Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 20186 Veittist að konu sinni VESTURLAND: Karlmað- ur var nýverið í Héraðsdómi Vesturlands dæmdur til fjög- urra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás 16. apríl síð- astliðinn í sumarhúsi í Borgar- byggð. Maður veittist að eig- inkonu sinni, sló hana í andlit- ið svo hún féll og hlaut áverka á höfði og víðar. Maðurinn játaði sök. Dómurinn var skil- orðsbundin og fellur refsing niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. -mm Grunur um salmonellu í grísakótelettum LANDIÐ: „Matvælastofnun varar við neyslu á lúxus grí- sakótilettum frá Krónunni,“ segir í tilkynningu frá stofn- uninni sl. föstudag. „Salmo- nella greindist í einu sýni í skimun Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfé- laga á sjúkdómsvaldandi ör- verum í kjöti á markaði. Nán- ari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna. Krón- an ehf. hefur ákveðið að inn- kalla af markaði lúxus ókrydd- aðar og kryddaðar grísakótil- ettur frá Spáni, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur. Vöruheitið er lúxus grísa- kótelettur, úrb., með ítalskri marinerngu og New York.“ -mm Fullveldisbörn- um boðið í veislu RVK: Afmælisnefnd vegna fullveldi Íslands hefur í sam- starfi við Hrafnistu boð- ið öllum Íslendingum fædd- um 1918 og fyrr, til hátíðar- samkomu í tilefni aldarafmæl- is sjálfstæðis og fullveldis Ís- lands. Alls hafa 64 einstakling- ar, búsettir um land allt, feng- ið boð í veisluna ásamt gesti. Þetta er í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem öllum Íslend- ingum 100 ára og eldri er boð- ið saman til sérstakrar veislu. Að auki taka íbúar Hrafn- istu í Reykjavík þátt í hátíðar- samkomunni. Guðni Th. Jó- hannesson forseti Íslands mun ávarpa samkomuna og lista- menn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918. Í veisl- unni verður boðið upp á full- veldisköku sem landssam- band bakarmeistara hefur sett saman og byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918. Veislan verður í Hrafnistu í Reykjavík klukkan 14 fimmtudaginn 19. júlí. -mm Féll af hestbaki LÖNGUFJÖRUR: Síðdegis á mánudaginn voru björgunar- sveitir á Vesturlandi kallaðar út vegna konu sem hafði fallið af hestbaki og slasast við löngu- fjörur á Snæfellsnesi. Björgun- arsveitir héldu til aðstoðar en auk þess þyrla landhelgisgæsl- unnar sem sótti konuna og flutti á sjúkrahús. Aðgerðir gengu vel. -mm/Ljósm. Landsbjörg. Grindhvalur á golfvelli STYKKISH: Dauðan grindhval rak á land í Stykkishólmi í fyrra- kvöld. Hefur hvalurinn verið dauður í nokkurn tíma ef marka má ólyktina. Vonast var til þess í gær að hægt væri að draga hræ- ið á haf út sem fyrst, enda liggur það við enda einnar brautarinn- ar á golfvelli bæjarbúa, golfspil- urum til takmarkaðrar gleði. -sá Snæfellingurinn Friðbjörn Ás- björnsson hefur verið ráðinn að- stoðarframkvæmdastjóri FISK Sea- food ehf. Í tilkynningu frá fyrir- tækinu segir að auk almennra verk- efna fyrir félagið muni hann í krafti reynslu sinnar á liðnum árum sinna sérstaklega starfseminni á Snæfells- nesi. „Friðbjörn starfaði áður sem framkvæmdastjóri Soffaniasar Ce- cilssonar hf. sem m.a. gerir út skip og rekur fiskverkun í Grundarfirði. FISK Seafood festi kaup á félaginu á síðasta ári með það fyrir augum að þróa og efla starfsemi sína á Snæfellsnesi á komandi árum.“ Auk starfa sinna fyrir Soffanias Cecilsson er Friðbjörn stjórnar- formaður útgerðarfélagsins Nes- vers ehf. Áður var hann m.a. fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæ- fellsbæjar og hefur að baki langan feril í viðskiptum á fiskmörkuðum, í kvótamiðlun og fleiru. Friðbjörn er kvæntur Soffíu Elínu Egilsdóttur líffræðingi og eiga þau tvö börn, Ás- björn og Særúnu, auk þess að eiga barn í vændum. Um ráðninguna segir Friðbjörn: „Í þessu nýja starfi bíða mín ýmis framsækin verkefni á sviði útgerðar og fiskvinnslu. Rekst- ur FISK Seafood stendur traustum fótum í þróttmiklu eignarhaldi sem á sér um 130 ára atvinnusögu í ís- lensku samfélagi. Félagið er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og rætur þess á Grundar- firði rekja sig allt frá kaupum þess á Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar fyrir nokkrum árum, síðan Farsæli SH-30 og nú síðast Soffaniasi Ce- cilssyni. Framtíðarsýn FISK Sea- food um áframhaldandi uppbygg- ingu er metnaðarfull og verkefnin framundan krefjandi.“ Þá segir í tilkynningu að FISK Seafood ehf. sé grundvallað á sam- einaðri starfsemi Skagstrendings hf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. „Á undanförnum árum hefur fé- lagið styrkt starfsemi sína enn frek- ar með kaupum eða samrunum. FISK Seafood rekur fiskvinnslu- stöðvar í Grundarfirði og á Sauðár- króki og skipafloti félagsins saman- stendur af tveimur ferskfiskstogur- um, frystitogara og tveimur togbát- um. Auk veiða í íslenskri fiskveiði- lögsögu er sótt á mið í Barentshafi og utan lögsögu á Reykjaneshrygg. Stjórnarformaður félagsins er Þór- ólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri er Jón Eðvald Friðriksson.“ mm Starfsmenn frá fyrirtækinu Rek- verki hafa undanfarið unnið að því fyrir Vegagerðina að setja upp víra- vegrið í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Að þessu sinni voru sett upp vegrið á alls um kílómeters kafla, um 500 metrar við Vatnsholtsvötn og um 500 metrar rétt austan við langa- holt og Ytri Garða. Til þess að hægt væri að setja vegriðin upp þurfti að bæta í kantana. Undanfarin ár hef- ur verið sett upp mikið af víravegr- iðum hér á landi, bæði til að skilja að akstursstefnur og í vegköntum til að auka umferðaröryggi þar sem hættulegt er að lenda utan vegar. Gáfu strákarnir hjá Rekverki sér tíma fyrir myndatöku og spjall þe- gar ljósmyndari Skessuhorns var á ferð í vikunni. Voru þeir hressir þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á það besta. Þegar þessu verkefni lýkur halda þeir hins vegar norður í land til samskonar starfa. þa Víravegrið sett upp í Staðarsveit Friðbjörn ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fisk Seafood Friðbjörn Óttarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.