Skessuhorn


Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 25.07.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚlÍ 20182 Framundan eru ýmsar hátíðir á Vest- urlandi. Bæjarhátíðin á Góðri stund í Grundarfirði er að hefjast en þetta er tuttugasta afmælisár hátíðarinnar. Þá verða Reykhóladagar um helgina og sömuleiðis tónlistarhátíðin Reyk- holtshátíð. Á morgun gengur í austan- og norð- austan 10-18 m/s og hvassast verður við suðausturströndina. Talsverð rigning verður á Suður- og Austurlandi en ann- ars minni úrkoma og dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 9-17 stig og hlýjast á Vesturlandi. Á föstudag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s og rigning verður á köflum um aust- anvert landið en annars þurrt að kalla. Hiti 10-18 stig og hlýjast á Suðvestur- landi. Frá laugardegi og fram á mánu- dag er útlit fyrir austlægar áttir með vætu í flestum landshlutum en fremur hlýju veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns „Hefur þú eða munt þú taka þátt í hátíðarhöldum vegna hundrað ára af- mælis fullveldis?“ Flestir eða 84% svör- uðu því neitandi og 9% sögðust ekki vita það. 6% svarenda svöruðu spurn- ingunni játandi. Í næstu viku er spurt: Opnar þú gluggaumslög sem koma inn um lúguna hjá þér? Skessuhorn tók tali fáeina garðyrkju- bændur eins og lesa má um í blaði vik- unnar. Þar á meðal er Sveinn Björnsson garðyrkjubóndi í Varmalandi í Reyk- holtsdal sem hefur ræktað tómata sam- fellt í 54 ár. Hefur hann þar af leiðandi mestu starfreynslu garðyrkjubænda á Íslandi. Sveinn er dugnaðarforkur, sí- vinnandi og er að þessu sinni Vestlend- ingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Næstu blöð SKESSUHORN: Athygli er vakin á útgáfu Skessuhorns næstu vikurnar. Blaðið kem- ur út samkvæmt venju í næstu viku, miðvikudaginn 1. ágúst. Venju samkvæmt fer starfs- fólk svo í frí vikuna um versl- unarmannahelgi og kemur því EKKI út blað miðvikudaginn 8. ágúst. Næsta blað eftir frí verður gefið út miðvikudag- inn 15. ágúst. -mm Varð vélarvana um tíma HVALFJ: Hvalveiðiskip- ið Hvalur 9 varð vélarvana út af höfninni á Grundartanga í Hvalfirði eftir hádegið í gær. Mikill viðbúnaður björgun- araðila af Akranesi og höfuð- borgarsvæðinu var vegna bil- unarinnar, enda sagt í fyrstu boðum að hætta væri á að skip- ið strandaði. Aðstæður voru engu að síður góðar á firðin- um, lítill vindur og reyndist því ekki teljandi hætta á ferð- um. Varðskipið Týr hélt til aðstoðar sem og nærliggjandi björgunarbátar. Eftir að að- stoð barst tókst að gangsetja vél Hvals 9 að nýju og sigldi skipið því fyrir eigin vélarafli út fjörðinn. mm/Ljósm. glh Stefnir í góða makrílveiði MIÐIN: Makrílveiðar hófust af krafti í síðustu viku. Stóru skipin voru þá að veiðum sunnan við landið. Að sögn Kristjáns Þorvarðarsonar skip- stjóra á Venus NS var meðal- vigtin á makríl sem landað var á Vopnafirði á fimmtudaginn um 440 grömm, vel haldinn fiskur og átulítill. Um svip- að leiti var skipum að fjölga á miðunum og auðveldaði það leit að veiðanlegum torfum. Makríll er byrjaður að veið- ast í grænslenskri lögsögu og þá hafa sjómenn á Breiða- firði orðið varir við makríl að undanförnu sem og þeir sem renna fyrir fisk í höfnum, t.d. á Akranesi, sem gefur vísbend- ingu um að mikið sé af mak- ríl víða við suður- og vestur- ströndina. -mm Í tilefni af 100 ára fullveldisaf- mæli Íslands var haldin vegleg veisla á Hrafnistu fimmtudaginn 18. júlí. Þangað var boðið Íslend- ingum sem fæddir voru 1918 og áður, fullveldisbörnunum. Eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu eru nú 52 Íslending- ar hundrað ára og eldri og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í veisluna á Hrafnistu boðuðu tuttugu full- veldisbörn komu sína. Ýmis skemmtiatriði og vegleg dagskrá var í veislunni í anda full- veldisins. Guðni Th. Jóhannes- son forseti Íslands flutti ávarp og boðið var upp á fullveldisköku en uppskrift að henni byggir á vin- sælum uppskriftum frá því fyrir hundrað árum. Það var landslið bakara sem stóð að kökubakstr- inum. mm/ Ljósm. Áskell Þórisson. FISK Seafood ehf. í Grundarfirði hefur ákveðið að segja upp 19 starfsmönnum við rækjuvinnslu frá og með næstu mán- aðamótum. Tveimur að auki er boðin vinna áfram við að taka niður tæki og undirbúa sölu þeirra. Var starfsmönn- um kynnt þessi ákvörðun á fundi í síð- ustu viku. Í tilkynningu frá FISK Sea- food segir að veiðar og vinnsla rækju hafi átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og sé ákvörðun- in tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði „sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæð- ur,“ eins og segir í tilkynningunni. FISK Seafood kveðst harma þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarumhverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttaráhrif- um. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu, þegar Skessuhorn leitaði eftir því í byrj- un þessarar viku, ekkert láta hafa eft- ir sér um framhald annarrar starfsemi FISK í Grundarfirði. Engin önnur leið sökum taprekstrar „Það er sárt að horfast í augu við þennan veruleika. Rækjuveiðar við Íslandsstrendur eru orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og hráefnið, sem stöðugt hækk- ar í verði, kemur nú orðið að lang- mestu leyti erlendis frá. Gengi ís- lensku krónunnar, stóraukinn launakostnaður og aðrar innlend- ar kostnaðarhækkanir ráða einnig miklu um versnandi afkomu og við núverandi aðstæður er leiðin út úr vandanum því miður ekki einung- is vandfundin heldur væntanlega ófær,“ segir Friðbjörn Ásbjörns- son aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood í fréttatilkynningu. Eftir að rækjuvinnslu verður hætt í Grundarfirði eru einungis fimm rækjuvinnslur starfræktar í landinu. Á síðustu tuttugu árum hefur þeim því fækkað gríðarlega. Kalla eftir mótvægisaðgerðum lok rækjuvinnslu í Grundarfirði er reiðarslag fyrir byggðarlagið þar sem 834 búa. Nærri lætur að tutt- ugu starfsmenn jafngildi um 5% af vinnuafli í bæjarfélaginu. Bæjarráð Grundarfjarðar lítur uppsagnirnar alvarlegum augum og hefði kosið að fyrirtækið hefði haft samráð við bæjaryfirvöld þannig að mögulega hefði mátt undirbúa mótvæðisað- gerðir. „Bæjarráð Grundarfjarðar- bæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood á staðnum, þar sem 21 starfsmanni var sagt upp. Rekja má rætur FISK Seafood í Grundarfirði frá kaup- um þess á Hraðfrystihúsi Grundar- fjarðar fyrir rúmum 20 árum og síð- ar útgerð Farsæls SH-30 og nú síð- ast Soffaníasi Cecilssyni ehf. ljóst er að þessi uppsögn er mikið högg fyrir atvinnulíf bæjarins. FISK Sea- food er einn stærsti atvinnurekandi og fasteignaeigandi bæjarins og ber því mikla samfélagslega ábyrgð í Grundarfirði,“ segir í bókun bæj- arráðs. Þá lýsir bæjarráð yfir vilja til góðs samstarfs við fyrirtækið og kallar eftir mótvægisaðgerðum af hálfu þess til að lágmarka skaða samfélagsins. „Bæjarráð óskar jafn- framt eftir öðrum fundi með fram- kvæmdastjóra og forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem rætt verði mögulegt samstarf til framtíðar.” mm/ Ljósm. tfk. Fullveldisbörnum boðið til veislu Anna Sigfúsdóttir er fædd 12. júní 1918 á Hvalsá við Hrútafjörð, var lengi garð- yrkjubóndi í Skrúð í Reykholts- dal, en flutti fyrir fjörutíu árum til Reykjavíkur. Hópurinn sem mætti í veisluna. Hér ásamt forsetahjónum og fleiri. Hætta rækjuvinnslu í Grundarfirði og segja upp starfsfólki Reiðarslag fyrir atvinnulíf bæjarins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.