Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 2018 19 S K E S S U H O R N 2 01 8 Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 660 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is Skipulags- og umhverfisfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Skipulags –og umhverfisfulltrúi hefur yfirumsjón með skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á þeim málefnasviðum, er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn, landbúnaðarnefnd og umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd og vinnur skv. samþykktum þeirra. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar: Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa.• Umsjón með fráveitumálum, umferðar- og samgöngumálum.• Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitarfélagsins.• Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu.• Umsjón með opnum svæðum, gróðursetningu og uppgræðslu.• Umsjón með merkingu og kortlagningu útivistarsvæða og gönguleiða í sveitarfélaginu.• Umsjón verkefna er varða gróðurvernd, fjallskil, búfjárgirðingar og refa- og minkaeyðingu.• Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra.• Skipulags- og umhverfisfulltrúi ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Skipulags- og umhverfisfulltrúi er starfsmaður umhverfis,- skipulags,- og náttúruverndarnefndar og landbúnaðarnefndar. Almennt stjórnunarsvið: Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um landbúnaðarmál og skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipulagsgerð skv. 7. gr. • skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði. Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum er æskileg.• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana • er æskileg. Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur.• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika.• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.• Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Framlengdur umsóknarfrestur um starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar er til og með 9. ágúst 2018. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is Samkvæmt samantekt landssam- bands veiðifélaga um miðja síðustu viku er laxveiðin að ganga vel víðast hvar. Eystri-Rangá bættist á listann yfir efstu tíu árnar en veiðin þar er komin í 555 laxa og þar af veiddust 339 laxar síðustu veiðiviku. Þverá og Kjarará trónir á toppnum, en þar voru 1525 laxar komnir á land 18. júlí síðastlinn. Norðurá er í öðru sæti með 1125 laxa. Gengið vel á Mýrum og Snæfellsnesi „Það hefur gengið vel í langánni en ég hef verið að leiðsegja hérna í nokkurn tíma,“ sagði Hörður Birg- ir Hafsteinsson í samtali við Skessu- horn. Hann er búinn að vera nokkra daga í sumar við veiðar í ánni. Þess á milli veiðir hann annarsstaðar, svo sem í Húseyjarkvísl en sinnir auk þess sinni daglegu vinnu. „Síð- ustu holl hafa verið að fá kringum 100 laxa hvert sem er frábær veiði hérna, enda mikið af fiski,“ sagði Hörður Birgir sem var að aðstoða erlenda veiðimenn við langá. Þeir voru að landa laxi og svo tveimur öðrum rétt á eftir. „Vatnið er gott í ánni og fiskurinn að ganga, þetta er bara flott og úrvalsaðstæður,“ sagði Hörður ennfremur. langá á Mýr- um hefur gefið 700 laxa og hafa síð- ustu holl verið mjög fengsæl. Hítará er kominn yfir 320 laxa og veiðin hefur verið prýðileg þrátt fyrir berghlaupið viku af júlí. Fisk- urinn virðist vera að jafna sig og vatnið í ánni sömuleiðis, en það skolaðist mikið niður með henni þegar áin fann sér nýjan farveg um Tálma. „Það gengur vel í Haffjarðará og áin er komin yfir 800 laxa, mikið af fiski í ánni víða,“ sagði veiðimaður sem var þar fyrir skömmu. laxinn er líka vænn sem veiðist þar. „Þetta var bara gaman“ „Jú, við vorum að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum nokkrir vinir frá Færeyjum og fengum fína veiði. Þetta er skemmtilegt svæði og margir hyljir í þessum veiðiám báðum sem gefa vel,“ sagði Jógv- an Hansen sem var á veiðislóðum í Dölunum fyrir fáum dögum. Og veiðin var prýðileg. „Við fengum yfir 30 fiska; laxa og silunga. Það var mikið af fiski víða á svæðinu. Fiskurinn var aðeins tregur að taka í lóninu en betur gekk í ánum skal ég segja þér, þar veiddist vel. Þetta er flottur staður þarna í Dölunum og fallegt að vera,“ sagði Jógvan ennfremur. Hann var þá á leiðinni í Veiðivötn. Frábær gangur í Reykja- dalsánni „Það hefur verið frábær gangur í Reykjadalsá í Borgarfirði og mok- veiði á köflum,“ sagði Óskar Fær- seth, en veiðin í Reykjadalsá hefur verið ævintýri líkast í sumar og mok- veiðst á köflum eins og við sögðum frá í síðasta blaði. „Núna held ég að það séu komnir 110-120 laxar á land sem er frábært og júlí ekki bú- inn,“ sagði Óskar, en Reykjadalsá er síðsumars veiðiá og á eftir að bæta verulega við sig í sumar. Veiðimenn sem voru að koma úr Flókadalsá í Borgarfirði sögðu að áin væri kominn í 233 laxa og þeir hefðu fengið vel í soðið. Fiskur er kominn um ána alla. gb/mm Gott veiðisumar í laxi og silungi Ingólfur Kolbeinsson fór til veiða á sunnanverðri Arnarvatnsheiði nýverið og veiddi vel. „Við vorum að koma um helgina aftur af Arnarvatnsheiðinni og það gekk vel, fengum 20 fiska í dag, flottan silung og gaman að eiga við hann.“ Erlendir veiðimenn með fisk við Langá, en Hörður Birgir hefur verið að leiðsegja þeim. Ljósm. hbh. Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum, rétt ofan við veiðihúsið. Kári Árnason knattspyrnumaður með maríulaxinn sinn á stönginni, en hann fékk landsliðsmaðurinn í Reykjadalsá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.