesa?
Mér finnst best að vera í sófan-
um í sjónvarpsherberginu.
Hvernig bækur finnst þér
skemmtilegastar?
Mér finnst skemmtileg ævintýri
best.
Áttu þér uppáhalds bók?
Uppáhaldsbókin mín er Soffía
flytur í höllina.
Er þetta í fyrsta sinn sem þú
tekur þátt í sumarlestrinum?
Já, þetta er í fyrsta sinn en ég
kunni að lesa í fyrrasumar.
Hvað ætlar þú að
gera í sumar?
Ég er búin að vera mikið að
leika með vinkonum mínum og
líka að gista hver hjá annarri.
En ég er búin að fara í sumabú-
stað hjá ömmu og afa. Það var
mjög gaman.
Sumarlesari
vikunnar
Nú líður að Reykholtshátíð sem
haldin er síðustu helgina í júlí ár
hvert, sem nú ber upp á 27. til 29.
júlí. Er þetta í 22. skipti sem hátíðin
er haldin og að vanda er dagskráin
afar fjölbreytt og skemmtilegt. „Í ár
munu eingöngu koma fram íslensk-
ir listamenn en bæði erlendir og ís-
lenskir listamenn hafa komið fram
á hátíðinni í gegnum árin,“ segir
Valgerður Guðrún Halldórsdótt-
ir kynningarstjóri Reykholtshátíð-
ar í samtali við Skessuhorn. Opn-
unartónleikar hátíðarinnar verða á
föstudagskvöldinu klukkan 20:00
þegar Kristinn Sigmundsson
söngvari kemur fram í fyrsta sinn á
Reykholtshátíð. Með honum verð-
ur Anna Guðný Guðmundsdótt-
ir píanóleikari auk fleiri hljóðfæra-
leikara. „Það er mjög ánægjulegt
að fá þau Kristinn og Önnu Guð-
nýju til að opna hátíðina. Þetta eru
reyndir listamenn sem eru tónlist-
arunnendum vel kunnugir og þekkt
fyrir að ná afar góðu sambandi við
áheyrendur. Á tónleikunum munu
þau flytja ljóðaflokka eftir Ro-
bert Schumann og Ralph Vaughan
Williams auk þess sem þau munu
flytja nokkur af Jónasarlögum Atla
Heimis Sveinssonar sem hann
samdi við ljóð og þýðingar Jónasar
Hallgrímssonar,“ segir Valgerður.
Verk eftir Bartók flutt í
fyrsta sinn hér á landi
Á laugardeginum verða tvennir
tónleikar, þeir fyrri verða kórtón-
leikar með Söngflokknum Hljóm-
eyki undir stjórn Mörtu Guðrún-
ar Halldórsdóttur. „Prógramm-
ið á þeim tónleikum verður í anda
fullveldishátíðarinnar þar sem ein-
göngu verða flutt íslenskar kórperl-
ur eftir mörg af okkar helstu tón-
skáldum,“ segir Valgerður. Á seinni
laugardagstónleikunum munu
hljóðfæraleikarar Reykholtshátíð-
ar koma fram í ýmsum hljóðfæra-
samsetningum og flytja verk eftir
Mozart og Bartók. „Nokkrir hljóð-
færaleikaranna hafa komið fram
á Reykholtshátíð í mörg ár og er
það nánast orðinn fastur liður hjá
þeim að koma á hátíðina og njóta
sveitasælunnar síðustu helgina í
júlí. Svo er gaman að segja frá því
að Pétur Björnsson fiðluleikari er
einn hljóðfæraleikaranna. Hann er
heimamaðurinn í hópnum, fæddur
og uppalinn á Hvanneyri. Kamm-
ersveitin mun m.a. flytja verk eft-
ir Bartók sem ekki hefur verið flutt
hér á landi áður. Verkið samdi hann
aðeins 23 ára gamall en dró það svo
til baka fljótlega. Verkið gleymdist í
kjölfarið en hefur verið í endurreisn
undanfarin ár,“ segir Valgerður.
Að upplifa yndislega
tónlist í fallegu
umhverfi
Hátíðinni lýkur með hátíðartón-
leikum sem hefjast klukkan 16:00
á sunnudeginum. „Þessir tónleikar
eru liður í afmælisdagskrá vegna
hundrað ára afmælis fullveldis Ís-
lands. Yfirskrift tónleikanna er
„Fullveldi í 100 ár – Íslensk kamm-
ertónlist frá 1918-2018“ og munu
allir flytjendur á hátíðinni koma
þar fram. Guðni Tómasson út-
varpsmaður kynnir og mun hann
leiða áheyrendur í gegnum söguna
þessi 100 ár sem liðin eru frá því Ís-
land varð fullvalda ríki,“ segir Val-
gerður.
listrænn stjórnandi hátíðarinnar
er Sigurgeir Agnarsson sellóleik-
ari en hann er einnig leiðari selló-
deilar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
„Það er mjög gaman að öllum þess-
um listamönnum finnist eftirsókn-
arvert að taka þátt í viðburði eins
og Reykholtshátíð, það er heilmik-
ill fengur fyrir menningarlífið hér á
Vesturlandi.“
Að gera sér dagamun
Að sögn Valgerðar hefur miða-
sala gengið vel en hægt er að nálg-
ast miða á www.midi.is. Hægt er
að kaupa miða á staka tónleika eða
hátíðarpassa sem gildir á alla tón-
leikana. Einnig er hægt að kaupa
afsláttarmiða sem gildir á þrenna
tónleika að eigin vali. „Hátíðin á
sína fastagesti sem koma ár hvert en
við vonumst alltaf til að sjá ný and-
lit líka. Þetta er hátíð sem allir ættu
að geta haft gaman af. Dagskrá-
in er mjög áheyrileg og eru efnis-
skrár tónleikanna aðgengilegar á
nýrri heimasíðu hátíðarinnar, reyk-
holtshatid.is. Einnig bendum við á
lagalista á Spotify ef fólk vill kynna
sér verkin sem flutt verða á hátíð-
inni. Það er um að gera að gera sér
dagamun, njóta sveitasælunnar hér
í Borgarfirði og hlusta á hæfileika-
ríkt tónlistarfólk í Reykholtskirkju.
Þó umgjörðin gæti virst formleg er
engin krafa um að áheyrendur komi
í sínu fínasta pússi á tónleikana, það
er vel hægt að koma beint út tjald-
inu eða bústaðnum. Upplifunin
felst í að hlusta á þessa yndislegu
tónlist, flutta af færustu tónlistar-
mönnum í þessu fallega umhverfi.“
segir Valgerður að endingu. arg
Kristinn Sigmundsson kemur nú fram í fyrsta sinn á Reykholtshátíð.
Reykholtshátíð verður haldin um aðra helgi
Á laugardeginum verða kórtónleikar með Söngflokknum Hljómeyki undir stjórn Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur.