Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 201830
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvað gerir þú þegar það
kemur gott veður?
Spurni g
vikunnar
Eyþór Orri Þórðarson
„Fer út að hjóla.“
Andrea Sosa
„Fer í ræktina.“
Birta Þórðardóttir
„Það er aldrei gott veður.“
Sigurþór Sissi Kristjánsson
„Fer út og vinn á pallinum.“
Arna Rún Þórðardóttir
„Tek æfingu úti.“
(Spurt í Borgarnesi)
Góðgerðargolf-
mót Ólafíu
Þórunnar
Í gær fór fram góðgerðargolfmót Ólafíu
Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG til styrkt-
ar Umhyggju – félagi langveikra barna.
Mótið var haldið á Hvaleyrarvelli hjá Golf-
klúbbi Keilis. Mótið gekk mjög vel og var góð
stemning meðal þátttakenda. Fjölmörg fyrir-
tæki lögðu hönd á plóginn og sendu 52 kylf-
inga til þátttöku sem skiptust á að leika með
LPGA kylfingum og íslenskum afrekskylfing-
um. Fjórir LPGA kylfingar komu til landsins
til að taka þátt í mótinu þær Alexandra Jane
Newell, Allison Emrey, Cheyenne Woods and
Madeleine Sheils auk Ólafíu Þórunnar. Með
þessu góðgerðarmóti söfnuðust þrjár millj-
ónir króna til handa Umhyggju.
„Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður
með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra
barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju
hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sér-
útbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja
félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu,
þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með
velvild og stuðningi einstaklinga og fyrir-
tækja í landinu sem hægt er að halda starf-
inu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu
Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu
góðgerðarmóti,“ segir Regína Lilja Magnús-
dóttir, formaður Umhyggju. mm
Thelma lind Kristjánsdóttir úr
Íþróttafélagi Reykjavíkur sló 36 ára
gamalt Íslandsmet í kringlukasti
kvenna þegar Kastmót UMSB fór
fram við topp aðstæður á Skalla-
grímsvelli síðastliðinn fimmtu-
dag. Á mótinu var keppt í spjót-
kasti, kúluvarpi og kringlukasti og
lék veðrið við keppendur. Mesta at-
hygli vakti að í kringlukastinu voru
skráðir til leiks tveir af fremstu
kösturum landsins; þau Thelma
lind Kristjánsdóttir úr ÍR og liðs-
félagi hennar Guðni Valur Guðna-
son sem fyrir ekki svo löngu náði
lágmarki fyrir EM í frjálsum íþrótt-
um með næstlengsta kasti Íslands-
sögunnar eða 65,53 metra. Thelma
lind aftur á móti gerði sér lítið
fyrir og bætti 36 ára gamalt met
Guðrúnar Ingólfsdóttur sem hún
setti árið 1982. Íslandsmetinu náði
Thelma í sínu öðru kasti og fór
kringlan 54,69 metra en áður hafði
hún lengst kastað 52,80 metra og
þannig bætti hún sitt persónulega
met um tæpa tvo metra. glh
Samið við
Heiðu Hlín
Akureyringurinn Heiða Hlín Björnsdóttir hef-
ur samið við Snæfell um að spila með liðinu í
Dominos deildinni á komandi tímabili. Heiða
var burðarás þegar hún spilaði með Þór Ak-
ureyri í fyrstu deildinni á síðasta tímabili þar
sem hún skoraði 17 stig, tók 7,1 fráköst og
gaf 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. „Við
bjóðum hana hjartanlega velkomna til okk-
ar,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
glh
Um Verstlunarmannahelgina verð-
ur 21. Unglingalandsmót UMFÍ
haldið í Þorlákshöfn. Mótshald-
arar eru Héraðssambandið Skarp-
héðinn (HSK) og sveitarfélagið
Ölfus auk Ungmennafélags Íslands
(UMFÍ). Ómar Bragi Stefánsson,
framkvæmdastjóri Unglingalands-
móts UMFÍ, segir meiri fjölbreytni
á mótinu nú en nokkru sinni áður.
Það veiti öllum þátttakendum tæki-
færi til að prófa spennandi grein-
ar en meðal annars verður keppt í
knattspyrnu, körfubolta og frjáls-
um íþróttum. Á meðal nýrra greina
nú eru keppni í dorgveiði og sand-
kastalagerð. Keppni í kökuskreyt-
ingum er einnig á dagskránni.
„Við sáum það á Egilsstöðum að
þátttakendur á Unglingalandsmót-
um vilja fjölbreytni og nýjungar.
Við svörum að sjálfsögðu því kalli,“
segir Ómar Bragi og bætir við að
greinarnar flestar eru til þess fallnar
að vinir og vinkonur geti búið til lið
saman. Allir geta skráð sig til leiks.
Fjölbreytt dagskrá
og afþreying
Þétt dagskrá er alla mótsdagana og
skemmtun á kvöldin þar sem margt
af þekktasta tónlistarfólki lands-
ins kemur fram. Þegar hafa boðað
komu sína Jói Pé og Króli, Herra
Hnetusmjör, Flóni og Huginn, Jón
Jónsson og hljómsveitin Between
Mountains, Young Karin, Míó
Tríó, DJ Dóra Júlía og fleiri.
Vímulaus
fjölskylduhátíð
Unglingalandsmót UMFÍ er
vímulaus fjölskylduhátíð þar sem
börn og ungmenni á aldrinum
11–18 ára reyna með sér í fjöl-
mörgum íþróttagreinum en sam-
hliða er boðið upp á fjölbreytta af-
þreyingu, leiki og skemmtun fyrir
alla fjölskylduna. Búist er við ótrú-
legum fjölda barna og ungmenna
ásamt fjölskyldum þeirra á mót-
ið. Ekki er skilyrði að vera skráð-
ur í ungmenna- eða íþróttafélag til
þess að taka þátt á Unglingalands-
móti UMFÍ. Skráningargjald á
Unglingalandsmót UMFÍ er 7.000
krónur og geta allir sem vilja skráð
sig til leiks. Greiða þarf gjaldið til
að geta klárað skráningu. Aðrir
mótsgestir greiða ekkert gjald en
geta þó tekið þátt í fjölbreyttri af-
þreyingu og verkefnum sem boð-
ið er upp á.
mm
Íslandsmót í hestaíþróttum var
haldið í Víðidal í Reykjavík da-
gana 18. – 22. júlí og stóðu
Vestlendingar sig vel á mótinu.
Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía
frá Hamarsey urðu Íslandsmeista-
rar í tölti fullorðinna en þau voru
einnig samanlagðir sigurvegarar
í fjórgangi. Í 100 m skeiði ung-
menna varð Þorgeir Ólafsson Ís-
landsmeistari á Ögrun frá leir-
ulæk. Siguroddur Pétursson og
Steggur frá Hrísdal höfnuðu í
þriðja sæti í tölti og öðru til þrið-
ja sæti í fjórgangi. Máni Hilmars-
son og Dalvar frá Dalbæ voru í
fjórða sæti í fimmgangi ungmen-
na og Konráð Axel Gylfason varð
þriðji í gæðingaskeiði og 100 m
skeiði ungmenna á Væntingu frá
Sturlureykjum.
arg/ Ljósm. iss
Heiða Hlín kemur frá Þór Akur-
eyri. Ljósm/ UMF Snæfell.
Vestlendingar náðu góðum árangri
á Íslandsmóti í hestaíþróttum
Þorgeir Ólafsson varð
Íslandsmeistari í 100 m
skeiði ungmenna á Ögrun
frá Leirulæk.
Íslandsmet slegið á Skallagrímsvelli
Guðni Valur Guðnason úr ÍR býr sig undir kast á Skallagrímsvelli. Gaman er að geta þess að Guðni Valur á ættir sínar að rekja
á Mýrarnar.
Thelma Lind Kristjánsdóttir er nýk-
rýndur Íslandsmeistari í kringlukasti.
Ljósm. Íris Grönfeldt.
Unglingalandsmót
UMFÍ framundan