Skessuhorn


Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.07.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚlÍ 201822 Bæjarhátíðin „Á góðri stund í Grundarfirði“ fagnar 20 ára afmæli sínu þetta árið. Það var árið 1997 sem að Grundarfjarðarbær hélt upp á 100 ára afmæli löggildingar versl- unarstaðar á Grafarnesi og var sú hátíð nefnd „100 ár í nesinu.“ Sú hátíð tókst svo vel að ákveðið var að halda aðra hátíð að ári og sum- arið 1998 var fyrsta „Á góðri stund í Grundarfirði“ hátíðin haldin og hefur hún verið árviss viðburður eftir það. Hátíðin í ár mun verða vegleg og hefst hún mánudaginn 23. júlí þegar Útvarp Grundarfjörður fer í loftið á FM 103,5. Hver viðburður- inn rekur svo annan eins og kubb- keppni og körfuboltakeppni á milli hverfa. Íbúar fara svo að skreyta sín hverfi á miðvikudeginum 25. júlí og húsin sín fimmtudaginn 26. júlí. Þann dag verður svo grill í boði Kjörbúðarinnar og svo tónleikar um kvöldið í hátíðartjaldinu með Jóhönnu Guðrúnu, Eyþóri Inga og Sölku Sól undir stjórn Davíðs Sig- urgeirssonar gítarleikara. Það er fjöldinn allur af viðburðum í gangi yfir þessa helgi og ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um aðra helgi í Grundarfirði. tfk Nú geta Borgfirðingar og nærsveit- ungar loks farið með bílinn sinn í gott dekur því Bónstöðin 310 hefur verið opnuð að efri Sólbakka númer 27 í Borgarnesi. Það eru frændurnir Kristján J. og Árni Hrafn Hafsteins- son, ættaðir frá Brennistöðum í Flókadal, sem eiga og reka stöðina. Amma Kristjáns, Valgerður Theo- dórsdóttir var fædd og uppalin á Brennistöðum og þar dvaldi Krist- ján öll sumur á sínum uppvaxtarár- um. Kristján flutti svo búferlum frá Spáni í Flókadalinn í desember síð- astliðnum. Árni Hrafn er hins veg- ar fæddur og alinn upp á Brenni- stöðum. Nú hafa þeir frændur tekið saman höndum og stofnað nýtt fyr- irtæki til að þjónusta bíla á svæðinu og hefur þessari nýjung verið gríð- arlega vel tekið. „Það er alveg ljóst að þessa þjónustu vantaði á svæð- ið,“ segja Kristján og Árni í samtali við blaðamann, en rætt var við þá meðan einn af vinnubílum Skessu- horns var þrifinn hátt og lágt, fékk sannkallaða dekurmeðferð. „Við opnuðum formlega 12. júlí í síðustu viku og það er búið að vera brjálað að gera síðan. Við erum fullbókaðir fram í þarnæstu viku.“ Fékk bílaáhugann ungur Kristján minnist þess að bílaáhug- inn hafi gert vart við sig þegar hann vann hjá Kringlubóni þá aðeins 13 ára gamall. „Ég man til dæmis þeg- ar ég var ungur að þá var það ég sem sá um að bílarnir hjá mömmu og pabba væru í tipp-topp standi,“ segir Kristján brosandi en frá þrett- án ára aldri hefur þessi ástríða hans fyrir bílum farið stígvaxandi. „Þetta er mikið áhugamál hjá mér og ég er vel tengdur inn í bílaheiminn hér á landi. Í gegnum tíðina hef ég náð að sanka að mér mikilli reynslu og þekkingu í þessum geira og nýti það að sjálfsögðu í reksturinn okkar hér.“ Kristján sér aðallega um dag- legan rekstur fyrirtækisins á með- an frændi hans, Árni Hrafn, sér um þrifin og starfsfólk en saman reka þeir fyrirtækið. Vantar bónstöð á svæðið „Það var heldur stuttur aðdragandi frá því við fengum þessa hugmynd og þangað til hún var orðin að veru- leika,“ segja Borgfirðingarnir. Sam- an veltu þeir fyrir sér hvaða þjón- ustu vantaði í Borgarnesi og keyrðu um bæinn í leit að hugmyndum. Þeir þurftu ekki að leita langt yfir skammt þar sem enga bónstöð var að finna í bæjarfélaginu. „Um leið og hugmyndin var komin þá keyrð- um við af stað með þetta. Við feng- um frábært húsnæði undir rekstur- inn sem við leigjum af Borgarverki en stefnum á að kaupa plássið ef vel gengur,“ segir Árni. Áður en þeir opnuðu dyrnar formlega þá æfðu þeir sig að þrífa og bóna bíla fyrir vini og ættingja. „Það er gífurlega mikilvægt að kunna réttu handtök- in og fara rétt með efnin og tól- in sem notast verða við til að þrífa bílana. Hérna er margra ára þjálfun og reynsla að baki og við hjá Bón- stöðinni 310 leggjum mikla áherslu á fagmennsku og metnað í starfi og það sést hvernig við skilum bílun- um frá okkur.“ Alhliða þjónusta Bónstöðin býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að þrifum og bóni og gott betur. Þeir bjóða upp á alþrif að innan og utan með bóni, djúphreinsun teppa og sæta og svo vinna þeir mikið með vörur frá dr. leður sem er algjör bylting á markaðnum, en Kristján fór sér- staklega til Óla í dr. leður til að læra réttu handtökin. Frændurnir segja að alþrif og djúphreinsun hafa verið vinsælast meðal viðskiptavina til þessa. Einnig bjóða þeir upp á að sækja og sendast eftir bílum eða lána bíl á meðan hreinsun fer fram gegn vægu gjaldi. „Við setjum háan standard á þjónustuna okkar. Hér fá bílar algjöra lúxusmeðferð,“ segja frændurnir. „Markmið Bónstöðvar- innar 310 er að allir bílar í Borgar- byggð verði þeir hreinustu á land- inu og að viðskiptavinir fari ánægð- ir frá okkur á hreinum og nýbón- uðum bílum.“ Langtímamarkmið Frændurnir hafa skýra sýn á fram- tíðina og verða seint kallaðir hug- myndasnauðir. „langtímamark- miðið hjá okkur er að bjóða einn- ig upp á bílaleigu og hefja bílasölu. Svo höfum við hug á að opna ís- búð og efnalaug, en þetta allt vant- ar á þessu svæði og við viljum veita alla þá þjónustu sem Borgarbyggð vantar.“ Bónstöðin 310 er opin alla virka daga frá 10:00 - 22:00 eins og er. Til að komast þangað er beygt inn á efri Sólbakka hjá Atlantsolíu við Þjóðveg eitt. Hægt er að panta tíma í síma 764-1000 og verðskrá má finna á Facebook síðu fyrirtækis- ins undir Bónstöðin 310. „Það eru allir velkomnir að kíkja til okkar, það verður alltaf heitt á könnunni.“ segja þeir að endingu. glh Á Góðri stund fagnar tuttugu ára afmæli Mikill metnaður er lagður í þrifin og hver krókur og kimi tekinn í gegn. Dekurbónstöð opnuð í Borgarnesi Boðið er upp á alþrif að inna sem utan. Bónstöðin hefur góða aðstöðu til að taka á móti öllum stærðum og gerðum af ökutækjum. Sjá má frændurna Kristján og Árna standa fyrir framan stöðina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.