Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 20186 Miðlunartillaga í ljósmæðradeilu LANDIÐ: ljósmæðrafélag Íslands ákvað á laugardaginn að aflýsa yfirvinnubanni eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins við ríkið. Tillag- an felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og voru í samningi sem gerð- ur var 29. maí, en ljósmæður felldu. Nú er sérstökum gerð- ardómi falið að kveða úr um það hvort og þá að hvaða leyti álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttar- innar. Djúpstæður ágreiningu var á milli samningsaðila um þessi atriði. Ríkissáttasemj- ari mun nú skipa þrjá menn í gerðardóminn sem verð- ur annars sjálfstæður í störf- um sínum og skal hann ljúka störfum fyrir 1. september næstkomandi. Samningur- inn er nú í kynningarferli og er gert ráð fyrir að atkvæða- greiðslu hjá ljósmæðrafélag- inu ljúki í dag, miðvikudag. Miðlunartillagan verður ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli, þ.e. ljósmæðrum og fjármálaráðuneytinu, fyrr en að atkvæðagreiðslunni er lokið. -mm Landsmót STÍ var um helgina AKRANES: landsmót Skot- íþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni SKEET fór fram á Akranesi dag- ana 21.-22. júlí. Þar var jöfn keppni og náðist góður ár- angur hjá þátttakendum. Há- kon Þór Svavarsson, úr Skot- íþróttafélagi Suðurlands, sigraði í karlaflokki og lauk keppni með 53 stigum. Í öðru sæti var heimamaðurinn Stef- án Gísli Örlygsson með 50 stig og í því þriðja hafnaði Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 40 stig. Snjólaug M. Jónsdótt- ir, úr Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi, sem bar sigur úr býtum í kvennaflokki með 39 stig. Rétt á eftir Snjólaugu kom Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands sem lenti í öðru sæti með 38 stig og í þriðja var Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 22 stig. Í liðakeppninni karla þá sigraði sveit Skotíþróttafélags Suður- lands með 321 stig. -glh Eigendur dýra sviptir forræði yfir þeim LANDIÐ: Matvælastofn- un hefur nýverið tekið dýr úr vörslum umráðamanna þar sem aðbúnaður stóðst ekki þær kröf- ur sem gerðar eru skv. lögum um velferð dýra. Í öðru málinu var um að ræða tvær hryssur, önnur með folaldi og hin fylfull, sem haldnar voru í gerði án að- gangs að beit og tryggri brynn- ingu. Kröfum um úrbætur hafði ekki verið sinnt. Þá var hvolp- ur tekinn af umráðamanni, eft- ir að ábending barst frá lögreglu um hvolp sem skilinn hafði ver- ið eftir einn heima í lengri tíma við óviðunandi aðstæður. Í báð- um tilfellum var um að ræða taf- arlausa vörslusviptingu þar sem úrbætur þoldu ekki bið, segir í tilkynningu frá Matvælastofnu. „Samkvæmt lögum um velferð dýra er skylt að fara vel með dýr og ber umráðamaður ábyrgð á því að annast sé um dýr í sam- ræmi við lögin og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.“ -mm Sextíu í vinnu- skólanum BORGARBYGGÐ: Um sex- tíu ungmenni taka þátt í Vinnu- skólanum í Borgarbyggð í sum- ar. „Í annað skiptið var nem- endum í 7. bekk boðin vinna í sumar og er helmingur þátttak- enda á þeim aldri. Að öðru leyti er Vinnuskólinn fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Vinnan felst að- allega í fegrun og snyrtingu op- inna svæða, nám í grunnatrið- um við almenna vinnu, stund- vísi, meðferð og frágang áhalda og tækja ásamt þjálfun í að fara eftir fyrirmælum og samstarfi. Umsögn er gefin í lok Vinnu- skólans,“ segir í frétt á vef sveit- arfélagsins. -mm Í dag, miðvikudag, verður styrkt- aræfing í CrossFit Ægi á Akranesi til styrktar Minningarsjóði Ein- ars Darra og er öllum velkom- ið að taka þátt. Einar Darri var aðeins 18 ára gamall þegar hann lést á heimili sínu í Hvalfjarðar- sveit 25. maí síðastliðinn af völd- um ofneyslu lyfsins OxyContin. Fjölskylda og vinir Einars Darra stofnuðu í kjölfarið minningar- sjóð í hans nafni þar sem þau vilja opna umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi og fræða ungt fólk um hætturnar sem fylgir neyslu þeirra. Æfingin verður á 30 mínútna fresti milli klukkan 16:30 og 20:30 og kostar 1.000 krónur að taka þátt. Allur ágóði rennur beint til Minningarsjóðs Einars Darra. Hægt verður að gera æfinguna annað hvort erfiðari eða auðveld- ari eftir því sem hentar hverjum og einum. Ættu því allir að geta tekið þátt og látið gott af sér leiða. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að taka þátt en vilja leggja málefn- inu lið er bent á reikningsnúmer Minningarsjóðsins: Reiknings- númer: 0354-13-200240. Kenni- tala: 160370-5999. arg CrossFit til styrktar Minningarsjóði Einars Darra Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ verð- ur haldin um næstu helgi í Grund- arfirði. Hátíðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður mikið um dýrðir um helgina. Hátíðartjald- ið verður á sínum stað en dagskrá- in fer að mestu fram á hafnarsvæði bæjarins. „Það verður af nægu að taka hérna um helgina,“ segir Aldís Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri há- tíðarinnar í stuttu spjalli við Skessu- horn. „Hverfin munu keppa í kubb og körfubolta á fimmtudaginn áður en hið margfræga grill í boði Kjör- búðarinnar verður á dagskrá,“ bætir hún við, en þar eru allir velkomnir að belgja sig út á gómsætu grillmeti. „Svo verður þjófstartið á fimmtu- dagskvöldið þar sem Grundfirsku stelpurnar munu hita upp fyrir stór- söngvarana Eyþór Inga, Jóhönnu Guðrúnu og Sölku Sól,“ segir Aldís en þetta einvalalið tónlistarmanna munu ekki svíkja neinn undir dyggri stjórn Davíðs Sigurgeirssonar gít- arleikara. „Á föstudeginum verður opna Soffamótið í golfi og svo hið margfræga froðugaman hjá slökkvi- liðinu sem fer fram á íþróttavellin- um,“ segir Aldís. „Þá verða Björgvin Franz og Bíbí fyrir yngstu gestina á Kirkjutúninu en þar verður einmitt Ingó Veðurguð með brekkusöng um kvöldið,“ bætir hún við. Svo er dansleikur með Stuðlabandinu um kvöldið í hátíðartjaldinu. „Gunni og Felix mæta svo á laug- ardaginn og stjórna dagskránni á hátíðarsvæðinu en þar verður nóg um að vera eins og hoppukastalar, söngatriði, lalli töframaður, Solla stirða og félagar og margt fleira,“ segir Aldís. Hápunktur hátíðarinn- ar er svo á laugardagskvöldinu þeg- ar hverfin marsera niður á hátíðar- svæði í einkennislitum hvers hverfis eins og hefð er fyrir. „Sverrir Berg- mann og Halldór Gunnar verða svo með bryggjuball eftir skrúðgöng- una og um kvöldið mun svo hljóm- sveitin Albatross halda uppi stuðinu fram undir morgun,“ segir Aldís að lokum en ljóst er að allir geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi um helgina. Þá er bara að vona að veðurguð- irnir verði hátíðargestum hliðholl- ir um helgina en það verður tíminn að leiða í ljós. tfk Á Góðri stund um næstu helgi Aldís Ásgeirsdóttir framkvæmdarstjóri hátíðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.